daria * blogg hégómans
|
laugardagur, desember 13, 2003 Vestubærinn og aumingja Keikó! Hann er dáinn. Dáinn. Aldrei fór ég að skoða hann í Eyjum þegar hann bjó þar, og sé ekki eftir. Ég mun samt samt sakna hans. Not. En nú er ég loks búin í prófum og frekar ánægð með mig, ef satt skal segja. Það verður þó allt saman að koma í ljós... Aftur á móti var ég að keyra um í vesturbænum um daginn og svei mér þá, ég rataði í KR heimilið. Aldrei hef ég ratað neitt sem er vestur af Þjóðarbókhlöðunni. Seltjarnarnes? ar jú kidding mí? Allavega, þá hef ég alltaf haft vanþóknun á þessum vesturenda borgarinnar. Hagaskóladekurbollur, KR, rok, skjól, síður, KR, Sjálfstæðisflokkurinn og náttúrulega MR. En hugur minn hefur tekið aðra stefnu og ég kann vel við að sjá litlu bræður mína í hvítröndóttum búningum. Já, að ekki sé minnst á Melabúðina. Ég hélt að smáverslanir ilmandi af grilluðum kjúklingi væru útdauðar. Westside! En eitt þarf ég þó að játa. Ég hef aldrei á minni stuttu ævi í Vesturbæjarlaugina komið. Þannig að ég þekki ekki þetta helvítis gufubað.... |Dagga| 16:58 mánudagur, desember 08, 2003 Er þetta leiðinlegasta blogg í heimi? Ef ég held bloggleti áfram, já. Annars bið ég forláts og velvirðingar á bloggrúntsspjöllum ýmissa aðdáenda og vina. Próflesturinn er að fara með mig (jájájá slæm afsökun) og NÁT 133 á hug minn allan. Já ég veit, aumingjaáfangi. Síðan er neskaffiritgerð um Salman Rudshdie og já.. ætli ég verði ekki laus úr viðjum lærdóms um helgina ef allt gengur vel. Ég er þó ekki í mikilli fallhættu ef ég á að segja eins og er. En þá er bara að koma sér að verki, aðeins einn dagur til stefnu! Já meðan ég man, ég á eftir að bæta við linkum... engar áhyggjur, ég gleymi ekki velunnurum mínum. Deltageislunin biður að heilsa ykkur -í bili. |Dagga| 09:26 |