daria * blogg hégómans
|
föstudagur, apríl 16, 2004 Kennari veikur í fyrsta tíma Og eyða beint á eftir, á föstudagsmorgni. Hvæs. Og ekki mun njóta hvíldar um helgina. Egilsstaðir here I come je beibí je. Annars er Alanis Morissette alltaf jafn sæt. |Dagga| 12:57 fimmtudagur, apríl 15, 2004 Fín. Nú er ég komin með fínan topp. Svipar dálítið til þeirra tíma er ég var á skóladagheimilinu Greniborg. Það voru góðir tímar. Ég hafna hinsvegar öllum ásökunum um að vera eltandi einhverja hártísku með þessum aðgerðum, enda var ég alltaf með topp í þá gömlu góðu. Þegar ég fór síðan að safna hári, byrjuðu allir að klippa á sig topp. Feis! Á Á ÁI. Á maður að fjarlægja linsurnar úr sér þegar maður fær þurrk og sviða í augun? En ef það er búið að vera svoleiðis í marga daga? Nenni ekki að vera með gleraugun, reyni að leiða þjáningarnar hjá mér. |Dagga| 13:38 miðvikudagur, apríl 14, 2004 Örvænting Að bíða eftir mikilvægu símtali er ekki góð skemmtun. Í hvert skipti er sími minn hringir hendist ég til að svara, en venjulega er móðir vor á línunni ólm í að kenna oss að steikja hamborgarhrygg. Af gefnu tilefni vil ég þá biðja fólk um að hringja helst ekki í mig í dag og á morgun. Ég er sko enginn rasisti. Af almennum mannréttindum er það að frétta, að allir verða rita nafn og kennitölu á ÞENNAN lista. Ekki rugla honum saman við ÞENNAN lista, því sá er einn þvættingur og heilagrautur. Ég er e.t.v. hrokafull, en ég get ekki tekið mikið mark á fólki sem er kann hvorki að stafsetja eða mynda heilsteyptar setningar í „alvörugefnum“ áróðri. Að útlendingum undanskildum, kannski. |Dagga| 11:33 |