daria * blogg hégómans
|
fimmtudagur, febrúar 27, 2003 Cause it´s the song that never ends.. it just goes on and on and ooooon.... Sunnudagurinn 16. febrúar Jæja hvert var ég komin? Já, við höfðum nýlokið við að borða af gígantískum japönskum trébáti sem var fullur af kræsingum og persónulega var ég pakksödd. Hafði reyndar líka fengið 650 ml Sapporo bjórdós sem er nota bene einn besti bjór sem ég hef fengið. Nú spyrja margir eflaust; hvernig fór hún nú að því að fá sér bjór? Nú, ég bara bað faglega um hann og japanska gengilbeinan í fallegu fötunum hreifst svo af átfittinu mínu og spurði bara um aldur minn, ekki skilríki. Ég sagði þá aðeins “tventívon” og ekki málið, bjór handa DH coming up. Fyrir þá sem reynslu hafa af underage drinking í USA vita að þetta er attitjúd er afar sjaldgæft. Við hefðum nú samt mátt drekka meira af þessum bjór. Við ætluðum að sjálfsögðu að enda ferðina með stæl á karókíbarnum alræmda (sem ég og Kári vorum nú reyndar bara spennt fyrir..) en síðan kom á daginn að hvergi væri opin “liquid store” (haha einkahúmor!) í gjörvöllu fylkinu; eina ráðið væri að keyra til New Hampshire því það er sko good-shit líbó demókratafylki!! Ekki gátum við farið inn á staði því eigi höfðum við aldurinn. Eina ráðið var að fara upp á hótel og panta flösku upp á herbergi, það hlyti að vera hægt. En nei. Það væri sko “hotel policy” að senda ekki upp flöskur. En af því að Anna Pála er svo ljúf í síma og góð að plögga, þá fengum við senda eina 750 ml Jack Daniels upp á herbergi 786 eftir 1 og hálfan tíma af röfli. Á 110 DOLLARA!!!!! Já, ég segi það satt krakkar mínir. Þetta fólk vissi sko alveg að hér væru 6 krakkar í tómu rugli og notfærðu sér aðstöðu sína; hvaða fáviti myndi kaupa flösku á 9000 kall? Við fengum nú reyndar hnetur með.. en ég vil láta alla vita að Kári stóð alfarið fyrir þessu!! En allavega, þá drukkum við 2 glös á haus og héldum út. Að sjálsögðu var kóreski karókíbarinn lokaður því það var sunnudagur. Hvað gerðum við þá? Jú, þar sem ég Anna og Kári vorum alveg singing-thirsty, skildum við Yngva, Orra og Se eftir og tókum leigubíl “to the next karaoke bar”. Leigubílstjórar Boston-borgar eru samt meiru helvítis fíflin allir sem einn og kallinn droppaði okkur einhversstaðar útí rassgati á e-n stað sem var með heldur vafasömum dyraverði. Við meikuðum ekki að fara þangað og reyndum næsta stað eftir nokkurt labb. Þá lenti ég í einni mögnuðustu reynslu ævinnar; við vorum komin á alvöru mafíósabar! Tony Soprano var í dyrunum og var engan veginn að fara að hleypa úlpuklæddum íslendingagimpum inn á staðinn sinn. Kári var nefnilega í hvítum adidas skóm og var hann rekinn á dyr þeirra vegna. Þá sagði greyið Kári eitthvað “Yes but these are very trendy shoes...” og ég vissi ekki hvert Mr. Soprano ætlaði! “What´s ´da matta with you?” fékk hann að heyra, það var bara of fyndið! En þar sem ég var alveg í spreng varð ég bara að fara á mafíukló. Þá tóku við hörkusamningaviðræður við Don Corleone (gamli mobsterinn sem sat á stól með hatt og rukkaði ljótt fólk um