daria * blogg hégómans
|
föstudagur, júlí 04, 2003 Ég er alveg að flippa hérna. Sjáiði þessa skó!! ...En þessir eru ábyggilega ekki til í stærð 35 og ófáanlegir á Fróni. Rats. Urban Outfitters er búð til að deyja fyrir. Aftur kominnn föstudagur. Vikan líður svo hratt að það er hlægilegt! Kominn 4. júlí og sumarið að verða búið. Og þó.. ég á allavega eftir að eiga afmæli! Það mun eiga sér stað á sjálfan Bastilludaginn. Veisluhöld verða tilkynnt síðar, en þar sem þvertalan af 19 er 1 (1+9=10 --> 1) þá er mál að gera eitthvað göðveikt. Þann 19. kannski? Meira um það síðar. HP er ekkert að klárast hjá mér. Verst að ég nenni ekki að lesa á nóttunni eins og allir aðrir, þ.a.l. er ég langt á eftir. Æ Æ æ. Það er bara merki um heilbrigði býst ég við. Jájá. Það er líka bara gott að spara hana. Ég veit um eina stelpu (sem situr við hlið mér þessa stundina. trallalæ) sem las hana á 12 tímum. Ji. Annars er fátt að frétta. Fór í matarboð til Önnu Pálu í gær. Þar átti víst að vera sjóræningjaþema, en eitthvað fór það nú framhjá mér. Þar var m.a. tekin ákvörðun um karókísöng í kvöld og hljómar það ótrúlega vel. Stelpur, ekki bregðast mér!! ÖlverÖlverÖlver! Jíha! Steitment #48.7 Brúðkaupsþátturinn Já er ruslþáttur dagsins. Ég held að svona þáttur stuðli bara að því að ég pipri. Því allir vita að ef ég gifti mig (sem er frekar ólíklegt) ætla ég að gera það í Las Vegas (eða Reno.. það er jafnvel enn meira tacky) og láta prestinn vera í Elvisbúningi. Vegna þess að ég hata, hata hata hata, hata þennan þátt og allt það umstang sem fylgir brúðkaupum. Og ég reyni samt að missa ekki af þætti.. Nú var ein kellingin að koma úr bakaríinu með ilmandi bakkelsi handa liðinu. ...þetta er ástæðan fyrir því að ég er í bestu vinnu í heimi... |Dagga| 10:05 miðvikudagur, júlí 02, 2003 Grein í gær Ég skrifaði grein um Hannes nokkurn Hólmstein í gær. Vonandi hef ég reitt Heimdall eða Friedmanlúða til reiði. Þessa dagana er verið að tengja ýmis aðföng bókasafnsins við draslforritið Feng. Ég geri því fátt annað en að líma strikamerki á tímarit. Við á BSK erum blessunarlega laus við hvers-kyns óþægindi og vesen sem fylgja notkun Fengs enda er hér notast við útlánakerfið Bókver. Húrra fyrir því! Þó stendur til að láta öll bókasöfn skipta yfir í nýtt og betra kerfi sem verður að einhverju leyti aðgengilegt á veraldarvefnum. Úje. Nóg af bókasafnsrugli. Ég er með harðsperrur á bringunni. Undarlegasta mál. Gelgjan er að taka við völdum í heilabúi Dagbjartar þessa dagana. Ég get einfaldlega ekki beðið eftir að komast á útsölur. Verst hvað maður vinnur mikið; Laugavegurinn er yfirleitt lokaður á þeim tíma sem hentar mér best að komast í bæinn. Ég meika nefnilega ekki meiri Smáralind og Kringlan er leiðinlegt batterí. Helst langar mig í: * Fuuuuuullt af tónlist og DVD drasli. Kaupi það bara á netinu. * Fyndnar bækur. Ég á engar bækur. * FÖTFÖTFÖTFÖTÖÖÖT!!!! Helst með blómum á. ............ hvað get ég sagt? Ég er bara stelpa. Gefið mér breik, ég er nú ekki svo mikil pjattrófa. Ókei kannski smá. Annars er fátt að frétta. Eitthvað %$ Bretatívolí hefur tekið sér bólfestu á bílaplani Smáralindar. Venjulegt stofugluggaútsýni okkar mæðganna í Gullsmára er Esso-Express bensínstöð + Smáralind (augnayndi dauðans), en nú blasir við okkur gífurleg litadýrð ljósa. Auk píkuskrækja og Júrópopps. Er ég ein um að finnast þetta tívolí óttalega sleazy? Þessir LowerClassBretar eru ekki beinlínis gæfulegir. Eða er ég kannski bara svona snobbuð? Ábyggilega. |Dagga| 15:45 mánudagur, júní 30, 2003 Öhmm... Bloggleysi er hér algjört og biðst ég forláts. Ástæður fyrir leti eru eins margar