daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, nóvember 24, 2005 Spökúlasjón Ég veit ekki hvort er hallærislegra, Herra Ísland eða Ungfrú Ísland. Það eru a.m.k. dansatriði í báðum keppnunum, á nærfötum. Held þó satt best að segja að gervirokkhljómsveitin eftirminnilega í Ungfrú Reykjavík í fyrra hafi verið með kostulegri senum. Það var einn góður lúftgítar. Mér finnst þessir drengir mjög ófríðir, ef á að kalla rjómann af íslenskum karlkostum. Þeir eiga alltént ekki séns í mig. Þetta eru allt handrukkarar. Að reyna að endurvekja grunnskólaárin sem aldrei hafa komið aftur, því það var án efa besti tími lífs þeirra. Því sumir verða alltaf lítil börn. Eða handrukkarar. |Dagga| 16:10 |