extra aðgangseyri) um unnusta minn (my fianceé.. alltaf langað til að segja þetta þótt ég eigi engan ;)) sem væri á efri hæðinni og ég bara YRÐI að láta hann vita að ég væri ekki að koma, annars yrði mér dömpað og bla bla! Að lokum urðu þeir svo þreyttir á mér að ég þurfti að borga þeim 20$ í aðgangseyri og ef ég væri ekki komin innan 10 mínútna væri ég dauð! Aldrei orðið jafn fokking intimidated á ævinni!! Ég stóð í díl við alvöru mobster, eitthvað sem ég ætla ekki að endurtaka í bráð! En ég fór á klóið og gellurnar þar, sjí mar! Mobster-hórur dauðans! Í minkapelsum með 5 kg demantshringa og fannst ekki mikið til mín koma. Ja, ég var kannski með tagl, bleikt sjal og með bangsahúfu en ég þurfti þó ekki að ganga með hársprey í veskinu til að halda hárkollunni fínni... þvílíkar múnderingar! Líktust einna mest appelsínugulu afrói eða eitthvað... Þegar ég kom niður fékk ég 20 dollarana endurgreidda og ég þakkaði fyrir góð viðskipti. Anna Pála er eins og ég hef áður sagt, einn magnaðasti plöggari vorra tíma og hafði gefið sig á tal við glæsireiðarbílstjóra mafíósanna. Limúsína þessi var hvítur upphækkaður 5 glugga (já ég sagði 5 glugga! 12 í allt) jeppa-limmi og sá var góður á því, hleypti okkur inn og tók myndir og ég veit ekki hvað og hvað. Og þetta var alveg sá flottasti sem ég hef séð; glös fyrir 30 manns, sjónvarp með DVD og þar fram eftir götunum. Eftir þetta ákváðum við bara að fara heim og ég var rænd af fokking Boston leigubílstjóra.. sjíí.. Strákarnir voru í ágætis afslappi uppi á herbergi og við horfðum á Rocky 3. Man, Mr. T er svo svalur.. Mánudagur 17. febrúar. Byrjuðum daginn á því að snæða morgunverð á hótelinu. Líklega í eina skiptið á minni lífstíð sem ég borða pulsur og ber í morgunmat. Já og náttúrulega vont kaffi. Neinei, þetta var fínt. Leið samt ekki vel á eftir þar sem ég er ekki mikið fyrir morgunmat almennt, en ég var ekki þunn. Slíkt hefði verið ómögulegt eftir hænufylleríið. Nú var bara mál að skella sér í að pakka því við þurftum að rýma herbergin um hádegið. Notaði síðasta tækifærið til að horfa á ameríska sjónvarpið.. HBO, FOX og Nickelodeon eru góðar stöðvar. Aftur á móti eru fréttastöðvarnar alveg tóm della! Allan þann tíma sem ég hafði stillt á fréttir var bara verið að tala um Írak og hvað það væru miklir fávitar í Evrópu! Bla bla bla!! Það er ekki furða að G.B. sé forseti þvílík endemis fáfræði í einni þjóð! Fólki var virkilega ráðlagt að kaupa sér einangrunarplast og límband til að stemma sigu við eiturgufur ef til skyndilegrar árásar myndi koma. Svo var alltaf svona tákn í horninu sem á stóð “Terror alert: High!” Sjííí.. Þetta fólk, það á bágt! Þegar kom að því að gera upp hótelreikninginn brá okkur heldur betur í brún. Símreikningarnir fyrir bæði herbergin voru stjarnfræðilega háir. Yngvi hafði tala fyrir 108 dollara (sem var þó ekki jafn mikið og flaskan góða) en þar sem Yngvi er líka þekktur fyrir plögg-tækni tókst honum að lækka heildarkostnaðinn niður í um 100$. Boston Park Plaza.. ótrúlegt hótel! Nú var hinsvegar ekki jafn ískalt