daria * blogg hégómans
|
þriðjudagur, október 25, 2005 Flippaðir prófessorar Ég er í kúrs í Háskólanum sem heitir Skaðabótaréttur. Hann er alveg ágætur, erfiður en skiljanlegur. Með mér í þeim kúrs er m.a. Þórir (aka Þórður Ritari). Við vorum að spökúlera í hádegissólinni áðan um gildi tímasetu osfrv. Komumst að því að hvorugt okkar væri með athyglisspan til að stæra sig af. Kennsluáætlunin er þó fullgrunsamleg. Þar stendur: „Kennsluáætlunin er eingöngu ætluð til leiðbeiningar og er alls ekki vísbending um það, úr hvaða efni verður prófað“. Hvað meinar háttvirtur Prófessor Viðar Már? Jahá. Sumsé, ef ég skil hann rétt, þá eru allt eins líkur á því að prófað verði upp úr Matreiðslubók Nönnu, rétt eins og úr vinnuveitandaábyrgð og skaðsemisábyrgð hins opinbera? Væntanlega er hann að leiða nemendur að því að tímaglósur eru ekki kennslubók og það á að lesa hana til hlítar... eins og reyndar segir á sama blaði ... en samt. Ég held að það sé arabíska lambið sem verður námsefni kvöldsins. |Dagga| 15:29mánudagur, október 24, 2005 Bleikur himinn Í guðsbleikri blíðunni voru raddbönd þanin og skilti reist til loft. Ég er svo heppin að vera stelpa í dag. Og það var viðbjóðslega gaman! Afnemum launvernd og komum sjálfstæðisflokknum burt. Þá getum við byrjað að hreinsa til aftur. |Dagga| 18:32 |