daria * blogg hégómans
|
laugardagur, ágúst 14, 2004 Síðustu forvöð! Háskólavistin nálgast óðfluga, vonda veðrið er kannski ekkert svo langt undan og sumarið byrjaði fyrir korteri og er að verða búið. Þessvegna er ég farin í útilegu bless. |Dagga| 16:00 þriðjudagur, ágúst 10, 2004 Nestisbox Ég hef ævinlega verið mikil áróðurskona fyrir nesti. Matarhléum er hvergi eytt á leiðinlegri stöðum en í biðröðum í einhverskonar matsölu, svo ekki sé minnst á þá fjármuni sem þar fara oft til spillis fyrir lítið. Heimagert nesti rúlar. Vissulega hef ég gerst sek um að kaupa Sómasamlokur og slíkt, og hver fílar ekki að fá sér eitthvað góðgæti á kaffihúsum, t.d. á Kaffibrennslunni. Þar er reyndar slúður, baknag og almenn háviska yfirleitt ekki langt undan, en það er önnur saga. (Stelpur, við VERÐUM að hafa Kaffibrennsluhitting í vetur, annars fer ég að skæla!) Allavega. Á vinnustað mínum er hægt að kaupa matarmiða á 650 kr. stykkið og þykir mér það ekki sérlega góður díll, sérstaklega í ljósi þess að mötuneytið er ekkert. Þess í stað snæðir starfsfólk Skjás Eins á Pottinum og Pönnunni, en þar bragðast plokkfiskurinn svipað og lambapottrétturinn. Þó ég eigi einhverja matarmiða eftir dettur mér ekki í hug að nota þá, enda kom ég með nesti. Í Danmörku þekkist það t.a.m. ekki að fólk kaupi sér snæðing í sjoppum og á bensínstöðvum. Hvernig væri að taka með sér nesti á morgun? Maður bara smyr áður en maður fer að sofa og geymir í ísskáp. Mjög simpelt! |Dagga| 12:56 |