eins og undanfarna daga (eitthvað um –15°C) en kominn pínu snjór og rok. Æjæj. Þá var bara að tékka á fluginu… Gott fólk. Logan flugvelli hafði verið lokað um óákveðinn tíma sökum snjóstorms! ER EKKI ALLT Í LAGI? Ég er að segja ykkur það, Ameríkanar eru (ásamt því að vera lúðar) hysterískasta þjóð í heimi. En hvað gátum við gert annað en bara segja ókei og fara í búðir? Urban Outfitters var heimsótt aftur og meiri peningum eytt. Anna Pála var rosaleg, þvílíkir fatastaflar sem hún var með! Mollið þótti lélegt (eins og ég hafði sagt) og Newbury Street (Laugavegur Boston-borgar) hafði skemmtilegar draslbúðir að geyma. Ekki var mikið um fólk á ferli og kl 2 var flestum búðum lokað í bænum. Útaf snjónum sko. Við bara trúðum þessu ekki. Kári og Orri fóru í víking uppá flugvöll og reyndu að redda heimferðinni og fá frekari upplýsingar. Þær voru á þá leið að best væri að eyða annarri nótt í USA og taka næsta áætlunarflug heim. Fundum þá nýtt og helmingi ódýrara hótel sem þó gaf hinu ekkert eftir. Eins gott að dagpeningarnir voru ekki búnir, þá hefðum við verið á götunni. Til að eyða tímanum ákváðum við að skella okkur í bíó. Sáum Gangs of New York og var hún alveg fín. Ég hata þig Cameron Diaz, ég hata þig. Þegar við komum af myndinni sá ég konu sem var ekki alveg að meika “storminn”. Hún var þarna alveg grátandi yfir vonda veðrinu og hélt dauðahaldi í manninn sinn sem var í álíka annarlegu ástandi. Þetta var víst stærsti stormur síðan 1978. Ég spyr bara, haaa? Þarf þetta fólk ekki að upplifa rok? Við hljótum þá að vera hetjur? Ég hef nú heyrt að þetta hafi þó verið öllu verra í NY og nágrenni, en samt, þetta voru bara svona 7-8 vindstig, ekki meira. Chilluðum meira uppi á hótelherbergjum og horfðum á Not another teen movie. Sem btw er ein besta mynd síðustu ára, það segi ég satt Sigga mín! Þriðjudagurinn 18.febrúar Margir halda kannski að við ættum að hafa verið ánægð með aukadag í USA? Jújú, samt eiginlega ekki. Við vorum bæði orku- og peningasnauð auk þess sem að sumir höfðu aðkallandi skyldum að gegna heima fyrir. Við notuðum þó þennan síðasta dag er stormurinn hafði sjatnað um nóttina. Leiðin lá í M.I.T. eða Massachusetts Institute of Technology sem er einn allra virtasti tækniháskóli í heimi þessum. Ætlunin var að heimsækja Sigurð Helgason, íslenskan stærðfræðiprófessor. Við tókum “The T” og nutum vetrarsólarinnar; þetta var gullfallegur dagur í alla staði en mikill snjór. Þegar komið var á campusinn var fátt um manninn. Skýringin var sú að þar sem fólki var enn ráðlagt að halda sig heima fyrir voru engir tímar í gangi. HA? Ég lærði þó eitt í þessari ferð; að spyrja ekki spurninga. Það þýddi einfaldlega ekki. Ég var nú svolítið spæld, mann langaði að kíkja í eins og einn tíma í rafeðlisfræði eða stjörnufræði, jafnvel stærðfræði. Haha. En allt kom fyrir ekki, Sigurður var ekki við en lofaði okkur heimboði og pitsu ef við þyrftum að vera lengur í USA er við ræddum við hann í síma. Síðan röltuðum við um hverfið og borgina, fórum í bókabúðir og keyptum enn fleiri bækur (Anna Pála went keraazy!). Hringdum síðan í Flugleiðir og allt leit vel út. Við vorum að fara heim. Jess! Tókum samt eina Newbury street skorpu og keyptum aaaðeins meira. Yngvi keypti Puma skó. Komst síðan að því á flugvellinum að hann hafði fengið 2 hægri skó. Haha. Eða eins og Orri sagði: In America, the customer is always right! Já, satt segirðu. Hann og Kári gerðu sér reyndar ferð í the grocery store og keyptu samtals 6 kippur af Dr. Pepper. Eitthvað er sá drykkur betri í úglöndum en heima. Það féll þó í minn hlut að geyma þetta drasl (Orri ég er ennþá með minidiskana þína! Hah.. Dejávu! ;D) Ég fór líka og keypti hið marglita morgunkorn Fruit Loops. Viðbjóður, en eitthvað sem ég hef viljað smakka í mörg herrans ár. Keypti líka nýja tegund af grænu tei frá Celestial Seasonings. Með hindberjabragði. Já, ég ætlaði að vera heví góð á því og mæta með þetta í Mararþaraborg og monta mig, en þá hafði Hákon keypt sama teið! Oh hvað ég var reið! En allavega, við flugum heim um 8-9 leytið og lentum snemma á miðvikudagsmorgni. Hvað það var gott að koma heim í hlýjuna(!) Mamma hans Se skutlaði okkur Önnu og Yngva heim og það var frábært. Svaf síðan til kl 4.. sjitt ég hata að snúa sólahringnum svona við. Ferðin í heild sinni var ótrúleg reynsla. Ég komst að því að margir krakkanna á ráðstefnunni voru oft ríkari en þau voru klár. Samt var þarna fólk sem maður lærði fullt af og ég vona að ég fái að taka þátt í svona aftur, þá með töluvert betri undirbúningi að baki. ( meira en viku) En hver stóð sig svo best? Ég... eða ekki. En sama hvað hver segir fannst mér ég leggja mitt af mörkum innan nefndarinnar þór ég hafi verið e-ð fjarverandi og ekki tekið beinan þátt í vinnslu niðurstöðunnar. Kári, Orri og Anna gerðu það þó af stakri prýði og er það vel. Se beilaði samt á þessu eitt kvöldið og fór á barinn. Haha. Yngvi var nú alltaf bara að horfa á sjónvarpið uppi á herbergi þegar ég kom heim af fundum.. hmm :) Nei í alvöru, þá vorum við ótrúlega gott teymi og gerðum okkar hluti eins vel og við gátum, og það var ekkert smá. (Nú er ég að reyna að vera modest en ekki væmin.. :D) Þó það hafi verið ógeeeeðslega gaman og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa verið beðin um að fljóta með, þá verð ég að segja að Ameríka er land sem ég myndi aldrei nenna að búa í. Þetta er samt svolítil landleysa.. menningin er einhæf í fjölbreytni sinni og Evrópa er bara flottari. Viva Europa! |Dagga| 18:33 þriðjudagur, febrúar 25, 2003 GAAA!! Hvernig vinnur maður upp tveggja vikna stærðfræðifjarveru? Sjííí... ég held að þetta sé týpiskt dæmi um að einkunnin 4 sé í aðsigi. Ég er svona lásí. :Þ Jæja, ég hef nú lent í öðru eins. Arvo Pärt er til söngs á fimmtudaginn með Sinfóníuhljómsveit Íslands og er dáldið gaman að því. Verð samt heldur betur fegin þegar það verður búið. Á ég að segja ykkur samt frá því sem ég er búin að vera að bralla síðustu 2 vikurnar? Hektískt, segi ekki meir. Setjið ykkur í stellingar fyrir STÆRSTU OG FEITUSTU FERÐASÖGU VIKUNNAR: HNMUN 2003 - BOSTON!! Áður en lengra verður haldið er vert að telja upp ferðafélaga mína. Þau eru: 1. Anna Pála Sverrisdóttir. 