daria * blogg hégómans
|
laugardagur, desember 27, 2003 **JÓLAGETRAUN DÖGGU 2003** Hó hó hó og gleðilegt átfest! Ég vona að þið hafið getað notið jólafrísins og um leið biðst ég innilega afsökunar á bloggleti. Þetta framferði er vissulega ekki til fyrirmyndar. Jólagjafir voru af bestu sort og þakka ég Urban Outfitters/Mömmu og Stínu frænku sérstaklega fyrir afspyrnu fallegar spjarir. Ég gaf líka margar fagrar gjafir, en ein gjöf stendur þó upp úr. Það er gjöfin til ykkar, kæru lesendur. Jólagetraunin gengur út á það að samræma bloggsíður við textabrot. 15 bloggarar útí bæ koma til greina en textabrotin eru 10 talsins. Hver setning á að líkjast bloggstíl viðkomandi bloggara og efnistökum. Bloggarar geta verið úr tenglasafni mínu, en svo þarf ekki endilega að vera. Efnistök mín eru mjög almenn en textabrotin eiga ekki endilega að hafa birst orðrétt á síðum bloggara. Hér kemur lýsandi dæmi fyrir getraunina: Dæmi: Texti: Kjúklingurinn fór yfir götuna og ældi. Bloggari: Ugla Egilsdóttir - http://mikkelina.blogspot.com Flestir yfir meðalgreind ættu að fatta þetta. Bíðum ekki mikið lengur, hér koma herlegheitin! **TEXTABROT** 1. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna. Þar sem kjúklingur þessi er ættaður úr Vesturbænum tók hann sig til og lamdi kjúklingana úr Kópavogi og Árbænum. Gó Kjúklingur! 2. Fokkin kjúklingurinn fokkin labbaði ifir FOKKING götunna! 3. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og keypti sér Alien safnið á DVD og nýja Írafár diskinn. Hamingjusamur kjúklingur! 4. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og fékk 10 í stærðfræði, 8 í efnafræði, 8 í Íslensku og alveg fáránlega gott í öllu hinu. Svo fór hann á skrall og drakk sig fullan. 5. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna eftir að ég hafði fyllt hann með smávegis af timiani og appelsínum. Ætti maður kannski að sneiða hann niður í pítu? 6. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og velti fyrir sér fasabreytingum og hjálpaði öllum í efnaræði. Það þótti honum skemmtilegt. 7. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og dáðist að umferðarmerkjunum. Síðan birti hann myndir af þeim á blogginu sínu. 8. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna. Kærastan mín er svaka gella. 9. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og löðrungaði Ljenzherrann. 10. Kjúklingurinn labbaði yfir götuna og fordæmdi alla þá letingja sem hafa útlenskar konur í þrælkunarvinnu. Áfram kjúklingur! **BLOGGARAR** a. ErLingur - http://lingur.blogspot.com b. Nanna Meistarakokkur - http://nannar.blogspot.com c. Sandra Sandkastali - http://sandkastalinn.blogspot.com d. Sindri Herkúles - http://doktorsindri.blogspot.com e. Ormurinn Sverrir - http://sverrirg.blogspot.com f. Steini Ofursvali - http://haltukjafti.blogspot.com g. Atli Bollason - http://bollason.blogspot.com h. Ragnar Nói Söndrubróðir - http://ragnarnoi.blogspot.com i. Skúli rauði - www.skulisig.com j. Þórdís - http://thordis.blogspot.com k. Stelpurnar í París - http://thettaeralveg.blogspot.com l. - Anna Tryggva - http://stulka.blogspot.com m. Halldóra - http://hahahalldora.blogspot.com n. Steinar Wang - www.kinverskamafian.tk o. Ljensherrann - http://kaffisterkt.blogspot.com Svör skulu sendast á veffangið dagga_h@hotmail.com eða í síma 6958414. EKKI Í KOMMENTAKERFI, TAKK! Þá gerið þið ykkur sjálfum og fleirum mikinn óleik! Gangi ykkur bara vel! |Dagga| 14:46 |