daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, september 01, 2004 Árnagarðsþjófur!! Græna kortinu mínu var stolið á Árnagarði áðan. Ógeðslegt og sárt, því það er einungis þriggja daga gamalt. Og ég er ógeðslega fátæk. Sárt. Annars hófst háskólaganga mín í dag. Húkti tvívegis í ógnarlangri röð nemendaskrár og reyndi að breyta notandanafninu, en dah2@hi.is er víst mál málanna. Allavega ekki jafn slæmt og þetta hér. Inngangur að lögfræði ætlar að verða athyglisverður kúrs. Ekki er ég þó alveg nógu ánægð með hópinn, því annar hver maður virðist hafa a) verið í forsvari fyrir íþróttafélag fyrrum menntaskóla eða b) kærasta/vinkona einhvers í íþróttafélagi fyrrum menntaskóla. Vonandi síast þorri soraliðsins í burtu, andskotinn hafi það. Ef ég væri strákur hefði ég mætt í jakkafötum í tíma, enda voru nokkrir samnemendur með dresskódið á hreinu og hljóta lof fyrir. Heitustu fréttir dagsins eru þó þær að Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, hefur hafið nám við lagadeild, öllum MH-ingum eflaust til mikillar gleði og undrunar. Óska honum alls hins besta; skal lána honum glósur og reyna að vera honum góð hjálparhella. |Dagga| 16:48 mánudagur, ágúst 30, 2004 Bókasafnsfyndni Að vinna á bókasafni er góð skemmtun. Einhver mætur einstaklingur sagði mér frá svona comic stip um bókaverði... og ég verð bara að segja að aðalsöguhetjan er grunsamlega lík einum karlkyns bókaverði sem ég þekki. Og hann heitir víst Dewey. Hahaha. Hér eru nokkrar allfyndnar: #1 #2 #3 #4 |Dagga| 12:34 |