19 ára yngismey og apaköttur sem kann að redda sér í blindbyl á ókunnum slóðum. Hún getur þó tekið upp á að slöngva eins og einum handlegg í þig í svefni! Hún var í stjórnmálanefnd fjallaði um hryðjuverk samtímans. 2. Kári Hólmar Ragnarsson. 18 ára monthani og Dr.Pepper unnandi. Hatar ekki Dani. Var í félags og mannréttindanefnd. 3. Orri Jökulsson. 18 ára Dr. Pepper unnandi líkt og Kári vinur hans. Klikkaði ekki á að taka með sér skjalatösku (sem nýttist undir Dr. Pepper birgðir á heimleið). Hann fjallaði um hlutverk Lettlands innan alþjóða upplýsingasamfélagsins (tölvur og shit..). 4. Sæmundur Ari Halldórsson - a.k.a. Se Mundur. 21 árs jarðfræðinemi úr HÍ sem margir kannast e.t.v. við úr miðju GB liðs Borgarholtsskóla 2001. Ljúfur snáði sem fjallaði um málefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO). 5. Yngvi Eiríksson. 19 ára drusla sem gleymdi að minnast á mig á Pólitík.is þegar hann átti grein á föstudaginn var. SKAMMASTU ÞÍN HÓRA. Hann var í nefnd sem fjallaði um afvopnun á kjarnorkuvopnum ýmiskonar. Að lokum má síðan þess geta að ég var í lögfræðinefnd og fjallaði um ólögleg viðskipti á alþjóðamarkaði. Úha. Tough shit. Þetta byrjaði samt allt saman þann 12..... Miðvikudagurinn 12. febrúar Jæja, ég var búin að segja ykkur frá stærðfræðiruglinu (ég hef ákveðið að fara ekki í hagfræði, þeinkgod!) og drattaðist út á flugvöll ásamt hinum gimpunum um þrjúleytið. Eftir bjóra á kostnað Sæma og 3 ávaxtagloss frá Önnu Pálu komumst við upp í vél. Aldrei verið svona upptekin í flugferð enda áttum við eftir að klára heljarinnar “Position Papers” um 2 málefni sem yrðu hugsanlega rædd innan okkar nefnda. Næst þegar ég verð að læra undir próf ætla ég að taka fámennt flug til Ameríku; þvílíkur lúxus að læra með heila sætaröð undir rassinum og konu sem kemur reglulega til þín og gefur þér djúsglas. Aldrei skemmt mér svo vel við lærdóm. Ekki spillti fyrir að þetta var á Harvard standard og maður mátti ekki bregðast Lettlandi. (Þess má geta að við vorum ekki að kynna stefnu Íslendinga, heldur Letta. Tilgangurinn með því var að auka víðsýni. Eða eitthvað.) Lentum síðan í Boston eftir 5 tíma flug og VÁ ÞAÐ VAR KALT! Aldrei lent í öðru eins, ég sem hélt að ég væri hörkutól. Frostið eitthvað um 10 gráður! Við sögðum hinsvegar engum að okkur væri kalt því slíkt er jú dauðasynd Íslendinga í úglöndum. Þegar á hótelið var komið urðum við fyrir allnokkrum vonbrigðum, þrátt fyrir dýrðarinnar ljósakrónur og einkennisklæddann dyravörð í lobbýi. Herbergin voru lítil en gátu þó rúmað okkur. Yngvi svaf þó á bedda hjá okkur Önnu og Se + Górillufélag undu sér vel í stærra herberginu innar á ganginum. Eftir að hafa draslað til í nokkrar mínútur gátum við ekki lengur beðið og fengum okkur að borða á Wendys, sem er sveittur skyndibitastaður með teppum á gólfinu. Síðan kíktum við á Dunkin´ donuts og ég fékk mér Decaf og Jelly Donut. Sá kleinuhringur er nú ekkert nema léleg berlínarbolla og aldrei