daria * blogg hégómans
|
laugardagur, apríl 23, 2005 Kvefdrusla Hér situr maður með Ólaf Lár í kjöltunni, sýgur upp í nef og sýpur te. Það var ekki nema von, að sjálfsögðu nær maður sér í kvefdruslu númer tvö á of skömmum tíma. Og því lepur maður jurtaseyði ýmis konar. Eins og minn ástkæri segir: Þú setur Te -ið í stelpa! Og mér fannst þetta svo vel mælt að ég bara varð að deila því með umheiminum. Hann er mælskur, strákurinn. |Dagga| 22:48 föstudagur, apríl 22, 2005 Ten more years! Partí í kvöld í ráðherrabústaðnum við Lækjargötu. Tilefnið ekki af verri endanum, enda 10 ára afmæli stjórnarsamstarfs Framsóknar og Sjálfstæðis ekkert slor. Vá, mig langar til að vera þar fluga á vegg. Eða gengilbeina sem skenkir í glös.. em nei. Svo verður þrefalt húrra fyrir samstarfinu. Eða jafnvel tífalt. Spurning hvort maður taki ekki bara skiltin síðan í mars með sér og mótmæli eins og einu stykki stríði meðan fínar frúr í pelsum ganga upp steintröppur í fylgd medalíuskreyttra herra sinna. En ég á ekki pels, þannig að... Kaflar úr kröfurétti er álíka heillandi lesefni og Annað bindi Búfræðingatalsins. Íjúú. |Dagga| 16:00 miðvikudagur, apríl 20, 2005 Úlfur, úlfur.... Keypti einhver þetta? Hélt ekki. Fannst eins og eitthvað hefði dáið innra með mér þegar ég ýtti á publish. Ha ha ha, gott grín. Eða ekki. En yfir í aðra sálma. Alltaf finnst manni óhugnalegt að sjá fólk á sama aldri og maður sjálfur á síðum minningagreina. Verra er að þekkja til fólksins. Ömurlegt, alveg. |Dagga| 13:33 þriðjudagur, apríl 19, 2005 Æ Ég er að hugsa um að hætta að blogga. Búin að vera að þessu í hátt í 3 ár, lengur en flestir og tími til kominn að segja bless. Þannig að... já. Ætli ég syngi ekki bara mitt síðasta hér í dag? Tralala. |Dagga| 11:16 |