daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, júlí 06, 2006 Buxnaskrímsli Ég var ekki farin að taka eftir því fyrr en um tíu-hálfellefuleytið í morgun að það var eitthvað skrýtið í buxnaskálmunum (nei pervertarnir ykkar, ekki svo gott). Allavega var nokkuð undarlegt sitja á hækjum sér við leit að ónefndum hlut inni í hvelfingu. Eitthvað var þarna. Þetta gat verið: a) Tilkomumikið loðdýr sem hafði náð bólfestu á innanverðu læri b) Sokkabuxurnar síðan í gær. Í á annan tíma hafði ég unnið mitt starf með aukasokkabuxur innanklæða án þess að verða þess vör. Ég er hætt að koma sjálfri mér á óvart! |Dagga| 13:05 þriðjudagur, júlí 04, 2006 Sumir dagar Eru vondir. Eins og dagurinn í dag sem einkenndist af vinnuverkjum í minni ó-svo slösuðu hendi sem ætlar að hrjá mig til eilífðarnóns, þökk sé athyglisgáfu minni og Strætó B.S. Og svo varð ég bílveik í eigins bíl í morgun! Almennur lufsuleiki allsráðandi og ljótan ekkert á heimferð. Þá á maður að minna sig á að lífið er þess virði að lifa því (seiseijá) og líkt og Faster Fifi kenndi bróður og bróðursyni - ef eitthvað er ekki alveg nógu skemmtilegt í dag, hlýtur eitthvað hressilegt að vera á næsta leiti! ![]() Og e.t.v. hressist Viktor á næstunni. Vonandi. Ætla að skella mér í sund! |Dagga| 17:51 |