fékk ég eins gott kaffi í USA eftir þetta koffeinsnauða sull. Bandaríkjamenn vita ekki hvað kaffi er. Punktur!! Eftir kalda matarleit tók við andvökunótt því enn áttum við eftir að klára ritgerðirnar. Það hófst þó að lokum daginn eftir, en... Fimmtudagurinn 12 febrúar. ...einhvernveginn held ég samt að ég hafi reddað öllum hópnum sökum gífurlegrar forsjónarsemi minnar. Ég tók með mér sléttujárn f. hárið, en millistykkið fyrir það apparat var notað í fartölvuna. Aldrei gat ég því slétt á mér hárlubbann. Ég var því eins og trúður allan tímann. Æj. En allavega. Á fimmtudagsmorgninum gátum við fundið þennan líka frábæra morgunverðarstað, Au Bon Pain og snæddum dýrindis máltíð. Nema ég sem í heimsku minni og græðgi pantaði beyglu með beikoni og eggjum og hélt að það yrði gott. Ohaaha, nei. Fór ekki aftur á þann stað. Síðan tók við lokatörn í ritgerðavinnunni og um eftirmiðdagsbil fórum við í plebbadragtirnar. Hittum ráðstefnufélaga okkar á sérstakri móttöku þar sem leikreglur voru kynntar og þvílíkt og annað eins jargon... Guðmundur Edgarsson, ég á þér líf mitt að launa. Caucus, consensus, blabla.. ég hefði gert mig að athlægi hefði ég ekki kunnað skil á ýmsu sem þarna fór fram því þetta voru upp til hópa bara Ameríkanar. Ivy-league pakk. Ivy-league skólar svokallaðir eru virtustu háskólar USA og skólavist kostar yfirleitt meira en hús foreldra þinna. Þarna var t.d. fólk úr Yale sem var með Rússland. Hinn virti Brown háskóli átti að vera með Ísland en beilaði! Drasl! Svo var Harvard liðið að stjórna fundunum, þau höfðu ekki tíma í lágkúrulega nefndavinnu. Á þessum fundi fengum við að hitta Þjóðverja nokkra sem áttu að representera Litháen. Þá kættumst við mjög, haldandi að þarna væru fyrirtaks samstarfsmenn á ferð þar sem Litháen er Eystrasaltsríki eins og Lettland. Eistland var ekki á staðnum og er það synd þar sem þessi Þjóðverjagimp gerðu ekkert á allri ráðstefnunni. Öll 6 höfumvið sömu sögu að segja af þessum mönnum; þeir gerðu ekkert og mættu ekki einusinni á síðustu sessjónir. Oj þeim. Fyrsti fundurinn hófst um kvöldmatarleytið og þá skildust leiðir okkar sexmenninganna. Öll héldum við í okkar sal og spennan var yfirþyrmandi. Ég tyllti mér við hlið Úkraínu og Litháen, spennt eins og lítið barn í 5 ára afmæli eftir 3 skúffukökur. Þarna komst maður að því að meðalaldurinn var um 25 ára aldurinn og allir yfirmáta kunnugir aðferðum og vinnubrögðum sem þarna áttu að eiga sér stað. Maður var samt hvergi banginn, ég var bara eitthvað Lettland, hverjum er ekki sama um litla útkjálka? Það fyrsta sem fór fram á fundinum var kosning á milli málefnaflokka. Eins og ég hafði sagt frá var okkur gert að kynna okkur tvo málefnaflokka og skrifa ritgerðir um þá. Núna var komið að svokallaðri atkvæðagreiðslu sem myndi ákvarða hvorn flokkinn nefndin myndi ræða þar sem aðeins var tími fyrir annan þeirra. Við gátum valið um “Space Law” eða einskonar geimferðalög og “The Illicit Global Economy”, eða fjármál alþjóða glæpastarfsemi af ýmsu tagi. Eftir að hafa kynnt mér málin gerði ég ráð