daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, janúar 12, 2006 Tvískinnungur Vöku og H-listans: Ókei. Nú vil ég ekki kveikja nein bál - ég vil bara athuga hvort enginn sjái neitt athugavert við eftirfarandi frétt: 12. janúar 2006 Stjórn Stúdentaráðs skorar á Bóksölu stúdenta að taka DV úr sölu Í morgun afhentu fulltrúar Stúdentaráð Sigurði Pálssyni, rekstrarstjóra Bóksölu stúdena, áskorun um hætta sölu DV í Bóksölunni. Sigurður tók vel í áskorunina. Áskorunin er svohljóðandi: "Í ljósi nýliðinna atburða skorar Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Bóksölu stúdenta til að taka DV úr sölu. Ennfremur hvetur stjórnin stúdenta og landsmenn til að hætta lestri og kaupum á DV." (Feitl. DH) Jahá. Flugvöllinn burt til að rýmka fyrir byggingarland HÍ - nei. DV hinsvegar - allt annað mál. Vil ég taka það fram að það var að frumkvæði Vökuliða að landsmenn yrðu hvattir í nafni SHÍ til að hætta lestri á DV. Elías Jón Guðjónsson formaður sat fundinn og gerði ekki athugasemd við álytkunina. Er það athyglisvert í ljósi þess að DV var engan veginn tengjanlegt við málefni síðustu kosningabaráttu, en helstu mótrök H-listans fyrir því að gagna ekki lengra í flugvallarmálinu voru á þá leið að ekki þótti hægt að álykta um svo almenn málefni - umboð stúdenta væri ekki fyrir hendi! Gilda þá einu ummæli formanns SHÍ að stefna H-listans sé að engu leyti samræmd í þessum efnum - hann hafnaði flugvallarmálinu á sínum tíma m.a. á grundvelli þess að ekki væri umboð stúdenta fyrir hendi! (Og þá spyr maður sig- eru ekki lýðræðislega kjörnir fulltrúar í SHÍ bærir til að álykta - jafnvel þó að viðkomandi mál hafi ekki verið tekið upp í kosningabaráttu??) Punkturinn er þessi: Það er gott að SHÍ sjái sig fært að álykta í nafni sínu um málefni samfélagsins, og styrkja stúdenta í sessi sem háværan þjóðfélagshóp sem lætur til sín taka, jafnt innan skóla sem utan. Það hefur þó verið vandkvæðum háð að hafa uppi slíkar ályktanir, þar sem Vaka og H-listinn hafa í sameiningu hafnað því að ályktanir um málefni sem ekki tengjast HÍ þráðbeint, ekki í nægilgu umboði, hvað svo sem það þýðir, eða eru einfaldlega pólitísk um leið og þau tengjast HÍ beint eins og flugvallarmálið. Það er leiðinlegt. Þetta DV mál er stórskrýtið á alla kanta. Mér finnst frábært að SHÍ skuli hafa ályktað. Mér finnst frábært að Vaka skuli hafa átt frumkvæði að því að beina henni til landsmanna einnig. Mér finns frábært að Elías skuli hafa ,,sofnað á verðinum", hleypt málinu í gegn samviskunnar vegna eða látið það falla innan einum-of-óskilgreinds ramma sem Stúdentaráð má álykta um. Vonandi munu þau ekki gleyma þessu of fljótt. Þetta er heilabrjótur. En því er ekki hægt að neita að það er skemmtilegt að álykta í nafni Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Eitthvað segir mér að meira verði gert af því í framtíðinni. Komum okkur í stöður - kosningabaráttan er hafin! (12. 1. kl. 17:15 - Færslunni hefur verið breytt lítillega í samræmi við staðreyndir máls sem undirritaðri hafði yfirsést varðandi afstöðu formanns SHÍ af eigin frumkvæði. Orð þessi standa þó að öðru leyti í heild sinni). |Dagga| 13:41 |