daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, febrúar 02, 2006 Röskvurantur #2 Einstaklingskosningar til SHÍ samræmast ekki jafnaðarstefnunni.
Ég skildi framboðið fyrst sem alvörugefna vinstrifylkingu til mótvægis við meint stefnuleysi Röskvu og Vöku; það væri öllum opið óháð klíkuskap og væri málefnalega yfir mótfylkingarnar hafið.
En síðan fer maður að hugsa. Jú, vissulega er að finna einstaklingskosningar í öllum framhaldsskólum og t.d. KHÍ og HR. Í SHÍ eru það fylkingar sem bjóða fram með tilheyrandi slag. En er slagurinn virkileg svona slæmur? Það er ljóst að slagurinn getur oft á tíðum orðið blóðugur og málefni virðast oft vilja fara forgörðum fyrir einhverju öðru s.s. persónudýrkun, símhringingum og smölun og öðru sem fylgir óhjákvæmilega öllum kosningum, hvar sem er og í hvaða formi sem er.
Ég tel að fylking á borð við Röskvu geti staðið fyrir:
Það sem stendur eftir er það að málefni verða að vera í fyrsta sæti. Röskva og Vaka geta deilt, en á endanum er miklu komið í framkvæmd. Kosningabaráttan sem við þekkjum í HÍ getur oft orðið að kjánalátum. En er það eitthvað sem hægt er að koma í veg fyrir með einstaklingskosningum? Er ekki núverandi kerfi gagngert til komið, einmitt til að hindra að málefni séu í fyrirrúmi? Kosningakerfi býður í hnotskurn upp á framgang forréttindahóps, þ.e. stórar deildir myndu einoka stúdentaráð í meiri mæli en nú er og sömuleiðis myndu þeir sem betur standa fjárhagslega og félagslega (og ekki endilega málefnalega) komast á leiðarenda. Þetta samræmist í hnotskurn ekki jafnaðarstefnunni. Fylkingarnar tryggja aðgengi allra háskólanema að starfi SHÍ. Það myndi einfaldlega aldrei virka í einstaklingskerfi, þótt núverandi kerfi sé síður en svo fullkomið. Af tvennu illu eru fylkingar besti kosturinn! Hagsmunabaráttan er marghliða og ekki eru allir alltaf sammála um aðferðafræði, stefnur og málefni. Sá ágreiningur er til staðar og Háskólalistinn getur ekki afneitað því. SHÍ eru í raun pólitísk samtök sem eru í þágu hagsmunabaráttu stúdenta (innanhússmál), og einnig er þeim ætlað að vera öflug andstaða við ríkisstjórn, sérstaklega ef hún er skólagjaldaglöð eins og nú er. Háskólalistinn boðar í raun ekki betra fyrirkomulag. Hugmyndin virðist góð í fyrstu en þeir sem hafa kynnt sér starfsemi fylkinganna til hlítar komast oftast að þeirri niðurstöðu að núverandi fyrirkomulag er allt annað en gallalaust, en virkar. |Dagga| 21:50miðvikudagur, febrúar 01, 2006 Afhverju er Röskva betri valkostur? Það fer ekkert á milli mála að það eru að koma kosningar. Sést það m.a. að fáir geta tekið bloggrúnt án þess að rekast á amk. 2 blogg sem hafa breyst í skrýtin vefrit og enn færri skilja eitthvað í færslunum. Hver er munurinn á Vöku og Röskvu? Hvað er þessi Háskólalisti að pæla? Er ekki bara best að sitja heima? Og síðast en ekki síst - skiptir einhverju andskotans máli hvort framapotari A eða B sitji í SHÍ?? Þá segi ég: * Röskva og Vaka standa ekki fyrir það sama. Fyrir nokkrum árum gengu menn um ganga í pressuðum jakkafötum og boðuðu skólagjöld og frelsi einstaklingsins í nafni Vöku. Síðan föttuðu þessir sömu menn að það væri e.t.v. ekkert sniðugt að standa fyrir skólagjöldum strax, og breyttist