daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, september 14, 2005 Já hvur andskotinn Bara klukkuð hægri vinstri? Fimm atriði um mig: 1) Ég heiti Dagbjört Hákonardóttir í höfuðið á móðurömmu minni heitinni sem ég fékk aldrei að kynnast. Gælunafnið Dagga er ennfremur þaðan komið. Amma mín vann í banka, alveg eins og ég og var alltaf með glæsilega lagningu og vel snyrtar neglur, ekki alveg eins og ég. Amma mín var töffari. 2) Ég er laganemi í HÍ. Ástæðan fyrir því vali á námi liggur ekki fyrir sem stendur. Í raun hef ég ekki hugmynd um hvað ég vil gera þegar ég er orðin stór, og þess vegna ákvað ég að velja erfiðasta óraungreinatengda námið innan Háskólans. Ekki til að gera lítið úr öðrum greinum og almennu erfiðisstigi þeirra þá er laganám alveg temmilega metnaðarfullt og krefjandi nám. Getur verið mjög skemmtilegt og mjög mjög leiðinlegt. Það er eiginlega bara svona bæði. Ég get ímyndað mér að stjórnmálafræði sé almennt séð skemmtilegra fag, en við förum ekki nánar út í þá sálma. Í Lögbergi hef ég gert mig heimankomna og það stendur. Stud. juris er líka svo kúl nafnbót. 3) Ég vildi óska þess að ég gæti eytt meiri tíma í lestur góðra bóka. Þessa stundina er eiginlega bara Skaðabótaréttur eftir Viðar Má Matthíasson og Samningaréttur eftir Pál Sigurðsson á listanum. Það sökkar, per se. Hinsvegar hef ég alltaf gaman að því að grúska í einhverju góðu áhorfsefni á forláta myndbandaleigum og er eiginlega hætt að fara í bíó eins og ég gerði iðulega forðum daga. Ástæðan er einföld: Það eru aldrei góðar myndir í bíó. Og Strákarnir okkar er hörmuleg mynd sem enginn ætti að eyða tíma sínum í að sjá. Takk. Síðan er uppáhaldsmaturinn minn eiginlega bara brauð. Brauð með osti og kakómalt - gæti lifað á því. Nýjar brauðbollur með smjöri, pizza með ostum, peppó og hvítlauk ...slef. Kryddbrauð með smjöri. Bananabrauð með osti. Smjörið er ekki sparað á mínu heimili. Banana og aspas forðast ég að borða. Hinsvegar borða ég bananabrauð og aspassúpu. Það er að sjálfsögðu allt annar handleggur. 4) Ég er elst fjögurra systkina. Eina alsystur á ég að nafni Steinunn (17), og samfeðra bræður að nafni Hlöðver Skúli og Magnús Nói (7). Þeir eru afar hressir og fróðleiksþyrstir drengir. Mamma mín heitir Katrín (46) og pabbi Hákon (45). Kæró heitir Hjalti Snær (23) og við höfum verið saman í rúmlega 2 ár. Það hefur verið langskásta tímabil lífs míns, óefað. 5) Ég er tiltölulega virk í félagsstörfum, kannski of. Ég er í framkvæmdastjórn Ungra Jafnaðarmanna sem er ungliðahreyfing Samfylkingarinnar. Það er mjög skemmtilegt félag. Síðan sit ég í Stúdentaráði Háskóla Íslands sem er skemmtilegt ráð og enn skemmtilegra félag er síðan Röskva - samtök félagshyggjufólks innan HÍ. Þar hef ég kynnst yndislegu fólki sem mér þykir vænt um. Það vantar bara að svona 6 manns drepist af þingkosningalista Samfó í Kraganum að ég verði varaþingmaður. Síðan skrifa ég iðulega greinar á Pólitík.is... misgáfulegar þó. Svo vil ég klukka Hall, Þóri strump, Jens Sigurðsson, Ásdísi Nordal Snævarr og Hjalta - með einlægri von um að hann byrji að blogga aftur, helvískur. Farin til London - kem aftur á mánudagskvöldið. Tally-ho! |Dagga| 11:11 mánudagur, september 12, 2005 Eldrebbi er eitthvað arrig út í Daríuna... Ekki skoða mig í Firefox. Hann skilur ekki íslensku. Hvernig er þetta þá með Safari? Urg. Kann einhver að laga? Ég var alltaf með þetta bara í Western Windows - búin að breyta yfir í Unicode og þannig en ekkert gerist. Urg urg. |Dagga| 16:48 |