daria * blogg hégómans
|
föstudagur, nóvember 26, 2004 Julebryg Fór og fékk mér Júlebrýg á Ölstofunni í gær. Það var góður sopi. Mig langar til Danmerkur. Er í Réttarsögu. SL á að vera að tala um DK en ræðir þess í stað um sápukaupmenn á Napóleonstímanum. En talandi um bjór. Hef tekið einhliða ákvörðun um að hætta þáttökuferli mínum í RösQuiz. Þrír sigrar eru alveg nóg, og svo er ég ekki alveg viss um að við séum orðin mjög vinsæl á meðal fastakúnna. Ring ring ring ring ring, banana phone... ring ring ring ring ring, banana phone. Atlablogg: Litli Fróðleiksmolinn: Jaaá, og Montesquieu, hann skrifaði nú skemmtilega og merkilega bók, jáh, lögfræðirit merkilegt nokk, veit einhver hvaða bók það er? þögn þögn Fartölvugimpið Dagbjört sem aldrei hefur stigið fæti inn í frönskutíma: Öh, L´esprit du lois? Stundum, of sjaldan, er maður heppinn. |Dagga| 08:29 þriðjudagur, nóvember 23, 2004 Ef ég væri hundelt af handrukkurum... ... myndi ég tvímælalaust leita að ránsfeng hér á Þjóðarbókhlöðunni. Fólk skilur þetta bara eftir á víðavangi og treysta á sakleysi samborgaranna. Ég bíð bara eftir póstinum frá hi-nem sem hljóðar svo: Kæru samnemendur. Í gær þegar ég var að læra á Þjóðarbókhlöðunni á 3. hæð nálægt tölvunum, þurfti ég að skreppa niður í kaffi. Svo þegar ég kom aftur þá var bara einhver búinn að taka lagasafnið mitt og HP tölvuna mína, módel nx 9005. Plís, elsku þjófur, skilaðu henni. Það er svo leiðinlegt að læra þegar það er gjörsamlega tilgangslaust. TILGANGSLAUST! Uhu. |Dagga| 17:18 mánudagur, nóvember 22, 2004 Eru þessir Vantrúarmenn svona rosalegir trúleysingjar? Ég les stundum áhugaverða síðu sem heitir því einkennilega nafni Vantrú púnktur net. Virðist mér sem ritstjórn téðrar síðu sé upp til hópa skipuð karlmönnum á aldrinum 20-30 ára og eiga það eitt sameiginlegt að trúa ekki á Ésú og englana hans. Né heldur virðast þessir menn kaupa kenningar um dulspeki og þess háttar pælingar. Ég leyfi mér hinsvegar að spyrja hvers vegna þessir menn nenna þessu. Ókei, við lifum á tímum trúfrelsis. Því verður ekki neitað. VI. kafli Stjórnarskrár Íslands kveður á um óheft trúfrelsi, þó það sé vissulega hægt að deila um það hvort hér ríki slíkt frelsi meðan álíka lagaákvæði eru til staðar í löggjöfinni. Það er hins vegar annað mál. Megininntak síðunnar er að fordæma kenningar kristinna manna og þeirra sem á annað borð aðhyllast trúarbrögð að einhverju tagi. Í pistli frá ritstjóra vefsins kemur fram að tilgangur skrifanna sé að leiða veg mannkyns í gegnum kenningar vísindanna og þá sé okkur loks fært að hverfa frá forneskjulegum háttum. Kommon. Mín ályktun er sú, að það er einfaldlega ekki hægt að hafa rétt fyrir sér í þessum málum. Hver er munurinn á þeim og Sálarrannsóknarfélaginu? Ekki að ég sé trúuð. Alls ekki. Þeir sem mig þekkja vita að ég er mjög hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, er tilbúin til að segja mig úr þjóðkirkjunni í dag (ef einhver nennir að skutla mér niður á hagstofu) og því síður sæki ég kirkjur mér til sáluhjálpar. Biblían er leiðinleg bók og guðfræði er asnaleg fræðigrein. En ég er t.d. mikil áhugamanneskja um dulspeki, og þó tek öllu „sjáandi“ fólki með fyrirvara. Ég held að það sé ekki hægt að sanna skyggni og það eru ábyggilega til fleiri loddarar en sannir sjáendur. Er ég að fara með fleipur? Má ekki fólk gagnrýna trúarbrögð í friði? Jú, það hef ég einnig gert. En mér finnast þessar blammeringar þarna bara vera tilgerð. Það er ekki eins og þessir karlmenn búi í ofsatrúarmettuðu samfélagi þar sem þeir eru neyddir til þess að biðja bænirnar í vinnunni og hneigja sig fyrir klerkum og kirkjunnar mönnum. Þeir geta sniðgengið hvers kyns trúarstofnanir ef þeim sýnist og ég get ekki séð að þeim standi ógn af Þórhalli miðli. Þeir bara fyrirlíta hann og hans kenningar. Þeir gera út á að „trúlausir geti líka verið siðmenntaðir vegna þess að þeir trúa á eigin siðferðiskennd“ og þ.h. dót. Síðast þegar ég vissi var lítil fylgni meðal trúar og siðferðis, og ég held að það sé almennur skilningur í samfélaginu. Tónninn í greinunum er beinlínis ögrandi og á stundum hálf-ósmekklegur, enda karlremban dálítið áberandi. En ekki nema von; öll ritstjórnin er skipuð karlmönnum (nema ein undir dulnefni, sem gæti verið gaur). Spennta skólastelpan? Æ, látiði ekki svona! En nú vilja margir misskilja mig. Ég kannast vel við nokkra ritstjórnarmeðlimi og þeir eru óskaplega góðir drengir, mjög góðir drengir. Enda eiga þeir ekki heiðurinn af óskemmtilegri greinunum og sumar þeirra greina eru bara nokkuð góðar. Það sem ég vil sagt hafa að vantrú sumra hefur snúist upp í andhverfu sína. Er vantrúin orðin svo sterk að hún er orðin að trúarbrögðum? Er hægt að sanna allt sem þeir vilja styðja með vísindalegum kenningum? Verða sumir hlutir ekki alltaf óráðnir? Ég skil þessa vantrú þeirra sem trú á vísindin, sem á þó sennilega margt óskylt með Vísindakirkjunni. Það hefur enginn einn rétt fyrir sér, látum ekki stjórnast af fyrirlitningunni! |Dagga| 14:02 |