daria * blogg hégómans
|
föstudagur, febrúar 11, 2005 Trallalæ. Ég hef aldrei faðmað svona marga á hálfri mínútu. Þetta var eitt súrrealískasta móment ævi minnar. Þetta var verðskuldað. |Dagga| 16:04 fimmtudagur, febrúar 10, 2005 X-RÖSKVA - ÞAÐ EINA SEM BLÍFUR Ég nenni ekki að sannfæra ykkur um ágæti Röskvu og galla hinna hreyfinganna. Það á að vera orðið augjóst um þessar mundir. Málið er bara það, að ég er svo yfirgengilega stolt og ánægð yfir því að hafa fengið að vinna með Röskvuhundunum. Nýafstaðin kosningabarátta hefur einkennst af þónokkru skítkasti, skætingi, lygum og mörgum símhringingum. Aukinheldur undarlegri fréttamennsku úr Skaftahlíðinni. En eitt er á hreinu. Röskva hefur t.a.m. ekki byggt kosningabaráttuna og stofugangsumræður á persónulegu skítkasti eða móral. Við höfum svarað hverri einustu spurningu með það að markmiði að kynna fólki fyrirætlanir okkar, ekki aðeins gagnrýnt hinn aðilann eða stæra okkur af tilbúnum sigrum. Tilfinningin var einhvernveginn á þá leið að ég væri í góða liðinu. Þúveist. Sama hvernig fer í kvöld, þetta er búið að vera æðislegt. Svo bíður manns raunhæft verkefni í stjórnskipunarrétti - það verður án efa æðislegt líka. Ég vil þakka öllum sem okkur hafa stutt í gegnum tíðina, og þótt Röskva muni ekki ná meirihluta (hypothetically) munum við samt vera sýnileg sem slík og snúa vörn í sókn! Ég tek þátt í þessu vegna þess að þessir hlutir skipta mig máli sem og hina sem með mér eru á lista. Og vegna þess að þessir hlutir skipta mig máli, er ég ekki að fara að gútera aðgerðarleysi SHÍ. Svo einfalt er það. |Dagga| 14:34 |