fyrir að ég myndi geta tjáð mig mun meira um ólögleg viðskipti á alþjóðamarkaði og stöðu Lettlands og annarra fyrrverandi Sovétríkja á t.d. mansals- og fíkniefnamarkaði. Besta leiðin til að uppræta hryðjuverkastarfsemi og önnur glæpasamtök er nefnilega að koma auga á fjármál þeirra (peningaþvott, skattsvik og gjaldmiðlabrask). Geimréttur og skortur á reglugerðum um vopnaeign útí geimi býður ekki upp á miklar umræður þar sem það er vandamál stórvelda fremur en t.d. Afríkuríkja. Maður myndi halda að allir væru sammála þessu en þar sem salurinn innihélt fleiri Ameríkana að representera þjóðir aðrar en sínar eigin varð Geimmálaflokkurinn vinsæll meðal þeirra. (Columbia slysið, you know. HVERJUM ER EKKI ORÐIÐ SAMA UM ÞAÐ? Þetta voru 7 manns í geimskutlu sem bilaði. Hvað ef þetta hefði verið rúta full af litlum börnum í Malawi? Hefði það komist í fréttirnar? I merely doubt so!) Anyways, þá voru ríki eins og Finnland að styðja val á geimrétti? Hvurn djöfulinn á það að þýða? Þetta var einhver amerísk gella (sem síðar átti eftir að gera mér og mínu ríki lífið leitt, dammit! :D) að eipa á geimslysum sem höfðu svooo mikil áhrif á Finnland. Yeah right. Finnland er nefnilega ekki miðstöð mansals í A-Evrópu og hefur svo mikið samband við Alþjóða-geimferðarstofnunina. Ameríska stúlkan vildi bara tala um geiminn en ekki við hin sem komum frá löndum er búa ekki yfir massífum tengslum við geimskutlur. Að sjálfsögðu unnum við útlendingarsigur í EN AAAALLAVEGA. Í byrjun fundarins stóð ég þó framm fyrir gífurlegu vandamáli. Eins og svo margir kannast við getur það verið ferlega fyndið að heita óþjálu íslensku nafni á erlendri grundu. Það er kannski í lagi að heita rýtingur (dagger) á sólarströnd eða á fyllerísferðalagi, en ekki í Harvard. Ekki gat ég verið Dagbjört, (né Daybright.. hahah!) og ákvað ég þá á sekúndubroti að kynna mig sem Dariu þegar ég var spurð. Og tilfinningin var frábær. Ég er að hugsa um að skreppa niðrá hagstofu og kippa þessu í liðinn. Bæ bæ Dagga! Verkefnavinnan var rosalega áhugaverð til að byrja með og margt fullorðinslegt stöff átti sér þar stað. Í raun var þetta bara ein stór ræðukeppni þar sem fólk skiptist á að tala í pontu, milli þess að skila in 2-3 vinnuskýrslum sem áttu að vera uppkast að tillögu á lausnum alheimsvandamála tiltekinnar nefndar. Umræðurnar voru heitar. Allir Kanarnir kepptust við að vera bestir (það voru verðlaun í húfi..!) og fundarstjórinn (sætur strákur úr Harvard) stýrði kappræðum af stakri snilld. Allt gekk vel og umræðurnar á mannamáli.. en sem komið var. Þegar líða tók á kvöldið varð skrafið orðið heldur langt og fundi slitið um 11. Litháen-Þjóðverjagimpið hafði veriðduglegur við að vera sammála mér en gerði ekki neitt. Í raun kom hann ekkert aftur á fundi, hann svaraði bara nafnakalli og lét sig síðan hverfa eins og ég gerði í leikfimi í gamla daga. Þegar ég hitti hina krakkana uppi á herbergi komst ég að því að þau höfðu sömu sögu að segja af þessum Litháen-Þjóðverjagimpum.. heví fyndið! Svo fengum við nafnspjöldin og komust að