daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, janúar 23, 2003
|Dagga| 15:03 Jájájá sagði ég ekki? Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate? brought to you by Quizilla Og þetta heita ÁLFABUXUR, ekki sokkabuxur! |Dagga| 14:54 miðvikudagur, janúar 22, 2003 Húrra fyrir Ragnheiði Ragnarsdóttur. Hún "bloggaði" þann 16. Þar með hefur hún tekið fram úr Völu sem bloggar enn sjaldnar. Stelpur, ef þið verðið ekki komnar með eitthvað massíft material innan viku þá munu linkarnir deyja! Ég var að lesa þarsíðasta tölublað Vikunnar. Fáránlega lélegt blað en alveg ágætt að blaða í þessu öðru hverju. Sérstaklega vegna grípandi fyrirsagna. ,,Flottustu konur Íslands!" eða "Fitubollulandið Ísland." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er talin flottasta þingkonan. Nú spyr ég, afhverju? Hún er sosum ágæt, en hún er ekkert sérstaklega kúl. ÞESSI! er aftur á móti kúl! Go Þórunn! Hún er uppáhalds þingkonan mín, allavega í augnablikinu, og svo þessi náttúrulega. Þórunn bauð mér nefnilega í kakóboð rétt fyrir prófkjör og kann ég henni mínar bestu þakkir fyrir. Við Kragafólk þurfum að standa saman! En talandi um þetta Viku-blað, þá var líka áhugavert viðtal við einhverja konu sem var næringarfræðingur og kenndi Össuri Skarphéðinssyni og Davíð Odds um frjálslegt vaxtarlag æskunnar. Þeir væru fyrirmyndr samfélagsins, ekki fólkið á PoppTíví. HA HA HA HA HA !?? Hver segir svona lagað? ..."Hey, best að fá sér pulsu, því fyrst Össur getur það.....!" Whaa? Ármann Jakobsson er hættur með fyndnasta blogg landsins. Mér finnst fyndið að vera hooked á einhverjum MR-Style bloggsíðum útí bæ en svona er ég nú iðin við að lesa blogg. Mér finnst alltaf jafn fáránlegt að lesa blogg einhverra sem ég þekki ekki neitt, en maður verður alltaf að tékka á Dr.Gunna eða Katrínu (Ekki spyrja afhverju). Ármann.. þú veist ekki hver ég er en PLÍS haltu áfram að eipa. Þú eipar svo vel. Haltukjafti.blogspot.com.... sennilega besta domain í heimi. Á eftir ÞESSU!!!! |Dagga| 21:07 þriðjudagur, janúar 21, 2003 Undarlegt af honum Arnóri að kunna ekki skil á kaldhæðni. Hann er kannkské lítið barn? :) Neeeeeei! :) Djók. Svo spyr hann líka hvers vegna ég sé ekki lengur í Gettu betur liði MH-inga í ár. Að þessari spurningu hef ég verið spurð svo oft oft oft ... það er varla að maður nenni að svara því einusinni enn. En allavega. Ég skal gefa ykkur endanlega skýringu. Það er ótrúlega þrúgandi að vera í svona liði. Það er líka ógó gaman. Ef maður er að skemmta sér. Ég skemmti mér nefnilega ótrúlega vel í fyrra, bæði fyrir og eftir MR-tapið því árangur liðsins hafði verið fínn þótt gaman hefði verið að ná í úrslit. Sérstaklega var þó gaman að fara niðrí bæ með Önnu Pálu eftir keppnir og láta blindfullar skólasystur úr Digranesskóla faðma sig til ólífis. Einnig fékk ég 2 selebrití viðreynslur. Annars vegar frá Barða úr BangGang og hins vegar frá ónefndum kvikmyndagagnrýnanda útí bæ. 15 mínútna frægð er súperskemmtileg! Upp að vissu marki.... Ekki var þó þjálfari á ljúfu nótunum eftir tapið. Eitthvað fannst honum vanta í liðið, skiljanlega (- ish). Í nóvember sl. kom upp frekar lummó staða sem olli því að ég yfirgaf liðið. Þar kemur við sögu hroki, óréttlæti, frekja og vitleysisgangur (m.a. af minni hálfu, ég veit) og ég mér var ekki lengur um sel. Ónefndur þjálfari fékk einnig að víkja og ég hafði ekki lyst á að ganga aftur til liðs við þetta batterí þegar upp var staðið. Vissulega hafði það á vissum tímapunkti staðið mér til boða eftir afsögn hans, en þessi ákvörðun var tekin af minni hálfu þótt e.t.v. hafi litið út fyrir annað í byrjun. Gettu betur var fyrir mér hobbí, ekki líf. Og dæmi hver sem vill um heilbrigði keppninar þegar hún er orðin að stríði. Og ég segi stríð! Þessi leiðindi urðu ennfremur til þess að Sandra, fyrrverandi liðsstjóri og gæðablóð, ákvað að koma ekki nálægt þessu. Anna Pála íhugaði einnig að hætta á tímabili en sem betur fer hætti hún við það, þar sem hún hefði þá stefnt hróðri MH-inga í endanlega glötun. Og var hann nú nógu slæmur fyrir. Ég vil gera öllum ljóst að enginn illindi eru á milli mín og núverandi liðsmanna, auk aðstandenda þeirra. Þessi ákvörðun mín um að reyna ekki að halda áfram var tekin í samráði við Söndru og Önnu Pálu því ég hef mikla trú á núverandi liði. Þau stóðu sig stórvel á móti FB og ég veit að þeim mun einnig ganga stórkostlega í kvöld. Strákarnir hafa alla burði til þess að vera ógn við risa keppninnar og ég mun garga á fremsta bekk þangað til keppnistímabili lýkur. Jæja.. ekki meira drama!! Hins vegar var ég að skrifa grein á PÓLITÍK.IS í dag. Um samræmd stúdentspróf. Málefnalegasta grein mín hingað til. Vona ég. Og MR-ingar.. myndin er handa ykkur! Vonandi rammið þið hana inn :) |Dagga| 13:26 |