daria * blogg hégómans
|
laugardagur, júlí 12, 2003 Send in the clooooooowns Mamma var að kaupa sér Best of Barbra Streisand. Hún syngur hátt með. Ég held vatni, vægast sagt. Konan vildi ekki sýna mér nýja geisladiskinn þegar hún setti hann í, og því fékk ég bara að heyra innihald hans. Og nú kemur "Woman in love" í n-ta skipti... Hjálb. Ég fékk nýjasta tölublað Veru í gær. Nú er ég búin að vera áskrifandi í allnokkurn tíma og aldrei hef ég þurft að borga neitt áskriftargjald. Það útskýrir e.t.v. 45.000 króna skuld þeirra hjá UJ. Og skuld þessi er svei mér komin til ára sinna, eða síðan í haust. Stelpur, drattist til að koma þessum gíróseðlum út! Ef ykkur vantar hjálp þá skal ég glöð koma og sleikja umslög. Mér finnst þetta blaði aftur á móti stórskemmtilegt og hefur gert mig að betri manneskju. ... eða þið vitið hvað ég á við. Ekki að mig langi neitt í kynjafræði, alls ekki. Lesefni í þessu blaði er nefnilega á töluvert hærra plani en í öðrum íslenskum tímaritum (að Heima er bezt undanskildu, dúllulegasta blaði í heimi!). Nýja tölublaðið fjallar m.a. um íslenska bloggmenningu. Þar eru ýmsar bloggínur nefndar á nafn, m.a. Nanna, Katrín og að sjálfsögðu BetaRokk. Er ég sú eina sem er komin með HUNDLEIÐ á allri þessari BetuRokk umfjöllun? Það má ekki ræða um bloggun og þá er þessi skvísa nefnd á nafn? Ég var nú einusinni reglulegur lesandi hennar og Katrínar, en færði mig um set í bloggrúntinum og les aðrar vefdagbækur í dag. Katrín er að vísu skemmtileg en höfðar ekki beint til mín lengur. Maður gerir miklu meiri kröfur til bloggara nú á dögum og ég les alls ekki hvað sem er. Vel skrifuð blogg eru sjaldgæf en þó ekki vandfundin. Ég les óþægilega mikið blogg hjá fólki sem þekkir mig alls ekki neitt, en það er það ekki einmitt mysterían við svo opinbert skýrsluhald á eigin einkalífi? ...ég meika ekki Börbru, ég bara hreinlega GET ÞETTA EKKI!! |Dagga| 21:52 föstudagur, júlí 11, 2003 Ferlega skemmtó Ég var að koma úr æsispennandi púttkeppni Ungbókavarða. Þar sem við opnum ekki fyrr en kl. 11 á föstudögum gefst okkur oft aukaklukkutími í að gera ekki nokkurn skapaðan hlut. Og maður er að fá laun fyrir þetta! Nett. Helgin framundan er óráðin, en ég veit þó að ég mun standa í sölumennsku í Kolaportinu. Við yngri kórstúlkur áætlum að fjármagna Filippseyjaferð vora með þessu hætti og verða hinar fegurstu flíkur á boðstólnum ásamt alls konar glingri.Þannig að það er eins gott að ráða sig á smekkleysi íslenskrar alþýðu. Eða kannski fátækt? Vona ekki. Ef einhverjir perrar útí bæ hugsa sér gott til glóðarinnar og ætla að kaupa gömul föt af mér.. þá verð ég að valda þeim vonbrigðum. Ég hef ekki í hyggju að mikið af mínum fötum þar sem þau eru eiginlega of ljót fyrir kolaportið. Þegar ég var í Smáraskóla átti ég bara grá föt. Bara grá, bara grá.... Ég var algjör sökker fyrir Calvin Klein, Tommy Hilfiger og DKNY. Belív it or not. Fannst gardínuliðið ferlega púkó og meikaði alls ekki Spútnik. Það var á þeim tíma sem ég ætlaði í Verzló. Í svona 9. bekk var ég komin með frekar markvisst 10 ára plan í viðskiptafræðum Verzlunarskólans og vildi vinna á Wall Street. Það var eitthvað við