daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, mars 20, 2005 Júróvisjónlagið Gerðist svo frökk að horfa á Gísla Martein áðan. Og þessi þáttur er jafnvel verri en orð fá lýst. Gaurarnir í leikmunadeildinni fóru allavega hamförum. En ég fíla Júróvisjón (eða Evróvisjón eins og málfarsráðunautar RÚV vilja meina að sé rétt) og alltaf gaman að sjá Siggu og Grétar party like it´s 1990. Í rauðum kjól. En mikið djöfull djöfull er þetta nýja lag skelfilegt! Og myndbandið næstum verra. Það er löngu orðið ljóst að evrópoppshnakkatónlist ræður ríkjum í keppni sem slíkri. En fyrr má nú vera. Léleg afbökun á eymdarlegu Britney Spears sexappíli, dansarnir eru tilgerðarlegir og sumar eru bara orðnar einum of ástfangnar af sjálfri sér. Við eigum eftir að kveðja Kænugarð á fimmtudeginum og sigurvíman í Jerúsalem gleymist að eilífu. Það er bara eitthvað svo boring við Ísland að lögin okkar þurfa að vera í dúr. Ég segi Papana í Júróvisjón. |Dagga| 01:06 miðvikudagur, mars 16, 2005 Hallgrímur Helgason rúlar Bigtæm. Hér er ræðan hans sem hann flutti á ÞUF. Svo - mikil - snilld. Gargandi. Einhver besta skemmtilesning sem finna má á netheimum í dag. Pólitík.is er í mikilli sókn þessa dagana. Gott mál. En djöfull djöfull djöfull. GSM símar eru gungur og druslur. Ég sem er búin að eiga minn rauða flotta í hálftíma (Pabbi gaf í jólagjöf) verð að endurnýja, enda drepst hann óðum úr tæringu að sögn starfsmanns OgVodafone. Og hann er glænýr gott fólk :( Fyndið samt í ljósi þess að ég er næstum búin að týna honum 4ever svona fimm sinnum, alltaf kemur hann í leitirnar aftur og svo.. já. Þetta er yndislegt líf. Sumir vilja banna reykingar á skemmtistöðum. Ég vil banna bjór. Og tryggingafyrirtæki - heimilistryggingar eru sköll. Sjálfsábyrgð smjálsábyrgð. En. Ætli maður strauji ekki bara eitt stk. nýjan í dag. Svona er maður mikill þræll kapítalismans. Hver þarf nýjar linsur? Ekki ég. Hver þarf að borða? Heh, ekki ég heldur. Nei, ég þarf top of the line GSM síma sem fúnkerar. Sem ég mun eflaust týna líka. Nauðsynjaneysla er fyrir fávita. |Dagga| 10:26 mánudagur, mars 14, 2005 ÞUF og prinsippin margvíslegu Ég held í alvöru, að þetta eilífa einblíni á prinsipp geti stýrt manni út í vitleysu. Sú var allavega raunin um helgina. Ég er ánægð með frammistöðu okkar fólks og málefnavinnan var góð. Við sönnuðum það, að það er hægt að skapa góða samstöðu innan stórs hópsins, þó ekki sé beinlínis verið að stýra atkvæðagreiðslum hvers og eins. Fólk kaus eftir eigin vilja og vil ég minna á að það er ekkert svakalega erfitt að ná 100% samstöðu í hópi, ja 4 - 12 manna. Við erum 20. Og við vorum iðulega samstíga. Ég ætlaði nú alveg að flippa þegar fulltrúar SUS í utanríkisnefndinni ætluðu að kjósa á móti því sem þau höfðu samþykkt í nefnd. Vegna þess að það má ekki styggja Bandaríkin. Oj. Og mér finnst það skuggalegt hvað sumir eru orðnir evrópusinnaðir. Skuggalegt! En gleðilegt. Sýnir bara að aðrir þurfa að hreinsa eyrnamerginn úr eyrunum, hætta að hugsa um banana- og agúrkustaðla og gera sér grein fyrir lýðræðishallanum sem enginn virðist taka eftir. Því allir eru að hugsa um fullveldi. Og vill einhver segja mér, hvað fullveldi er? Er það fullveldi að horfa upp á stóran hluta af íslenskri löggjöf, s.s. EES reglugerðir, direktíf, tilmæli og álit gubbast úr faxvélunum í ráðuneytum ríkisins, og ekkert getum við sagt eða gert til að hafa áhrif? Er það fullveldi?? Nei. Það er kominn tími til að hætta kanamellustælunum, horfast í augu við alheiminn og taka þátt í leiknum. Það er orðið þreytandi að sitja á bekknum. Þetta er bara spurning um að þora. Þetta er mitt prinsipp. Og þið ættuð síst af öllum að væna okkur um dugleysi. Við skulum ljúka þessari hugvekju á gamansögu: Einu sinni voru tvær beljur sem sátu upp í tré og prjónuðu marmelaði. Allt í einu datt strákur niður úr loftinu og lenti á jörðinni við hliðina á þeim. Þá sagði önnur beljan ,,þetta er allt í lagi pabbi hans á sjoppu"! (Í boði síðu síðanna) |Dagga| 14:45 |