daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, júlí 21, 2005 Hvaða djöfuls rugl?? Stundum borgar sig að gúgla nafn sitt. Sko. Hva? Ekki eins og ég sé einhver dyggur aðdáandi þessa Bolkenstein, þá man ég ekki eftir því að hafa ritað nafn mitt á þennan undirskrifalista. Enda sýnist mér að þetta séu allt einhverjir Belgahippar. Eða hvað? Trippaði ég þarna í prófunum fyrir síðustu jól og fór að skandalísera á græningjavefsíðum? Það eða einhver hefur leikið mig grátt. Þetta er bara ló, skiluru?? |Dagga| 10:54 miðvikudagur, júlí 20, 2005 Ómægod ómægod! Jæja börnin góð. Það hefur gerst. Það er komið í hús! Mæðgurnar í Gullsmára eru að fara að flytja búferlum með haustinu! Ekki aðeins er Gullsmárakytran seld á góðum prís, heldur er verið að kaupa glæsilegt raðhús í fallegasta hverfi bæjarins. Ójá, Vesturbæ Kópavogs í Skólagerði númer 16. Þar er yndislegur garður og væn heimilisaðstaða fyrir kisur. Ég vil fá þrjár. Partí í haust, elskurnar mínar. Og! Ég má innrétta bílskúrinn sökum smárra svefnherbergja. Par-tay! Heyrst hefur einnig að ungur maður í Hafnarfirði hefur nýverið gefið í skyn að hann ætli sér að eignast samastað í kjallaraíbúð í Reykjavík. Verði af því flytur hann inn um mánaðarmót. Einnig fylgir sögunni að þar verði pláss fyrir kærustu. Darían óskar skötuhjúunum til hamingju með þessi gleðilegu tímamót. En Amazon hefur ekki komið Potternum í mínar hendur. Eða er etv Íslandspósti um að kenna? Hvur veit - það er allavega á hreinu að ef ekkert verður komið til mín í eftirmiðdaginn verð ég fokill og fer að gera ljóta hluti. Eins og að.. fara ekki úr skónum. Eða fá mér kex. Og svo er spurning hvort maður taki ekki eins og eina aukavakt um verslunarmannahelgina? Hvernig væri það? Er annars stemning fyrir Blonde Redhead og Innipúkanum? Nema einhver ætli að bjóða mér í útilegu? Og svo á ég grein í dag! Einhvernveginn virðist ég alltaf muna eftir því að blogga á greinardögum.. hmm. Bara ef ég myndi eftir greinardögunum! |Dagga| 12:52 |