daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, apríl 14, 2005 Happiness, is just a flaming Moe away.... Á meðan Cheers-æði fer eins og eldur um sinu meðal landsmanna eru allir með Staupasteinslagið á heilanum. Enda flott lag. En ég? Ég er með Flaming Moe lagið á heilanum. Það er furðulega gott lag. |Dagga| 09:35 miðvikudagur, apríl 13, 2005 Hvað segiði? Á maður að beila á Fílunni? Mig langar óstjórnlega til að næla mér í þessar 2,5 einingar. En ég er hrædd um að það náist ekki sökum tímaskorts, og sér í lagi vegna þess að ef ég tek prófið og læri af öllu afli í þess 4 daga sem mér eru gefnir til, þá eru betri líkur á að Sifjogerfða fari fjandans til með sitt 5 eininga vægi. Sumsé, vonlaust keis. Og réttarsagan átti að massast í haust, og ekki nennir maður að bæta fílu (eða sifjum) ofaná það. Ó vei. Djöfulsins Inngangsmeri. (veðja upp á fimmtíukall að ég eigi eftir að flönka þessu öllusaman. Skammtímaminni mitt er frábært, langtímaminni niðrí holræsi) |Dagga| 14:12 þriðjudagur, apríl 12, 2005 Ár og dagar síðan síðast... Jæja, ætli maður þurfi ekki að láta umheiminn vita af sjálfri sér. Dísa fór til guðs um helgina og ekkert er vitað um örlög hennar. Tölvulæknirinn ætlar að hringja í dag, þannig að ekki er öll von úti enn. Vissulega er þó ekki beint gaman að missa hana núna, á besta tíma. Lesturinn að hefjast fyrir alvöru, jájá. Hvað varð um Bob Saget? En já, henti inn grein á pólitík. Alltaf sama rauðsokkan. |Dagga| 11:15 |