daria * blogg hégómans
|
mánudagur, desember 27, 2004 Ahhhh... Það er óskaplega gott að njóta aðgerðarleysisins. Í morgun vaknaði ég hálftimbruð við morgunamstur móður minnar sem var á leið í vinnuna. Hún spurði mig hvort ég ætlaði bara að hangsa og gera ekkert yfir daginn. Ég sagði já. Mamma sagði orðrétt: Gott hjá þér. Reyndu síðan að klára þessar Sörur sem eru úti á svölum. DJÍSÖS! Þetta er æðislegt! Og ég vona bara innilega að ég verði búin að fá mig fullsadda af slæpingnum þegar skólinn hefst. En annars hlakka ég eiginlega bara til að byrja aftur. Ég verð bara aftur og aftur að minna mig á að ég er ekki að gera þetta fyrir neinn nema sjálfa mig.. eða eitthvað. Ég fæ samt stundum martraðir. Ég á mjög mikið af bjór. Jei. Og þegar þessir jólafrísdagar eru að líða, er fátt annað hægt að gera nema láta tímann fara í einhverja tóma vitleysu. Þess vegna er ég að leita að SIMS leiknum mínum. Mig langar í SIMS!! |Dagga| 20:01 |