og þær eru óáhugaverðar. Skemmst er að segja frá því að Haraldur Seiðstrákur er loksins kominn í hendur mínar. Ég held nú alveg vatni enn sem komið er, og þó. Ég held að ég falli undir skilgreininguna ,,venjulegur aðdáandi" og er það vel. Ég er nefnilega ekki ein af þessum HP-fanatíkum. Ég þekki nokkra aðila hér og þar sem bókstaflega lifa fyrir þessar annars-ágætu bókmenntir. Vissulega er þetta skemmtó - en kommon!! .. ég segi ekki meir. Ég er nefnilega svolítið gjörn á að falla í svokallað ,,æði". Ég fór í gegnum alveg ferlegt Bítlaæði þegar ég var í 6. bekk og dýrkaði Paul McCartney. Fólk taldi mig geðveika, sem ég náttúrulega var. En það var ekki versta æðið. Ónei... Þegar ég var 14-15 ára lifði ég fyrir Friends. Ég er ekki að djóka. Þetta var orðið sorglegt. Ég vildi vera mesti og besti aðdáandinn og þoldi það ekki þegar einhver sagðist vera dyggari aðdáandi en ég. Ég lærði öll samtöl utanað. Ég eyddi síðasta eyri í spólurnar. Ég sá hvern einasta þátt mörgum sinnum og gaf þeim einkunn. Ég lagði nöfn aukaleikara á minnið (Hver man ekki eftir Maggie Wheeler og James Michael Tyler?) og keypti mér margar margar Friends-bækur. Ég klippti út allar myndir í tímaritum og dagblöðum og límdi þær á vegginn minn svo ekki sást í hvítt. Ég keypti mér Friends boli, soundtrackið úr þáttunum, burðaðist með Central-Perk bolla úr postulíni um gjörvalla London og skrifaði til leikaranna í von um eiginhandaráritun (sem ég btw fékk frá Jennifer Aniston, David Schwimmer og Matt LeBlanc - ábyggilega ekta!). Síðan stofnaði ég Vinavinafélagið með vinkonu minni og við erum enn sitjandi formenn, síðast þegar ég vissi. Ég var ekki beint sjúk, en ég var sorleg. Ég veit allt um Friends, reynið bara að að spyrja mig um eitthvað, ég ætti að hafa það á hreinu. Ég á m.a.s. ennþá Friends lyklakippuna; Central-Perk bollinn og sykurkarið prýða ennþá skrifborðið mitt. Ég læknaðist um síðir.. en ég er ennþá sannfærð um að ég sé manna fróðust um þessa þætti. Sorglegt? Já. En í dag dey ég ekki ef ég missi af þætti. Mér er slétt sama. Enda eru þetta ekki það góðir þættir og ég hata að vera svona ógeðslega mainstream. Oj bara. Helgin fór í vinnu og býst ég við að geta farið á heljarinnar shopping-spree eftir mánaðarmótin. Mér finnst fötin mín orðin frekar ljót og tími til kominn að dubba sig upp á nýtt. Ég þarf líka að fara í IKEA og kaupa mér hillur svo að ég geti e.t.v. haft lítið sjónvarp inni - að maður tali nú ekki um hljómflutningstæki. Það eina sem ég hef til að spila mína músík er blessuð tölvan, sem getur sosum verið hentugt og praktískt þar sem maður býr nú blokk. Enginn megaBassi fyrir mig, nei takk! (...Veltist um gólf í hláturskasti. Hvílík tvíræðni! Lánþegum BSK er brugðið.) Helgin var annars frekar róleg og skemmtileg. Gerði ekki neitt á föstudagskvöldinu sökum óviðráðanlegrar þreytu og vildi helst kúra undir sæng með litlum seiðkarli. (Djöfulsins sóðablogg er þetta ...) Á laugardagskvöldinu kíkti ég í nokkuð ljúft desertboð til Baldvins og síðan í partí til hinnar hressu halldóru með nokkrum hressum píum. Ég flúði síðan heim undir sæng þar sem galdrastrákurinn beið eftir mér sökum hálsrígs sem herjar á mig að kvöldlagi þessa dagana. Samfylkingarfólk ætti að halda sig alfarið frá Borgarnesi, ég held að það sé komið á hreint. Fallegur bær samt. Verð að púla meira. Ég vil síðan minna ykkur á glæsilega heilsíðugrein í Sunnudagsmogganum í gær, þar sem fjallað er um HNMUN ráðstefnuna í Boston og birtar myndir af okkur...... Músík: Sveitasinfónía Beethovens - gleðigleði! Lesefni: HPatOotP - Svona segja fanatíkerarnir þetta.. Ji... |Dagga| 12:32 |