daria * blogg hégómans
|
föstudagur, mars 12, 2004 Ljóðlist púnktur kom. Í miðju Morgunblaðins má finna hippogkúl blað sem kallast „Fólkið“. Þar er á blaðsíðu 12 viðtal við litla stúlku sem er í MH. Af myndinni að dæma er alltaf öskudagur hjá henni. Enívei. Hún titlar sig sem ljóðskáld og má það vel vera. En merkilegt nokk þykir mér að hún skuli hafa vakið hrifningu blaðamanns á því að hafa fengið boð um að taka þátt í ljóðaráðstefnu ruslbandalagsins Poetry.com Ég efast ekki um að allflestir Kazaa notendur hafi rekist á bannerinn sem bauð manni 1000 bandaríkjadali í verðlaun fyrir gott ljóð. Og viti menn - Dagbjört Hákonardóttir beit á agnið og ákvað að semja eitt slíkt. Kvæði mitt var einkar skemmtilegt og fallegt, og bar nafnið "Roses". Það var hinsvegar frekar mikill leirburður, en sama var mér, mig langaði í 1000 dollara. Skömmu síðar fékk ég tölvupóst þess efnis að ég væri komin í undanúrslit. Í eitt augnablik fylltist sál mín græðgi og stolti, sannfærð um að ég myndi vinna glæstan verðlaunabikar. Mér var boðið á ljóðaráðstefnu í Washington D.C. (Accomodation NOT included!!!) og síðast en ekki síst - boðin blaðsíða í ljóðabókinni "Songs for the Soul", en að sjálfsögðu þurfti ég að borga bókina til þess að verða þeirrar lukku aðnjótandi. Augljóslega eru þessi ljóðasamtök hið mesta skrum. En þrátt fyrir að hafa fallið fyrir vitleysunni í nokkrar mínútur, skil ég ekki þessa públiseringu sem aðrir eru að fá. Unga MH-stúlkan er ekki sú eina sem hefur hlotið athygli fjölmiðla fyrir glæstan árangur í keppni sem þessari, ónei. Fyrir ekki alls löngu var nokkurra mínútna frétt í fréttatíma Stöðvar tvö sem fjallaði einnig um sigurför skáldkonu úr Fossvoginum. Ljóð hennar bar nafnið "Angel´s song" og var ööömurlegt. Oj. Hún hafði náð jafn-langt í þessari keppni og við öskudagsstúlkan, en ef ég man rétt þá fór hún á þessa andskotans ráðstefnu. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um það hversu vitlaus fólk getur orðið. En Poetry.com? Helvítis rugl, þó ég mæli sannarlega með "SEPTEMBER 11th DEDICATION POEMS" dálknum Hohoho. |Dagga| 17:31 fimmtudagur, mars 11, 2004 Ég ætla að sofa pííínulítið lengur... Svefnnautur minn reif mig upp klukkan 10 í morgun, mér til mikillar óhamingju og erfiðis. Hann vildi víst eitthvað borða morgunmat með mér, en á því mómenti hafði mig dreymt skemmtilegasta draum allra tíma: a) Ég var á leiðinni til Argentínu á fyllerí. Þá varð ég að stela píkubjórum heima hjá ónefndri kunningjakonu minni. b) Ég var stödd í Landsbanka Íslands þar sem gjaldkeri sagði mér að ég ætti 51.000 krónur í talhólfinu. Eðlilega langaði mig að sofa lengur. En ég hef samt engan sérstakan áhuga á að fara til Argentínu. En djöfull vil ég eiga 51.000 krónur inni á talhólfinu mínu. Og mig vantar vinnu í sumar. Snökt. |Dagga| 11:10 |