daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, apríl 20, 2006 Nei ég er ekki dauð ... Ég er bara að lesa eignarétt. Próf á föstudaginn í næstu viku sem hlýtur að teljast ótrúlegt því mér finnst eins og ég hafi verið að taka almennuna í gær. En nú er ég skráð í Útskrift 2007* og BA-ritgerð. Fáránlegt. Sumarið er á næsta leiti og ekkert hindrar mig í að dagdrauma um ferðalög miðnætursólarinnar yfir Nábýlisréttinum. OG! Ef allt gengur að óskum þann 28. og 29. júlí næstkomandi og Belle and Sebastian ákveða að droppa í heimsókn á klakann - verða allir sem vettlingi geta valdið staddir í Borgarfirðinum þá góðu helgi. Óóójá. Ég hygg á 15 bíla road trip með öllum sem ég þekki. Sérstök sameign kallar. *Lagað |Dagga| 20:11 |