daria * blogg hégómans
|
laugardagur, ágúst 02, 2003 GG þegar ég er full Jámm. Heví fínt aksjónarípartí. Sandra týndi lyklunum. b fimmtudagur, júlí 31, 2003 Humm Hér rétt í þessu var kona að spyrja um salernisaðstöðu BóKó og ég vísaði henni á skálarnar. Þegar hún sneri aftur kvaddi hún mig með ,,Takk fyrir, kærlega". Ég sagði þá: ,,Takk kærlega, sömuleiðis. " Var það viðeigandi? Veit ekki alveg.... |Dagga| 14:35 miðvikudagur, júlí 30, 2003 Geinardagur.... Eins og ætíð þegar ég á grein á hinu stórmerkilega vefriti Pólitík.is vil ég biðja alþjóð um að lesa orð sannleikans HÉRNA. Þessi grein verður ekki eins beitt og síðustu tvær, því þá færi ég smátt og smátt að skapa mér einhverskonar orðstír. Ég þyrfti þá að uppfylla einhvern gæðastandard og því nenni ég ekki. Ef ég fæ smátilvitnun í Sandkornum DV verð ég sátt. Vonum bara að framkvæmdastjórnin kalli ekki út á skyndiályktunarfund eins og síðast.... Annars er þetta hér eitt það fyndnasta sem ég hef rekist á í netsörfi og þá er nú mikið sagt. Ég vorkenni elsku kallinum alveg fáránlega mikið.. aumkunarverðari maður fyrirfinnst varla. Ég verð nú ekki vitni að þessum blessaða Brekkusöng, enda hef ég aldrei til Eyja komið og ætla ekki að bæta úr því í ár. Miklu frekar vil ég njóta frídaganna innanbæjar í faðmi ástvina og rústa heimilinu þar sem ég verð ,,alein" heima (Steinunni er hægt að læsa inni í herbergi). Spurning um að halda Aksjónarípartí? Hver er geim? |Dagga| 09:48 þriðjudagur, júlí 29, 2003 Játing #31.5 Ég þoli ekki Nigellu Lawson. Já, þetta meina ég, þó maður sé alger sökker fyrir matreiðsluþáttum. Konan fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér. Ekki einungis er hún óstjórnlega væmin heldur er hún gersamlega laus við allt látleysi... æj ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að koma þessu frá mér án þess að virðast afbrýðissöm. Ég ætla nefnilega ekki að gera lítið úr hennar matreiðsluhæfileikum og ég myndi ekki slá hendinni við hennar eldamennsku. Aftur á móti er mér skemmt þegar hún ráðleggur breskum húsmæðrum að elda skinku úr kóki (já ókei ég veit að það er gott..) og djúpsteikja banana-hnetusmjörssamlokur. Að ekki sé minnst á nýjustu bókina ..Létt og Freistandi." Freistandi? Jámm.. kannski bara. En létt? Onei. Hjá henni er ekkert án sósu eða smjörklumpa. Í alvöru!! Það sem þó angar mig mest eru þessir óþolandi væmnistaktar út í gegn. "How to be a domestic goddess....." eða "There is no dessert more scrumptious than MY Semi-Freddo..." blahblahahahha.... Og svo bætir hún hunangi eða kóríander við allt?! Nei, krakkar mínir. Ég held mig við Jamie og blæs á alla Nigellutakta því hún er EKKI töffari. Og hvað er líka málið með myndatökuna í þáttunum? Ég er ætla að hætta nöldri.. núna. Örlagarík Heimsókn Í gær skrapp ég í heimsókn í Hafnarfjörð. E.t.v. kannast fæstir við gestgjafana en þau eru góðvinafólk hans Hjalta, sem nokkrir ættu eflaust að kannast við :). Þessi hjón, Ásdís og Hallur, gegndu einmitt líka gestgjafahlutverki á Laugarvatni í síðustu viku. Nóg um það... en veitingar voru ekki af verra tagi. Þau komu fram með vatnskönnu og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ég er nefnilega þambari dauðans. (Nema þegar kemur að einhverskonar bruggi...) Síðan réttu þau mér aðra fulla vatnsflösku með skringilegum kristöllum á botninum. Nú varð ég smeyk. Ekki aðeins var flaskan á hebresku, heldur var þetta vatn úr Dauðahafinu sem Ásdís Húsmóðir hafði nælt sér í á kórferðalagi með Hamrahlíðarkórnum. Mér varð ekki um sel. Þau sögðu mér að stinga puttanum í og fá mér dropa á tunguna, sem og ég gerði. Ég sló persónulegt met í vatnsþambi á eftir. Þetta var þó mikil lífsreynsla og ætla að sjálfsögðu að þakka fyrir mig með Tengli á Hall Húsbónda (a.k.a. ,,Showmaðurinn") sem á voða flotta síðu. Vesgú! Að lokum.. ..vil ég heiðra minningu Bob Hope sam drapst (loksins) í gær, 100 ára að aldri. Nei ég mun sennilega ekkert minnast hans sérstaklega... |Dagga| 10:02 mánudagur, júlí 28, 2003 Merkilegur andskoti.... Mig langar til að vera með í þessu batteríi. Búin að sækja um svona þrisvar sinnum en aldrei fæ ég neinn póst frá þessu liði. Hrmpf. Ég er uppfylli greinilega ekki þann gæðastandard sem viðgengst í hinum íslenska bloggheimi.. Helgin fór í allt og ekki neitt. Kíkti í bæinn bæði kvöldið.. með hinum og þessum... mjög gaman. Hins vegar vil ég mótmæla harðlega þeirri afspyrnulélegu þróun sem hefur átt sér stað í tónleikamenningu íslenskrar alþýðu. Á laugardagskvöldið ætlaði ég ásamt góðu fólki að fara á Schplitkatz (öhm?) og hafði tilhlökkun verið mikil. Tónleikastaðurinn Kaffi Kúltúre var troðfullur af miðaldra fólki og það fannst okkur frekar furðulegt. Þangað til að við vorum rukkaðar um HEILAN BRYNJÓLF í aðgangseyri. Ungir, fátækir námsmenn hafa ekki ráð á slíkum fjárútlátum og því var stefnan tekin á Dillon með gúdsjitt pípúl. Þar fengum við okkur stóran bjór og skot fyrir Brynjólfinn sem annars hefði farið í vasa Alþjóðahússins. Þó blessaður faðir minn vinni þarna á efri hæðinni er ég ekki tilbúin til að láta undan slíku okri. Nauts. Að lokum vil ég biðjast afsökunar á bloggleti minni. Það er bara búið að vera óvenjulega mikið að gera síðustu daga.......... öhm. Blogga meira seinna. BLESS. |Dagga| 02:12 |