daria * blogg hégómans
|
föstudagur, desember 03, 2004 Lyngið og Lögbergið helga Skrapp snöggvast hingað í Lögberg til að ná í ljósritað blað af skrifstofunni. Sá ég þá til álengdar ljós koma úr dyrum á ganginum við hlið bókasafnsis. Það var skrifstofa umsjónarkennarans, Dósent Bobbí Speinó. (Haha! Gúglaðu mig bara!) Á föstudagskvöldi? Að vinna? En skrýtið. Kannski gleymdi hann að slökkva áðan þegar hann fór í Ædolpartí. Eða hvað? Skyldi hann.... skyldi hann vera að semja prófspurningar fyrir próf í Almennri lögfræði þann tuttugastaogfyrsta desember næstkomandi klukkan níu? Tilhugsunin geiv mí the kríps. Aðeins nokkrum metrum frá mér er lausn allra minna vandamála. Kannski er hann úti í kaffi. Kannski er enginn inni á skrifstofunni? Ef til vill stendur á sakleysislegum tölvuskjánum: Verkefni - 20% Skýrðu frá ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur frá árinu 2001. Hvaða ályktanir megum við dra Og þá fer ég heim og les þjóðaréttinn og finnska Restamark dóminn og læri nöfnin á fólkinu sem vinnur hjá Tollstjóranum í finnska smábænum Tullilautakunta Og ég segi engum. Engum. Eða - plan B - fer og dulbý mig eins og skot, finn mér Michael Jackson grímu í snarhasti og storma inn á skrifstofuna og hræði úr honum líftóruna. Það líður yfir hann og ég prenta út prófið í heild sinni einn tveir og tíu og verð hamingjusöm. A eða Bé? Eða þá Cé: Fara heim og húka yfir þessu. Fer Dagbjört heim til sín? Tekst henni að komast yfir Michael Jackson dulargervi á mettíma? Hvern hittir hún á klósettinu í Lögbergi? Fylgist spennt með næsta þætti! |Dagga| 22:46 Djöfulsins andskoti! Það er kominn 3. fokking desember, og ég hef ekki enn fengið jóladagatal! Hvílik frammistaða á einu foreldri. Nei, ókei, mig langar kannski ekki í dagatal og allra síst hundasúkkulaðidagatalið sem börnin virðast vera svo ólm í. En eitthvað verð ég að fá. Veðja á að jólasveinarnir verði gjafmildir við skóinn minn í ár. En ég sá alveg ferlega fyndinn þátt á Club-TV í gær. Þessi stöð fylgir með digital Ísland en fyrst hélt ég að þetta væri klámstöð. Kemur síðan í ljós að þetta er svona kellingastöð fyrir breta með brúðkaupsþáttum, hestasýningum og svona interior-design þætti, ekki ósvipuðum Innliti-Útliti. Nema hvað, breska Vala Matt fór og skoðaði heimili og ef henni leist ekki alveg nógu vel á framkvæmdirnar, þá sagði hún bara að þetta væri ljótt! "I´m sorry, but this victorian tapestry doesn´t go with the lighting at all, I´m afraid it simply looks devestated and lacks all character!" Og aumingja breska, smekklausa fólkið sem var svo ánægt með hænumyndirnar sínar í eldhúsinu var bara ótrúlega sorrí og byrjaði að ítreka að allir væru nú með ólíkan smekk, en þessi upper-class London innanhússarkítekt var bara ekki að fara samþykkja þennan múrhlaðna arineld sem þau voru að setja upp í ljóta húsinu sínu. Já. Minni alla á að kjósa Guðrúnu Birnu í kvöld, eina af fáum keppendum sem geta haldð lagi. Hún er líka jafnaðarkona. Vei! En mikið óskaplega var þetta ódannað blogg. Sorrí. |Dagga| 11:22 þriðjudagur, nóvember 30, 2004 Dindill eða tittur? Það er spurning... Nú er ég yfirlýst Samfylkingarkona. Þó það sé ekki alltaf æðislegt að vera svona flokksbundin þá er það bara svoleiðis og engu get ég neitað. Enda stoltur meðstjórnandi/tækjaumsjónarmaður í framkvæmdastjórn Ungra Jafnaðarmanna. Hefur vor elskulegi Davíð lýst því yfir að Samfylkingin samanstandi af afturhaldskommatittum. Mikil skömm, eins og mér líkar vel við góðmennið Davíð(í alvöru, ekkert grín) þá á ég oft bágt með að skilja stjórnmálamanninn. En nú er hann í stuði. Því miður, þetta slær út Druslurnar hans Steingríms. Guðni Kolbeinsson, sá ágæti málfræðingur, var í Fréttablaðinu í morgun og sagðist vita til þess að Kommar og sumir Kratar hefðu verið kallaðir Afturhaldsdindlar í denn. Þetta hefðu verið miklir og stórir menn, en ekki einhverjir tittar eins og þingmenn eru í dag. Þetta er mikið og skemmtilegt mál. Hvort er maður dindill eða tittur? Ég nefni hér nokkra Jafnaðarmannafélaga (og einhverja aðra) og sker úr hvort viðkomandi sé tittur eða dindill. Nú vilja menn yfirleitt meina að tittur sé neikvæðari nafngift en dindillinn, en svo þarf engan veginn að vera. Listinn er hvorki tæmandi né endanleg niðurstaða um nafnbót. Ég: Tittur. Ég er svo sannarlega enginn dindill. Ingibjörg Sólrún: Enginn tittur. Dindill. Guðmundur Árni: Tittur. Össur: Tittur. Veit ekki afhverju. Jóhanna Sigurðardóttir: Dindill!! Rannveig Guð: Dindill. Bryndís Hlöðvers: Hm. Close call. Dindill. Margrét Frímanns: Dindill. Gunna Ögmunds: Vó, dindill. Lúlli Bé: Maður sem heitir Lúlli Bé er tittur. Mörður Árna: Nja, tittur. Ágúst Ólafur: Tittur. Björgin Gé: Úff, sá maður er e.t.v. tittur í sjón en dindill í sál sinni. Katrín Júlíusdóttir: Tittur Andrés Jóns: Já, sannur dindill. Maggi Már pólitíkurritstjóri: Dindill. Þokkalega. Jens Glens: Tittur. Þegar afkvæmið fæðist verður hann dindill. Brynja: Eeeh, dindill. Þórunn Sveinbjarnar: Þokkalegur dindill. Helgi Hjörvar: Tittur. Flosi Eiríks:Tittur. Eða,nei. Nei, dindill. (Hann er í uppstillingarnefnd ;D) Bryndís Nielsen: Sama hér. Dindill. Arndís Ritari: Tittur. Heiða: Dindill. Guðrún Birna: Eh... Dindill, eiginlega. Samt, vafamál. Margrét Gauja:Jah, sennilega bara dindill. Sverrir Teits: Njaa.. Tittur. Kári og Grjóni: Helstu vonarstjörnur tittafélagsins. Ókei. 28 alls. Þar af þrettán tittar og fimmtán dindlar. Það er innan skekkjumarka og ætli Samfó verði ekki bara að una við sitt? Mér finnst töff að vera tittur. Hnuss. |Dagga| 14:12 mánudagur, nóvember 29, 2004 Brandarabankinn #1 Hjalti Snær Ægisson í leið 140: H:Já, svo geta þau farið með hvolpinn í göngutúr í Hveragerði D: Þú meinar Hellisgerði? H: Dó. #2 Á skilti í nammihillu 10/11 „Karlar eru frá mars, Konur eru frá Snickers!“ |Dagga| 15:06 |