því Vaka fylkingu sem hafnaði skólagjöldum og boðaði dugnað og framkvæmdagleði íhaldsdrengja, með fyrirvara um að þeir létu ekki til sín taka í SUS fyrr en þeir væru komnir með BS gráðuna sína. Kaffivandamál og klukkuskortur í skólastofum skyldi reddast. Og já, þeir uppgötvuðu GSM væðinguna 2001 og hringdu í vini og vandamenn á meðan Röskva stóð á prinsippum og heftaði saman málefnaskrár. Og Röskva skíttapaði. Allt þangað til í fyrra. Í fyrra var meirihlutinn felldur. Hvers vegna? Jú, Röskva boðaði hávært stúdentaráð sem léti til sín taka í þjóðfélaginu og stúdentar yrðu aftur að þjóðfélagshópi. Við sjáum fyrir okkur að SHÍ eigi að geta ályktað um jafn einfaldan hlut og skipulagsmál í kringum HÍ þó það byggist á brottför flugvallarins. Við trúum því ekki að SHÍ sé best borgið sem innanhússfélag í HÍ, því þá getum við alveg eins byrjað að spara fyrir skólagjöldum. Það að Röskva kalli sig samtök félagshyggjufólks sem byggir á algerri höfnun skólagjalda er grundvallaratriði og skapar okkur trúverðugleika sem Vaka getur ekki byggt á. Við teljum að allflest innanhússvandræði nemenda séu byggð á markvissu fjársvelti HÍ. Vaka er ekki að fara að leysa nein meiri háttar vandamál ef fjárhagur HÍ stendur í stað, sama þótt framkvæmdagleðin sé sterk. Röskva er það afl sem hefur tekið markvissa stefnu á að verða hávært þjóðfélagsafl. Vaka telur það ekki samræmast hlutverki SHÍ og kjósa að mótmæla skólagjöldum á lítillátari hátt. Röskva telur stúdenta ekki hafa tíma til að mótmæla í hljóði. Ef marka má samkeppnisstöðu HÍ m.v. stöðu einkaskólanna, er aðeins tímaspursmál hvenær álagning skólagjalda verður að veruleika. Kaffivandamál blikna í samanburði. Tal Vökuliða um að innri hagsmunabarátta í HÍ sé meira forgangsmál en þáttaka stúdenta í þjóðfélagsumræðunni er athyglisverð. Ég sem stúdentaráðsliði Röskvu tel að það sé einfaldlega ekki nægilegt svigrúm fyrir fleiri stærri framkvæmdir nema með meira fjármagni! Það er tími til kominn að hætta að einblína á smáatriði í SHÍ. Gerum eitthvað drastískt. X-V --- X- Röskva! (á morgun - hvers vegna eru hugmyndir um einstaklingsframboð almennt ekki góðar.. .... .. ) |Dagga| 11:22 þriðjudagur, janúar 31, 2006 101 Röskva Við vorum að gefa út blað um daginn. Mér finnst eins og það sé litla barnið mitt, enda ritstýrði ég undursamlegheitunum ásamt Helgu Tryggva. Við erum afar stoltar af afkvæminu. Þó læðast inn einstaka prentvillur og á a.m.k. einum stað eru gæsalappir ranglega staðsettar. Hér er þó einvörðungu tímahraki um að kenna því prófarkalestur eftir 30 klst. vöku virkar ekki alltaf sem skyldi. Vonandi erum við ekki að hrinda frá okkur atkvæðum í kjölfar örfárra smáatriða. Síðan er að dreifa blöðunum til flestallra stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Það er skemmtilegra en margan grunar. Átti góða kvöldstund með sjálfri mér á miðnætti með Kraftwerk í Æpod, gangandi milli húsa á Laufásvegi. Sem er afar fögur gata - jafnvel sú fegursta í Reykjavíkinni. Sé fyrir mér yndislegan dag í Þingholtunum! |Dagga| 12:58 mánudagur, janúar 30, 2006 Tískuhornið Það er alveg tótalí off að girða föt ofaní stígvélin sín. Þetta er alveg svo mikið Skógarborg ´89 að það er ekki fyndið! |Dagga| 11:38 |