marmara og skólagjöld sem heillaði. Mér var líka sagt að í MH væru aðeins lúsugir strákar með gyllinæð og hor, á meðan Verzlunarskólinn hefði að geyma fríska unga menn með metnað. Já.... En hvernig er ég í dag? Hah... það er kannski ekki mikill munur á því að ætla í lögfræði eða viðskiptafræði... en samt. Ég ætla að verða "lögfræðingur litla mannsins". Flytjast til Kuala Lumpur og verða útsendari Amnesty International. Mannréttindalögfræði er nefnilega alveg heví heillandi viðfangsefni. Svo náttúrulega London/Brussel sko.... Blár fáni með gulllnum stjörnum er það sem koma skal, börnin góð. Svo Daggan fái nú vinnu í Brussel, þaggi? Fleiri Afmælisgjafir: *Diesel Green Ilmvatnið *Ársáskrift að Lifandi Vísindum *Baywatch Sundbol *Bleikan Snúð *Gúmmískó í st. 35 og1/2. (Helst Appó!) |Dagga| 12:27 fimmtudagur, júlí 10, 2003 Oj helvítisdjöfulsins! Ég þarf að borga fjögurþúsundkjell fyrir bólusetningu! Bleurgh. Ég er búin að vera að pæla í fleiri afmælisgjöfum: *Fjögur þúsund krónur. *Do-it-Yourself-Home-Vaccination-Kit *Gamlar konur sem vilja kaupa skæri eða kaffi. *Leikhúsmiða í London. Ásamt flugmiðum með IcelandExpress (Bruce Dickinson VERÐUR að fljúga!!) Hver vill skella sér memm? *Hydroxycut *Erótískt Nudd *Eitthvað dýrt og flott *KÆRLEIKA, ÁSTÚÐ, GÆFU OG FEGURÐ. Og peninga. Ég er ferlega leið yfir dauða írönsku síamstvíburanna. Mín versta martröð (á eftir því að missa hárblásara ofaní baðvatnið mitt) er að vakna sem síamstvíburi. Annað eins hefur nú gerst! Ef þær hefðu lifað þetta af væru þær náttúrulega þjóðhetjur í Íran um þessar mundir. Innan fárra ára yrði hafist handa við gerð sjónvarpsmyndarinnar á HBO. Mary-Kate og Ashley Olsen færu að sjálfsögðu með aðalhlutverk. Svo myndu allir vinna Golden Globe og læti... ji. En þær eru horfnar á eilífðarbraut. Og leika sér aðskildar á himnum. (Nei djók, þar sem þær voru múslimar brenna þær í víti. John Ashcroft segir það allavega!) Ég get síðan einfaldlega ekki beðið eftir nýju plötunni hennar Leoncie. Meistaraverkið kallast víst Radio Rapist. Tú kúl! Mig langar líka alveg svakalega til þess að senda henni þetta bréf: My dearest, coolest, prettiest Leoncie. If you happen to read this, I must tell you how I regret how things turned out in February 2002 on Grand Hótel. I was so pleased to see you, and I knew all your songs by heart. You were absolutely gorgeous on that very evening; your presence filled our lonesome hearts with joy and laughter. However, this son-of-a-gun "security-guard" from &%$%Kvennaskólinn harrassed me in a certain way so it was crucial (for my own sexual-safety) to bite him severely. He needed a band-aid, to say the least. Thus, I was thrown out of my very own Árshátíð. Therefore, I was wondering whether you would be able to play me a little birthday-song on the 14th of July, you glorious Indian-GODDESS you! You surely would fulfill this discreet dream of mine. Elseways, I would possibly slaughter your dog, burn your wigs and bite your husband, Viktor. Yours truly, Dagga Haldiði að hún kaupi þetta? Ég vona það. En þessi árshátíð endaði frekar illa. Ég lenti s.s. í því að þurfa að bíta gæslumann sviðsins sökum óviðeigandi þukls og gíslingar af hans hálfu. Þetta var mín eina von! Hendur mínar voru læstar af hans völdum; hann var frekar sterkur og miskunnarlaus ....