daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, júlí 15, 2004 Ég er farin frá þér Stanslaus vinnudagur framundan, verð e.t.v. ekki búin fyrren í nótt og held þá til Kastrupflugvallar. Það verður meira en mikið stuð. Kannski maður komist í tölvu úti, og þá er aldrei að vita hvort ég hafi fyrir því að blogga. Sný aftur til Ísalandsins þann 27. júlí nk. Þangað til.... Bless kex, og ekkert stress! |Dagga| 11:26 miðvikudagur, júlí 14, 2004 Afmæli Mín orðin tvítug. Efast um að ég verði innt eftir skilríkjum í Ríkinu, enda hef ég svo til komist klakklaust í gegnum afgreiðslufólkið í tvö ár. Það er næstum eitthvað dálítið sorglegt við að vera orðin tvítug, vitandi til þess að það verður aldrei aftur gaman að eiga afmæli. Ég fann eina hrukku áðan og er komin með gigt í litla fingur. Tek við heillaóskum í formi símskeyta. Pant fá annaðhvort Digraneskirkju eða Sveppa og Audda. |Dagga| 09:36 þriðjudagur, júlí 13, 2004 Skidegodt Farin að æfa mig á eitt-sinn-undurfögrum dönskum framburði mínum. Það gengur svona upp og ofan en mig dreymdi hinsvegar á dönsku í nótt. Það var ekki svo leiðinlegt, enda var ég að kaupa mér pulsu. Þegar ég ætlaði að taka fyrsta bitann var ég vakin af móður minni sem var á leiðinni á Leifsstöð ásamt yngri systur minni enda þær á leið til Lundúna. Ég verð farin til DK/Prag áður en þær koma aftur þannig að ég sé þær ekkert fyrren 27. júlí. Hm. Sumarið er að verða búið og það byrjaði í gær! Mér finnst þetta vera hneyksli. Annars var ég að pæla í að halda lítilsháttar kökuboð annað kvöld þar sem móðir mín hafði bakað handa mér franska afmælissúkkulaðiköku. Get engan vegin torgað henni ein. Síðan er ég að fara að döbba sjálfa mig eftir fimm mínútur. Já, þið lásuð rétt. Þessir hljóðnemar geta stundum verið algjörar druslur. |Dagga| 15:55 mánudagur, júlí 12, 2004 Ó sjitt... Þetta er alveg ferlega fyndið. Ég er að hugsa um að kaupa einn happdrættismiða. Ég byrjaði að pakka í gær. Ég á bara eftir að þvo eina vél í viðbót, taka til dót í mitt undurfagra Bjútíbox sem ég fékk í snemmbúna afmælisgjöf frá Stínu og Kára. Ég efast ekki um að sumir eigi eftir verða grænar af öfund, enda er um að ræða marglitt Urban Outfitters bjútíbox, sérstaklega hannað til að ferðast með í flugvél. Æ looov it. 4 dagar til stefnu..... |Dagga| 14:02 |