daria * blogg hégómans
|
föstudagur, apríl 07, 2006 Når jeg bliver arrig, så bliver jeg arrig! Stundum þegar ég er að tala um eitthvað sem mér: a) finnst ógó asnalegt b) er sérlega hugleikið og er fróð um c) leiðist að gera d) er erfitt að skilja, s.s. þinglýsingar eða strætóstefnu stjórnarandstöðu Reykjavíkurborgar. e) liggur á að koma til skila, s.s. fyrirspurn um strætóstefnu stjórnarandstöðu Reykjarvíkurborgar á málfundi Röskvu þegar 3 mínútur eru í að tími byrji í fundarstofu, vill oft bregða við að fólk stoppi mig af/komi að mér síðar og tjái mér að ég sé/hafi verið óhóflega reið. Þetta fer að verða hvimleitt, því í undantekningartilfellum við ofantaldar aðstæður er ég yfir höfuð reið. Stundum liggur mér bara alveg svakalega mikið á að segja það sem ég þarf að segja og geri það með látum og oft á tíðum vanþóknanlegu yfirbragði. Einnig er rétt að taka fram að ég er með mjög stór augu sem sýna ýkt svipbrigði. Þótt undirrituð tali hratt og bölvi einhverju í sand og ösku ásamt því að segja T orðið í tíma og ótíma þarf ekki að tákna að Dagbjört sé brjál. Hún er bara uppveðruð af eigin skoðunum og fer innan 3ja sekúndna sjálf að skynja að hún eigi að hætta að segja og byrja að hugsa. Og það er alls ekkert óvitlaust að spyrja mig þegar ég er á flugi við að tjá mig um eitthvað í a) - e) lið hér fyrir ofan, hvort ég sé yfir höfuð öskureið. Þá mun viðmælandi fá grun sinn staðfestan sé hann réttur. Spurning um að byrja að hugsa áður en maður byrjar að tala? Njee. |Dagga| 14:59mánudagur, apríl 03, 2006 Barnatímajazz ... ... bezt í heimi. |Dagga| 18:04 |