daria * blogg hégómans
|
föstudagur, ágúst 20, 2004 Aldrei gaman þegar fýlan er við völd... Jæja, sáttum hefur vonandi verið náð við Unga Janfaðarmenn í Hafnarfirði í gær. Eins og margir vita hafa kraumað ósáttir hjá systkinum okkar í Hafnarfirði og þeir m.a. hótað að láta ekki sjá sig á Landsþingi UJ um helgina, sökum afspyrnu slapps upplýsingaflæðis meðal annars. En - við erum nú ekki gefin fyrir ósætti og viljum frekar elska kviðinn og strjúka friðinn og ætlum að hafa stuð í Hveragerði/allsherjarpartíi í Austurstræti á Menningarnótt. Já, partí opið öllum friðelskandi mönnum og ískaldur bjór í dós seldur á Evrópuverði! Ég ætla hinsvegar að sniðganga Landsþingið. Já, Lou Reed á hug minn allan í kvöld og ég fer ekki austur fyrir fjall fyrren í fyrramálið. Svona er ég nú léleg. Ég er annars komin í sumarfrí og er dauðfegin. |Dagga| 11:34 þriðjudagur, ágúst 17, 2004 Linkablogg! Leiðist ykkur á netinu? Þá er um að gera að kíkja á þessa góðu tengla, annar er ógeðslega ógeðslegur og hinn er ógeðslega skemmtilegur. *Ógeðslega ógeðslegur: Ég feta í fótspor hennar og birti slóð að öðru pedófílíuvefsetri. Litlar stúlkur í fegurðarsamkeppnum! *Ógeðslega skemmtilegur: Barbíleikur dauðans! Þó ég hafi nú ekki margt fallegt að segja um Barbí og hennar hyski, þá rokkar þessi síða. Mæli með Beauty Studio og Shopping Spree. Æði. |Dagga| 15:34 mánudagur, ágúst 16, 2004 Svona fór um sjóferð þá... Lítið varð úr útilegu hjá mér og fleirum er við gáfumst upp á laugardagskvöldið, enda orkuðum við ekki að tjalda um miðnættið, eins og þetta mæta fólk. Við höfðum tekið sénsinn á að taka hann Goða litla með, en verandi gamall og hræddur hundur entist gleðin ekki lengi hjá blessuðu greyinu og við fórum með hann heim. Ég ætla hinsvegar að taka hann Sigurð Þór á orðinu og halda hressilegt partí í bráð, þar sem söngbækurnar verða ekki fjarri góðu gamni. Einusinni var þetta uppáhaldssjónvarpsefnið mitt. Og þau eru á Íslandi, mæ god! Annars er ég sem límd við sjónvarpsskjáinn þessa dagana, eins og margir, í óða önn við að fylgjast með ólympíuleikunum. Ekki skemmir fyrir að Ragnheiður Ragnarsdóttir, stórvinkona mín til margra ára, er í sundliðinu. Hún er eitthvað um tvær sekúndur frá heimsmetinu í 50 skriðsundi, sem ekki er nú mjög mikið. Hvað eru 200 sekúndubrot milli vina? Ég veit að hún á eftir að standa sig prýðilega, blessunin. Hér er bloggsíða Ólympíufaranna... |Dagga| 14:42 |