daria * blogg hégómans
|
föstudagur, nóvember 28, 2003 Gavöð! Ég á ekki eitt aukatekið orð. Og treilerinn? IIII! Hvílík svívirðing á einu bókmenntaverki! Hinsvegar hlakka ég ferlega til að sjá LoveActually. Svona skemmtilegur smásagnasveigur, alveg mér að skapi. Síðan lítur allt út fyrir að það verði hörkupartí eftir prófin. Mig mun allavega ekki skorta veigar. |Dagga| 16:36 miðvikudagur, nóvember 26, 2003 Morgunverðarsögur Döggu Í gærkvöldi vakti ég aðeins lengur og horfði á meira Pride & Prejudice. Ég er alltaf jafn spennt yfir því hvort Darcy Og Lizzy nái saman, og svo þegar það gerist getur ekkert aftrað góða skapinu, í a.m.k. 5 mínútur. Sofna síðan sæl og dreymi mig í hlutverki breskrar hefðarmeyjar. Ó sú vellíðan. Ég ætla að starta allsherjar veðmáli. Ef ég næ Stærðfræði 313 á þriðjudaginn nk. þá ætla ég að bjóða þáttakendum veðmálsins upp á bjór. Ef ég hinsvegar fell á prófinu skulu hinir sömu kaupa handa mér bjór. Þarf kannski ekki endilega að vera bjór, það getur verið snúður, skór, sjampó, tími hjá spákonu eða hvað sem er. Þá er þetta svona win-win situasjón, skiljiði? Ég veit að Ragna Brím er t.d. búin að veðja Nokia gúmmístígvélum upp á fall mitt. Mikið djöfull er erfitt að læra. Á að vera í heimildasöfnun fyrir Romeo&Juliet ritgerð sem verður á föstudaginn. En hvað er ég að gera? Jú, ég er að blogga, skoða blogg og hlusta á Víðihlíðarútgáfu Ununar. Ekki alveg það sem ég ætlaði að gera. Ég m.a.s. notaði tækifærið og stalst inn í tóma stofu 17b en þar er friðurinn enginn. Ég heyri bara óp frá Guðlaugu íslenskukennara að skamma nemendur sína í ÍSL103, því það hafði greinilega alveg farið fram hjá þeim að það ætti að skila ritverkefnamöppu í lok annar. Eitthvað rámar mig nú í það að hafa gleymt þessari sömu verkefnamöppu í denn tíð.. |Dagga| 10:52 mánudagur, nóvember 24, 2003 Fallin í leikfimi? Vona ekki. Svaf yfir mig því ég var andvaka til hálf-þrjú í nótt horfandi á Pride & Prejudice... ó hvílíkir þættir. Ég er nefnilega með svokallaða Austen-dellu dauðans. Mamma er alveg eins og var að koma frá London, þar sem hún keypti þættina á DVD og það var ekki aftur snúið. Ég eeelska Mr. Darcy og fer ekkert leynt með það. Annars var helgin skítsæmileg. Föstudagskvöldið var súrt og ég fer ekkert mikið út í það en Erlingur og Baldvin voru skemmtilegt kompaní í aksjónarí. Flestir aðrir gestir höguðu sér skikkanlega. Síðan var kórpartí á laugardeginum og ég fékk óblíðar móttökur frá stelpunum sökum þess að ég gat ekki mætt í fyrirpartíið á síðustu stundu. Bleh. Skammist ykkar. Djö þetta átti að vera skemmtilegra blogg en ég er svo svöng að ég er að farast....... :O |Dagga| 12:43 |