daria * blogg hégómans
|
laugardagur, október 02, 2004 Andskotansdjö Mig langar til að búa í landi þar sem dómstólarnir fúnkera. Mig langar til þess að skipta um ríkisstjórn. Mig langar til að hætta þessari andskotans leti og gera eitthvað af viti í lærdómnum og ég hef það á tilfinningunni að ég sé helvíti illa sett í þeim málum. Mig langar til að eignast milljón. Mig langar til að losna við mína krónísku vöðvabólgu. Mig langar til að hafa eitthvað skemmtilegt að segja. Mig langar til að öðlast lífsþrótt. Neinei, ég er í stuði. Ætla í matarboð og vil ekki heyra á inngangsprófið minnst. |Dagga| 18:10 miðvikudagur, september 29, 2004 MYNDASÍÐAN IS IN THE HOUSE! Já, kæru lesendur. Í rúmt ár hefur Daríusetrið verið með tengil hér á hægri hlið bloggsins sem gefur til kynna að myndasíða sé væntanleg. Hún er það ekki lengur, því hún er hér, sprellifandi og fædd í þennan heim. Enn sem komið er hef ég ekki náð tökum á bestu myndasíðunum og þar með hýsi ég fótógröfin á Jahú. Þar kemst ekki mikið fyrir og þurfti ég að sleppa ýmsum myndum (flestar af mér) en þær eru frá sumarfríi okkar Hjalta í Prag og Köben. Mmmm... svo gott, svo gott. Við vorum mjög ódugleg við að taka myndir í Köben, og mætti þar næstum halda að við hefðum ekki verið þar af myndunum að dæma. En það var ljúúúft! Annars er ég að gera þetta úr tíma (!) enda gerðust þau undur og stórmerki að ég náði netsambandi í Háskólabíó. Og ég á að vera að fylgjast með heimspekilegum umræðunum, en ég sé ekki á bekkjarsystkinum mínum að nokkur sé að fylgjast með enda annar hver maður í spæderkapal. Ég er allavega að vinna í þágu netheima. |Dagga| 10:30 mánudagur, september 27, 2004 Áhugavert mál, I must say.
Ef ég væri svo vel útbúin, þá er þetta alveg prýðis nafn. |Dagga| 14:18 |