daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, júlí 14, 2005 Afmælisblogg Sumarið er að verða búið. Það er allavega alltaf í þann veginn að klárast þegar ég á afmæli. Og enginn veisla að venju; ég legg ekki í það að reyna hafa upp á fólki um mitt sumar. En ég er búin að fá tvær gjafir. Tvær Ragnheiðar annars vegar og dýrindis ullartreyja frá Hjalta. Verð ég eflaust vel dúðuð í sumar þar sem von er á annarri innan skamms. Þetta verður dýrlegt í útilegunum. Flís sökkar. En ég get ekki neitað því að ég er temmilega angurvær á þessum 21. afmælisdegi mínum. Mér fannst fínt að vera tvítug. Margt hefur skeð á sl. ári og get ekki kvartað undan hlutskiptum. En ég drullukvíði fyrir því næsta. Hversvegna? Jú, ég skal segja ykkur hversvegna. *Ágrip af Réttarsögu þann 18. ágúst. Bleurgh! *Flutningur í haust. Ga! *Skaðabótaréttur um jólin. *Eignaréttur í maí. Jæks. *Fátækt. *Eymd *Volæði *Djók Æ. Samt. Maður er nú að skella sér til London og svoleiðis... Jibbí! Einn ljós punktur í tilverunni. Þvílík hamingja. Hvað geri ég svo þegar ég kem heim? Les um vinnuveitendaábyrgð. Að lokum: Til hamingju með daginn Bastillufólk át þer. OG ÉG VIL ÚT Í SÓLINA! |Dagga| 12:22 |