daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, júlí 07, 2005 Djöfuls andskotans helvítis bloggleti... Í alvöru, ég er sorgmædd yfir frammistöðu minni í sumar. Og í raun í of langan tíma. Ástæður fyrir skelfilega lélegri bloggtíðni eru ýmsar. a) Ekkert internet heima hjá mér. Og tölvan er eitthvað að stríða mér í þokkabót. b) Internet í vinnunni, en of mikið að gera þar. Og ég veit ekkert hvað ég á að segja! c) Bara. En já, ég lofa bótum hér. Hef hugsað mér að fara í smá útlitsbreytingar á Daríunni. Hún hefur farið fram yfir sitt præm of læf eins og eflaust margir vita, og hefur í raun verið html-grautur frá upphafi. More on that later. Og tenglarnir þurfa að fara að breytast. I know I know. Fór í sund í gær. Það var gaman. Nýja innilaugin er skemmtileg. SKO - SKO! Sjáiði hvað ég er leiðinleg!!? Þetta bara er ekki hægt!! Betra að beila á blogginu í staðinn. En nei. Engar áhyggjur. Hinsvegar eru stórfréttir úr Gullsmáranum. Ónefndur aðili kom að skoða íbúðina í gær og leist ágætlega á. Vitum ekki hvað verður úr því en hreysið var sett á sölu í vikunni. Og hvert á maður svo að fara? Helst í kragakjördæmi. Í grónu hverfi. Með góðum aðgang að almenningssamgöngunni. Væri þó að ljúga að ykkur ef ég segðist vera alveg óhrædd við þennan skyndilega stormsveip sem búferlaflutningur er... æ og ó. |Dagga| 09:40 |