daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, febrúar 09, 2003 Jæja, Boston segiði? Ég ætla að byrja á að kyssa ÖnnuPálu *") Því hún er æði. Ok, ég ásamt 5 öðrum erum á leiðinni á ráðstefnu HARVARD og SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA í næstu viku en hún verður haldin í Boston. Við förum á þann 12. og verðum 5-6 daga. Við fengum styrki þannig að þetta mun kosta okkur lítið. Þetta er ábyggilega eitthvað það al-skemmtilegasta sem gerst hefur á þessu ári þannig að ég er í gúddsjitt málum. Ég held að þetta verði fjör. Ég er samt eiginlega sammála Önnu, því ég mun ekki trúa þessu fyrr en ég fæ Flugleiðakaffi og Atlantica að lesa, horfandi á "OnAir Excercises" í flugvélinni. Oh, man. Þið getið séð heimasíðu ráðstefnunnar hér. Síðan er þetta hótelið. Pretty neat, huh? Voðalega er Arnór kallinn merkilegur. Komst í hádegisfréttirnar með þessu tímabæra bréfi. Það margborgar sig að nöldra, enda er það dyggð eins og hvað annað, svo lengi sem það er í hófi gert. (skot á sjálfa mig hérna) Já þið segið það. Verð að fara að kynna mér utanríkisstefnu Lettlands. Blesskex. |Dagga| 01:50 fimmtudagur, febrúar 06, 2003 Er ég að fara á ráðstefnu til Boston? |Dagga| 21:24 miðvikudagur, febrúar 05, 2003 Ég á heima á Slabblandi, Slabblandiii Slabblandi! Ég hata svona veður sem lætur mann forast upp báðar skálmar!! Veit einhver hvort hægt sé að kaupa Lacoste föt fyrir stelpur eins og mig? Mig langar svo í pólókjól a-lá Margot Tenenbaum ! Eða bara eitthvað töff. Hver vill sjá um handrukkun fyrir klósettpappírspening? Ég veit um Skúla, nú þarf ég bara eitthvern sem býr yfir vopnum. |Dagga| 22:09 þriðjudagur, febrúar 04, 2003 Ég held að ég sé alveg að eipa á þessum skóla hérna...SAG182 er ekki að sýna sig og sanna sem léttur tveggja eininga áfangi! Ég ætla bara að skrá mig úr þessu, ég meina, það er ekki eins og mig sárvanti einingarnar. Onei. Fyrirhugað var að taka einar 152 (lágmark 140) en það er næstum ein auka önn. Í staðinn verða bara 150. Æj. Svo er ég líka algjörlega að fokking eipa á þessu latínudrasli! (úbb, sagði ég þetta?) Nei í alvöru, ég læri örugglega mest heima en þyki ábyggilega lélegust. Ég stefni þó ennþá á níufimm. Úrkoma síðasta prófs var þó ekki í takt við áætlun enda lærði ég ekki sem skyldi. Tossadagga!!!! Ég þarf að fara að skrópa í tvöföldum landafræði til að taka eitthvað þjóðhagfræðipróf.. skrópaði í gær. Hmm, best að spyrja bara litlu miðgarðsormana um innihald prófsins.. það klikkar aldrei! P.S. Sjí.. ég er tossi dauðans! |Dagga| 09:21 mánudagur, febrúar 03, 2003 Til hamingju gestur no. 1000. Þú komst um 14:41 í dag og ert með tengingu frá Símanum. Ubi est, amice? Merkilegur áfangi, þar sem mæling hefur aðeins átt sér stað frá áramótum. Bravó ég. Þess má geta að 10% allra heimsókna eru frá Sviss! übercool! Erlingur er að standa sig í stykkinu hérna. Kemur hingað svona þrisvar til fimm sinnum á dag. Hann sýnir undravert fordæmi og skal titlast bloggfan mitt no. 2. Til hamingju! |Dagga| 14:55 Djöfull haaaaaaaaata ég þjóðhagfræði 103. ANDSK... ! Ég var í Mál og menningu áðan og keypti mér bókina "The story of a Nobody" eftir Anton Chekov. Lofar góðu. Hlakka til að komast undan þessu námi og fara bara að lesa. Vill einhver ráða mig í vinnu sem bókalesari? Hélt ekki. Sunnudagskvöld fyrir próflestur eru ömurleg. Ætlaði út áðan að kaupa ís. Bíllinn var síðan ekki á heimilinu svo ég þurfti að vera íslaus. Hnuss. Hitti síðan þjóðhagfræðikennarann í M&M áðan. Einkunnin mun þá ekki koma henni mikið á óvart, býst ég við? Ég neita því að ég sé svín Sindri. Ég var svöng. Þeir vita það sem mig þekkja að ég er matargat. Ojbara, I know. |Dagga| 01:26 |