daria * blogg hégómans
|
föstudagur, janúar 07, 2005 Mikael Torfason í essinu sínu Ég held barasta að forsíðan á DV í dag sé sú allra ósmekklegasta sem hefur komið út. Og þá er nú ekki lítið sagt. Annars var skólinn í dag fínn. Er á bókhlöðunni í einskinsmannslandi. Sú friðþæging sem fæst úr góðum lærdómi er ótrúlega mikils virði. En mikil djöfull kosta bækur mikið. |Dagga| 12:55 miðvikudagur, janúar 05, 2005 Þetta er nú auma bloggið Koma tímar, koma ráð. Er á bókhlöðunni að reyna að skjóta mér fram fyrir fjöldann með óeðlilega snemmbúnum lestri. Eða síðan er ég kannski ekkert svo snemmbúin. Öðru nær, kannski? Ef þú ert í stjórnskipunarrétti og ert að lesa, endilega segðu á hvaða blaðsíðu þú ert og við getum spjallað saman. Djók. En ég boða betri tíðni á þessu bloggi. Eða var ég nú að dauðadæma það fyrst ég fór með einhverjar fyrirboðanir um fleiri færslur? Éldnúekki. Henti inn grein á pólitíkina púnkt is. Svei svei og skamm skamm. |Dagga| 14:42 |