ég er ekkert að grínast með þetta! :D Og að sjálfsögðu var mér hent út í drullupoll (í alvöru) og ég missti af tónleikunum. Rats. Olga leikfimiskennari og Lalli Rektor komu mér síðan til bjargar og héldu að ég væri sjúklega ofurölvi. Og ekki í síðasta sinn.... En ég var að sjálfsögðu allsgáð! Versta árshátíð ever! Músík: Dave Brubeck Lesefni: The Autograph Man - Zadie Smith (eða ég reyni að byrja á henni....) |Dagga| 02:16 mánudagur, júlí 07, 2003 Nú er rúm vika í afmæli mitt og tel ég því viðeigandi að birta hér óskalista. Lesendur verða að fylgjast reglulega með í viku þessari þar sem nýjar óskir munu birtast í hverri færslu. Hér birtist því fyrsti liður FÆÐINGARDAGSÓSKALISTANS 2003: *Músík. Mér er alveg sama hvað það er. Nema hljómdiskurinn tengust hugtökum á borð við Á móti sól, Beyoncé Knowles, Missy Elliot eða Páli Rósinkrans. Ég treysti smekk flestra ..... Já, fyrir utan kannski Erlings og Völu, þau mega gefa mér eitthvað annað en músík. Elska ykkur alveg samt, sko! *Eitthvað sniðugt eldhúss-gadget, eins og t.d. pastavél eða ísvél! Eða ljósbleikan SMEG-ísskáp! ohh.... *Rússneskan eða jiddískan lingúafón. Plús orðabók, að sjálfsögðu. Meira á morgun. Helgin var ágæt. Ég upplifði skemmtilega kokkteilatilraun með Viggu og Önnu Té á föstudagskvöldið þar sem við sulluðum saman hinn gómsæta kokkteil Bahama-mama. Þ.e.a.s. Baileys+bananalíkjör m/ klaka. Namminamm. Vigga hafði fjárfest í forláta hristara þannig að við vorum nokkuð góðar á því. Þess má hinsvegar geta að þessi kokkteill er í 1. sæti yfir plebbakokkteila dauðans í Hipstera-handbókinni. Fokkit. (Þar þykir klént að nota hárblásara.... þokkalega skrifað af karlmanni. ) Fór síðan með Viggu á Glaumbarinn sívinsæla en endaði eins og svo oft oft áður á Ölstofunni. Í gættinni bauð dyravörðurinn mig hjartanlega velkomna á ný. Nokkuð gott, er greinilega búin að gera mig heimakæra þarna. Á laugardeginum fór ég með Viggu í kveðjupartí til Siggu Té sem er að fara að skiptinemast innan tíðar. Þar var busamenning við völd og mikið drukkið af Passoa, sýndist mér. Nough said. Þar sá ég Önnu litlu Finnboga sem var ekki allsgáð en í fílíng góðum. Teitið var samt undursamlegt að því leyti að þar fékk ég skólablað MH-inga, BENEVENTUM, í hendurnar. Frekar gott, því blaðið er ógeeeeeeðslega flott. Ég á bara ekki eitt aukatekið orð! Það kemur mér hins vegar á óvart hvað bloggið mitt er víðlesið meðal MH-inga. Þrír hafa gefið sig á tal við mig og tjáð vonbrigði sín yfir að hafa ekki náð inn á eiginmannalistann. Í síðasta sinn, ég hafði enga Íslendinga inni á listanum! En hver veit, kannski að ég geri einhverja Íslendingaúttekt. Eða ekki. Ég ætla líka að bæta inn linkum: *Hákon og Steinunn Skjenstad eru þessa dagana í Noregi að skúra gólf. Þau blogga líka hérna! *Jakob Ómarsson fær link fyrir að hrósa blogginu. Svona er ég nú cheap. Jájá. *Ég ætla líka að linka á Helgu, Huldu og Höllu. Vegna þess að þær eru MH-nágrannar og kórfélagi - frekar nettar! Gjössovel. |Dagga| 01:11 |