daria * blogg hégómans
|
laugardagur, maí 29, 2004 Árbók Ég fékk árbók MH-inga í hendurnar í gær. Hún er blá að lit, bundin inn í kartonpappa og kostaði heilar 4500 krónur. Það er sosum ásættanlegt verð fyrir árbók útskrftaraðals en öllu má nú ofgera. Bókin var nefnileha ekki 4500 króna virði, langt því frá. Ég verð að segja að hún olli mér stórkostlegum vonbrigðum. Fyrir það fyrsta voru sumir teiknararnir alveg skelfilegir. Ég var reyndar mjög heppin því hún Steinunn Marta tók mig og nokkra aðra að sér en þær myndir heppnuðust flestar afspyrnu vel. Alls voru teiknarar fimm, held ég, og 2-3 nokkuð lunknir og prófessjonal, en tveir þeirra voru algjör hörmung. Um 10 myndir eru rissaðar með svörtum tússlit og eru vægast sagt ljótar. Ekki huggaði það mig þegar ég sá Fánu MR-inganna í gær. Er til of mikils mælst að maður vilji eiga fallega mynd af sjálfum sér í árbók? Já, ég tek þetta nærri mér vegna þess að mér finnst þetta ábyrgarlaust af hálfu ritstjórnar. Það skiptir ekki máli hvenær bókin kemur út, hún á að vera flott! Ég er viss um að ritstjórnin er búin að vinna hörðum höndum að útgáfunni, en er þetta ekki lykilatriði? Nefndin kom bara alltof seint saman, that´s what it is. Spurning um að gera þetta bara allt aftur í samvinnu við næsta árgang? Ekki slæm hugmynd, finnst mér. Stundum vildi ég óska þess að ég hefði farið í bekkjakerfisskóla. |Dagga| 15:04 föstudagur, maí 28, 2004 Rauður og gulur og appó Mér finnst komið alveg nóg, í bili allavega. |Dagga| 15:57 fimmtudagur, maí 27, 2004 Ó ó ó Bjargið okkur frá glötun! Kjósið okkur hér! (Til hægri, ofarlega) |Dagga| 18:31 Ég er syfjuð Óskaplega langar mig nú í góðan kaffibolla. Kaffibindindið gengur só só. Annars er ég að fara á Harry Potter kl.13:00 á eftir. Einkasjóv. Múha. |Dagga| 11:15 miðvikudagur, maí 26, 2004 Amstur Ætlaði í bíó í gær með ástmanninum á Tróju, en hætti við sökum streitu og tímaleysis. Þurfti nefnilega að skrifa „grein“ fyrir morgundaginn. Maður hatar ekki topp-tíu listana. Í staðinn horfðum við á Family Guy á DVD, og skemmtum okkur töluvert betur en hefðum við annars gert á Tróju. Ekki að ég sé að finna upp hjólið, svosem. Hinsvegar hefði mig nú langað á Pixies, en fyrrnefnd grein og peningaskortur komu í veg fyrir það. Sem er náttúrulega synd, því ef puttar og lófar væru aaaðeins stærri og vænghaf umfangsmeira, væri ég eflaust besti kvenbassaleikari í heimi á eftir Gyðjunni sjálfri, Kim Deal. Vinnan mín er komin á fullt skrið og gengur skítsæmilega. Rétt upp hönd sem fær borgað fyrir að borða ís! (**Réttir upp hönd**) |Dagga| 11:12 mánudagur, maí 24, 2004 Helvítis Orka Á fyrsta formlega vinnudeginum tókst mér að dæla bensíni yfir mig alla. Nú forðast ég reykingafólk eins og heitan eldin. Hoho. Annars var laugardagurinn algert yndi. Fólk kom í veislu og söng, borðaði og kyssti mig á kinn. Ótrúlega er gaman þegar þorri alls fólks sem er manni kært kemur saman og syngur og er glatt... nú fer ég aftur að væla. Annars er ég búin að bíða eftir þessum degi eins og lítið barn hlakkar til jóla, og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Ég held að ég vilji útskrifast aftur í næstu viku. Um kvöldið var ég síðan á Kúltúr fram eftir kvöldi, og snæddi þar Sacher-tertu í kvöldverð þar sem veislugestum tókst að borða allt tapasið frá mér. Það var samt allt í lagi og góður félagsskapur bætti upp svengdina. Sumir fóru allgeyst í bjórnum, en það verður ekki til umtals hér. Annars vonast ég til þess að birtast í septemberhefti bandaríska tómstundatímaritsins Travel and Leisure. Þeim fannst stúdentshúfan mín svo fín. |Dagga| 19:36 |