daria * blogg hégómans
|
laugardagur, apríl 26, 2003 Ég er svo mikill letingi að það er leitin að öðru eins. Kristinn Ármannsson, farðu til andskotans!! Annars er það af mér að segja að ég svaf yfir mig í gærmorgun og missti þar með af dimmisjón. Dauðasynd.. ég þori að veðja að ég sofi yfir mig á mínum dimminsjóndegi. Ég er nú búin að vera að pæla í dimmisjónbúningum. Í augnablikinu fyndist mér skemmtilegast að vera með ljósar fléttur í týrólafötum ásamt einum einræðisherra.. s.s. Die Hitlerjugend!! Óvei!! Lalli rektor myndi eflaust keyra mig heim á stundinni. Annað vandamál tengist dimmisjónhópi. Nú er sú staða á meðal minna skólavina að þeir eru: a)Skiptinemar, og klára einni önn á eftir. b) eldri en ég og útskrifast núna eða um jól c) Í afslappi og nenna ekki að flýta sér; klára þ.a.l. eitthvað seinna.. Það verður því heldur skrýtin stemning hjá mér á útskriftarönn. Þess vegna pæli ég enn meira í því að klára um jólin, eigandi um 20 einingar eftir... Það eru þó hverfandi líkur á því að prófin fari vel, enda orðin slúbbert. |Dagga| 18:07 fimmtudagur, apríl 24, 2003 Hjálpi mér allir heilagir... You are...Atli! You'd wish you were in a rock band, but you just can't play guitar! You hang around all day and often wish you were somewhere in the Mediterranean drinking beer. Music is the love of your life, and you have a lot of hair on your body! Fantastic! Which transgressive funker are you? brought to you by Quizilla Annars má finna mjöööög skemmtilega sögu hér! Bravó, segi ég. Bravó! |Dagga| 22:57 Jæja! Þar sem Herra Tölvumaður eyddi út öllu tónlistarsafni mínu í viðgerðinni um daginn, verð ég að taka til þess bragðs að snúa mér til ykkar, kæru vinir. Hvaða stöff á ég að fá mér? Komið endilega með uppástungur, ég er alveg að eipa á bókasafnsplötunum hérna.... Þið megið þó ekki mæla með: Írafár Andrew Lloyd Webber Celine Dion Fiona Apple.. og svo mætti lengi telja. ---------Þessu var öllu beint til Erlings. Ha ha. Annað á bannlista: Tatu Avril Lavigne Skúter Blink 182 (á alla diskana .. believe it or not.. oj) Æj sorrí krakkar, ég elska ykkur heitt þrátt fyrir tónlistarsmekk ykkar, ég bara nenni ekki að eiga þetta stöff inni á tölvu, you dig? Andrew Lloyd Webber er góður á þriðjudagsrúnti, en ekki beint lærdómstónlist! Æj komiði með uppástungur. Ég skal ekki svívirða neinn. As if! |Dagga| 02:12 þriðjudagur, apríl 22, 2003 Hmm.. þetta er nú bara nærri lagi? Your swear word is BITCH! What swear word are you? brought to you by Quizilla |Dagga| 21:47 Páskar 2003 - Málsháttur páskaeggsins: Holdið er torvelt að temja Besti málsháttur sem ég hef fengið í páskaeggi. Gleymi samt aldrei páskahátíðinni á því herrans ári 1993 þegar ég fékk málsháttinn ,,Drösullinn teymir kött og blindan knapa" Þeir hafa verið að reykja eitthvað þarna á málsháttafæribandinu.. |Dagga| 02:36 |