daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, janúar 27, 2005 Ég veit ekki, en... Nú er ég einstaklega málhölt kona. Þetta segi ég af fornum vana, því fyrir þónokkrum árum var ég næsta óskiljanleg þegar ég hóf mál mitt, t.a.m. í kennslustund í grunnskóla. Var iðulega kölluð flugan, því mál mitt líktist helst suði, svo hratt talaði ég. Ég er ekki að segja að ég hafi yfirstigið óðamálið, öðru nær. Stundum tala ég óstjórnlega hratt og er óskiljanleg. Ég er reyndar orðin mjög meðvituð um þann eiginleika og reyni að vanda mál mitt við fólk sem ég þekki ekki mikið. Ennþá kemur fyrir að fólk stoppi mig af og segir mér að tjilla. En ég hef komist að því að aðrir kækir hafa rutt sér til rúms í málfari mínu. Ég á það til að byrja aðra hverja setningu á ,,Ég veit það ekki, en mér finnst..." T.d. Ég veit það ekki, en mér finnst námslánin asnaleg eins og þau eru í dag. Ég veit það ekki, en mér finns ógeðslega hallærislegt að kaupa sér bíl þegar maður er blankur. Ég veit það ekki, en ég held að ég sé betri í stafsetningu en þú. Mjög slæmt. Úrbætur eru væntanlegar. |Dagga| 09:39 þriðjudagur, janúar 25, 2005 Skoðanakönnun Hver er flottasti listinn í ár... Röskva eða Háskólalistinn eða Vaka? Bara spyr. Háskólinn getur alltaf á sig sólum bætt, held ég. |Dagga| 16:49 |