daria * blogg hégómans
|
föstudagur, mars 31, 2006 Ég hata hata hata hata hata Gettu Betur! Svoleiðis. Örlögin leika okkur MH-inga grátt. Stundum efast ég um hvort eitthvað réttlæti til. Nei nú er ég kannski að hlaupa upp til handa og fóta. En, samt. Keppnin í gær var stórfín og bæði liðin að sigri komin. MA strákar voru viðkunnalegir með eindæmum og tapið ekki jafn-sárt fyrir vikið. (Þeir voru líka ferlega sætir en það er önnur saga). Ég er sannfærð um að sigur sé mögulegur að ári. Sem er sagt á hverju ári. Fer samt ekki ofan af því að Hildur er besti MH kvenliðsmaður GB frá upphafi... og jafnvel sögunnar. Að lokum vil ég votta fjölskyldu og aðstandendum Péturs Benediktssonar mína innilegustu samúð. Hér var á ferð prýðisdrengur sem ég þekkti ekki allt of vel þrátt fyrir að hafa verið með honum í sama árgangi í Smáraskóla. Fjölskyldur okkar hafa þó ætíð tengst vinaböndum og missirinn aðeins nærri manni fyrir vikið. Hann var heil manneskja sem verðskuldaði ekki þessi válegu örlög. Hvíl í friði Pétur. |Dagga| 09:47 miðvikudagur, mars 29, 2006 Ég á ekki eitt aukatekið orð! Newsflash: Álit mitt á menntamálaráðherra er í sögulegum lægðum! Og ekki var það nú mikið fyrir. Alkul á negatífum skala. Háskólanemar eru úrkula vonar um að þeim verði búinn góður hagur, nokkurntímann, ever, á meðan umræddur kvenmaður gegnir þessu embætti. Djöfuls djöfuls desvetudo/notkunarleysi á 10. gr. rábl. Trunta sjálf bara! |Dagga| 16:52 þriðjudagur, mars 28, 2006 Ég fyllist hræðslu og ofurdugleysi... ... þegar kemur að skattamálum. Ég get ekki fyrir mitt litla líf drattast til að gera þessa djöfuls skattskýrslu. Mér finnst einhvernveginn alltaf eins og ég sé a) að svíkja út marga þúsundkalla (sem væri þá alveg óvart) eða b) láta svíkja út úr mér enn fleiri þúsundkalla (sem væri afar, afar slæmt. Miklu verra, m.a.s!). Hef aldrei skilið tannlæknahræðslu, enda er tannlæknirinn minn algjört gull. Finnst gaman í flugvélum og er ekki hrædd við neitt nema rafmagn í vatni. Já, rafmagn í vatni og skattamál. Og það er ekki eins og maður sé ekki kominn af endurskoðendum og viðskiptafræðingum sem hafa unun af skattaskýrslum?!? |Dagga| 15:42 |