daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, febrúar 13, 2003 Oh well.. now I'm in Boston.. how utterly fabulous! Jaeja, eg er alveg ad fila ad vera herna. Hotelid er ekki 5 stjornu, that er alveg a hreinu og tolvurnar herna eru 2 fyrir 900 manns. Tannig ad eg get prisad mig saela ad geta bloggad. Skodunarferd um Harvard a morgun og alles! Verd ad fara nuna samt, her er brjaladur Russi ad oskra a mig og eg hraedist hann mjog. Se ykkur! |Dagga| 23:43 miðvikudagur, febrúar 12, 2003 Nú er mál að tía sig til Boston. Kemst ábyggilega í tölvu þaðan en ég efast um að ég bloggi. Kem aftur þann 17. held ég og bíður mín þá heljarinnar stærðfræðidella.. sjí.. Ég er að skrópa núna í Stærðfræði því ég gleymdi lyklunum heima og bækurnar inni í skáp.. Æ vorever. Við sjáumst! |Dagga| 10:56 þriðjudagur, febrúar 11, 2003 Jæja... Haukur heldur að ég sé óvinur katrínar.is. Það er ekki rétt. Ég les hana alltaf alltaf alltaf. Las hana meiraðsegja þegar hún var með háskóladomainið og bleiku-kassa síðuna. Hún er fínn bloggari. Ég er nú samt sjaldan sammála henni, ég meina, hún er töffari en á móti artífartíum. Og eins og alþjóð veit er ég eitt versta artí-fartí vonnabí á landinu. Katrín hatar nefnilega tvennt; verkfræðigellur á pinnahælum og artí-fartí-spútnik-lið. Ekki það að ég passi svona ægilega vel inn í spútnik rammann (do I?) en katrín.is er töffari. Við erum sennilega samt aldrei sammála um neitt.. nema hvað varðar asnalegt sjónvarpsefni. Enda er veit alþjóð að smekkur minn á sjónvarpsefni er sá eini rétti. Katrín hefur heldur ekki tamið sér neitt sérstaklega gott málfar enda er slíkt óþarfi á bloggi. Ég virkilega ÞOLI EKKI þegar bloggarar útí bæ eru að reyna að vera sneddí og tala í 3. persónu. T.d: Bloggari fór í mat til afa síns í gær. Þar var feikilega mikið um kræsingar enda er eftirlætismatur bloggara svikinn héri með uppstúf og rauðkáli. ...seinna það kvöld fór bloggari í kvikmyndahús og skemmti sér konunglega. Myndin sem varð fyrir vali bloggara var af belgísku bergi brotin .. BLA BLA BLA! Síðan taka við fleiri morgunverðarsögur af ,,bloggara" og þykist vera alveg agalega fyndinn enda óeðlilega vel að máli farinn. (eins og ekta XX-ingi sæmir!) Ef þú hins vegar ætlar að teljast til alvöru ofvitabloggara (aha.. þeir kallast það..) þá verðurðu að dissa Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkinguna a.m.k. tvisvar í mánuði því ofvitabloggari kýs helst VG. Það má hins vegar enginn með viti gagnrýna drottningu vora, nema þá helst Ármann Jakobsson, R.I.P. Hann fellur ekki inn í fyrrnefnda skilgreiningu því hann átti það til að vera fyndinn. Ofvitabloggarar eru þó stundum fyndnir þó það gerist nú ekki oft. Einnig þykir þeim smart að kenna sig við dýr. Spurning hvort maður byrji ekki með ,,Hamstrablogg" eða ,,Uglublogg"? ..nei þá er eins og ég sé Ugla Egils.. þið vitið.. leikstelpan sem semur brandarabæklinga og heldur að ESB sé hernaðarbandalag. Hvað segiði um Beltisdýrablogg? Gotta love the armadillos, maan... Er maður kannski að skjóta sjálfa sig í fótinn hérna með plebbatali? Ég veit að ég er hrokinn uppmálaður. Enda var MR í varavali. Hugsið ykkur hvernig ég hefði orðið? Ha ha haaaaaa... |Dagga| 10:46 |