daria * blogg hégómans
|
miðvikudagur, febrúar 08, 2006 ÞAÐ ER KOMINN KJÖRDAGUR!! Jæja! Ég veit satt best að segja ekki hvernig ég get komið því í hausinn á ykkur hversu mikilvægt það er að fara niður á háskólasvæði (með skilríki) - mæta á kjörstað (sem er í öllum byggingum) og merkja ykkar X við RÖSKVU. (X - V) Röskva til sigurs! |Dagga| 09:37 mánudagur, febrúar 06, 2006 Hey þú! Ertu á námslánum? Þá ert þú heppinn, því þú naust hækkunar sem svaraði til u.þ.b. 10.000 króna á mánuði! TÍU ÞÚSUND! Það er hægt að kaupa sér marga fallega skó á jafn mörgum mánuðum fyrir þann pening. Veiii! Og veistu hvað? Það voru fulltrúar Röskvu sem leiddu samningaviðræðurnar í þann farveg, en þess má geta að fulltrúar Vöku vildu ekki sjá þessa hækkun, á einhverjum óskiljanlegum forsendum. En lentir þú kannski í því að námslánin þín lækkuðu eftir breytingarnar, þ.e. núna um áramótin? Það er ekki nógu gott. Hafðu þá bara samband við lánasjóðsfulltrúann þinn.. hann Agga. Traustvekjandi gaur. LÍÍÍN, ljómi þinn er skínandi skææær... |Dagga| 11:50 |