daria * blogg hégómans
|
föstudagur, júlí 30, 2004 Dugleysi í mér, ég veit. Það er svo óskaplega gott að koma heim til sín. Sérstaklega þegar maður er undir engri pressu sem tengist því að flýja höfuðborgarsvæðið í eitthvað helvítis drullusvað. Þess í stað verður hangið heima, drukkið smá danskt öl og babybel-ostur borðaður. Það skemmir ekki fyrir að móðurskipið hyggst fara í sumarbústað. En, ætli ég þurfi ekki að vinna eins og kálfur. Ekki að ég hafi hugmynd um hvort kálfar vinni mikið yfir höfuð... sennilega ekki. Aftur á móti er ég að farast úr tilhlökkun yfir Fahrenheit 9/11. |Dagga| 10:53 |