daria * blogg hégómans
|
föstudagur, mars 03, 2006 Flottur bíll Vandfundið er meira törnoff. |Dagga| 19:23 miðvikudagur, mars 01, 2006 Óhappatilvik (casus) Í morgun ók ég mömmubíl til skóla. Það gekk ekki stórslysalaust fyrir sig. Áður en ferðin hófst opnaði ég farþegasæti til að henda töskum í baksætið. Það gekk vel. Verr gek að loka hurðinni. Ákvað að þetta væri frostið að stríða okkur í smástund og mamma keyrði sig í vinnuna á meðan ég hélt að mér hurðinni. Þegar á Landspítalann-Háskólasjúkrahús var komið voru góð ráð dýr. Illmögulegt er að aka bifreið og halda aftursætishurð lokaðri um leið, nema maður sé e.t.v. Herra Kitli. En einhvernveginn þurfti ég að komast niður í Lögberg. Ég á samt góða mömmu sem ákvað að yfirgefa mig í sárri neyð, en hjúkkan lét mig hafa sárabindisteip til að líma hurðina fasta. Það var góð hugmynd, í svona 7 mínútur. Hurðin galopnaðist á ferð niður Bústaðarveg, bílstjórum morgunumferðarinnar til mikillar kátínu. Mér var ekki skemmt. Stefnan var tekin niður á bensínstöð (já, með opna hurð) og fékk ég góða aðstoð frá starfsmanni. Hann kom með heldur reffilegra teip, límdi bévítans dæmið niður og sagði mér að stilla á trópíkalloftslag í bílnum. Sem ég gerði. Hurðinni var hægt að smella á sinn stað þegar í Lögberg var komið. ALDREI verður þessi hurð opnuð á ný. |Dagga| 10:55 |