daria * blogg hégómans
|
föstudagur, apríl 04, 2003 Stórfréttir! Í gær var ég stödd á opnunarkvöldi U.J. á Lifandi.is sem er ný afþreyingarsíða okkar, en sú skemmtun fór fram niðrí kosningamiðstöð. Allt í einu fréttist það um teitið að sjálfur VIGGO MORTENSEN sé staddur í Eymundsson. Áður en ég vissi af var ég rokin til ásamt Bryndísi og fleiri sprundum til að berja stjörnuna augum. Þegar á staðinn var komið var hann á bak og burt, mér til mikils ama. Hins vegar var sjálf BetaRokk í afgreiðslunni. Ó vei. Hún sagði að hann hefði ekkert verið neitt sérlega fagur, og sonur hans væri frekar ljótur drengur. Nú finnst mér samt Viggo ekkert ferlega sætur (ég tek Orlando Bloom fram yfir þann mann anytime) en hei, frægur maður á staðnum? I´m like, so there! Ég bætti mér upp skaðann mikla með því að kaupa mér eintak af Stupid white men eftir Michael Moore. Ferlega finnst mér samt leiðinlegt að hafa ekki verið búin að lesa þessa bók fyrir löngu; ég hata að vera ógeðslega mainstream. Annars minni ég enn og aftur á LIFANDI.IS. Bjóðum einnig velkomna þá ofurhressu ungliða GRJÓNA og KÁRA sem bætast inn í tenglasafn mitt. Vesgú! |Dagga| 12:20 fimmtudagur, apríl 03, 2003 Kosningabaráttan er alveg á fullu og ég var að útdeila safaríkum vínberjum í allan dag. Hins vegar litu þau heldur smánarlega út við hliðina á öllu gúddsjitt bakkelsinu sem önnur framboð voru að spreða á kjósendur. Alveg finnst okkur nóg að gera þennan líka gælsilega bækling og troða síðan vínberjum í liðið.. (Í þessu gekk Steinunn framhjá mér og bauð mér kex, nammi og grænleitan djús. Kjams.) Aftur á móti voru vínberin okkar í körfum er á var letrað: ,,Vínber á 300 milljónir! Kær kveðja, Baugur." Það vakti óneitanlega mikla lukku. Mig langar í kisu. Skyldi vera hægt að koma fyrir eins konar kisulyftu í blokkinni minni? Ég bý nú bara á fimmtu hæð.. Já svo vil ég þakka Erlingi fyrir að hafa hringt í mig í dag frá Sviss. Ég skellti nú reyndar á hann.. en hei, símtal frá úglöndum eru sérlega skemmtileg. Eins kom mér það á óvart hvað hann virkaði mjóróma í símanum. Hann verður svakalegur tenór! Eitt að lokum: Kolbeinn Óttarsson Proppé. Þú ert jarðbundinn hugsjónamaður, sem kann að skemmta sér þegar færi gefst. Taktu "Hvaða frambjóðandi Vinstri - grænna ert þú" prófið |Dagga| 14:40 þriðjudagur, apríl 01, 2003 Well, I´m back... ...og með lifrarbólgu A! Hvernig gat þetta skeð??? |Dagga| 18:21 mánudagur, mars 31, 2003 MR-Bloggvika - Dagur VII Nú er bloggvikan góða senn á enda og er undirrituð frekar ánægð með undirtektir. Ekki er þó hægt að segja að framtakið hafi fallið í ljúfa löð meðal allra enda létu nokkrir vanþóknun sína í ljós. Undarlegra er þó að þessir menn hafi talið sig eiga allan heiður af þessu framtaki. Því verður að hryggja drengina með því að þessu gríni var ekki aðeins beint að þeim (þó vissulega hafi þeir átt e-rn heiður af gleðinni) heldur eru bloggsystkini þeirra æði mörg og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Eitt er þó á hreinu að undirrituð myndi ekki nenna að gera sér það að leik að skopstæla tvo ókunnuga menn á bloggsíðu sinni í heila viku. Annað gildir þó um semi-gróf prakkarastrik að næturlagi... :) En nú er tími til að halda burt frá glamúrlífi Mikilfengleikans við Reykjavík. Gráleitt líf almúgastúlkunnnar hér í Kópavoginum verður að halda áfram sínum vanagangi. Ég hverf hér aftur til raunveruleikans og á ný fer ég að styrkja skyrframleiðslu Mjólkursamsölunnar, klæða mig í gardínur, lemstra lítil börn og reykja hass í Mararþaraborg. Nú er þó komið að kveðjustund og vill Hænan þakka Slöngunni fyrir yndislegt samstarf. Það er þó von að þessi vika hafi orðið ykkur, kæru lesendum, til umhugsunar. Tilgangur bloggsins - tja, lífsins, er sá að gleðja annað fólk. Ég efast þó um að þú finnir gleðina hér, lesandi góður. Hún er til staðar í hjörtum og nýrum okkar allra enda sagði franska leikskáldið Daguerre: ,,Ef þú ert ennþá að lesa þetta, þá ertu hetja." Hænan þakkar fyrir sig . - Gaggagó! |Dagga| 19:10 |