því að Sæmundur hafði einnig skipt um nafn; hann hafði hlotið nafnið Se Mundur. Hah! (Við köllum hann ennþá Se án þess að blikna. ) Föstudagurinn 14. febrúar – Valentínusardagurinn! Já krakkar mínir, það er ekki tekið út með sældinni að vera í USA á sjálfan V-day. Frekar sykruð stemning þarna. Ógeðslegur skítakuldi og stefnan tekin á Harvard háskólann! Ég tók fullt af myndum á einnota myndavélina mína, m.a. reyndi ég að taka eina af dauðum íkorna en hjarta mitt kiknaði. Heví fyndið samt. Ég sá lögfræðibygginguna ásamt fallegum gömlum múrsteinshúsum.. mér bara leið eins og í draumi. Síðan var okkur MEINAÐ AÐ FARA INN Á BÓKASAFNIÐ! Bleh! Mig langaði ekkert þangað hvort sem er.. fór bara í Harvard bókabúðina í staðinn og keypti mér Jerry Seinfeld bók, Woody Allen biography og fleira drasl. M.a.s var þar “The Light Of The Universe” eftir HKL á heiðursrekka. Magnað. Eftir að hafa keypt nóg Harvard drasl til að klæða 4 plebeia (Anna Pála STAL bol, óvart..), fórum við heim og héldum áfram að vera vitrir diplómatar. Þá var komið að mér að leggja orð í belg og ég pantaði mér sæti á ræðulista. Komst reyndar ekki að fyrr en daginn eftir en reyndi að fylgjast með. Komst m.a. að því að ástæðan fyrir því að Sviss er svona helvíti ríkt er vegna tekna af leynireikningum í alþjóðabönkunum. Þetta land bókstaflega heldur utan um alla glæpastarfsemi alheimsins og gerir barnahórmöngurum kleift að vera ríkir. Neutral Smeutral, my ass. Þeir sleppa við öll boð og bönn því þeir eru ekki með í neinu, nema EFTA (haha).. þeir ættu að skammast sín, bananalýðveldi. Erlingur, kipptu þessu í liðinn. Svo unnum við mikið og mikið og ég fékk 39 stiga hita en reyndi að vera með. Sem gekk svona upp og ofan. Einhvernveginn lagaðist samt allt eftir þurran martini á mexíkósu veitingahúsi…… Laugardagurinn 15. Febrúar Sjí, ég var orðin veik eftir kuldann. Ég meikaði ekki fundina lengur. Það voru allir vondir við mig vegna þess ég hafði vitlausar skoðanir. Lettland er ekki stórveldi en með skoðanir á hlutunum. Fólki þótti ég ekki gæta hagsmuna fátækra þjóða (sem var rugl) og ég beilaði á fundinum þennan eftirmiðdag. Ég var ekki í skapi til að rífast við hagfræðifólk í MBA námi í Princeton um framgang alþjóðlegra skattsvika. Nei, Dagbjört skrapp í Mollið. Þar rakst ég á 600 dollara Chanel-skó ásamt öðru Manolo Blahnik pari á 400 í Saks -5th avenue. Aldrei liðið jafn ríkmannlega þegar ég afþakkaði frekari mátun á Christian Dior blómaskóm. “I´m on the run, you know” :D Annars var þessi verslunarmiðstöð drasl og ég keypti ekki neitt. Hins vegar kíkti ég í flottustu búð í heimi (yes I´m serious.. Í HEIMI) en hún heitir Urban Outfitters. Og ég keeeypti! M.a. svona He-Man Jesú, New Jersey Bol og ég veit ekki hvað og hvað. Um kvöldið keyptum við fullt af ódýrum bjór og reyndum að svalla í einhverri veislu sem haldin var á hótelinu. Við Anna Pála urðum að láta okkkur nægja að höstla drykkina frá eldri mönnum þar sem við höfðum ekki aldur til að vera drykkjurútar. Ömurlegt land…Strákarnir pöntuðu bara klám uppi á herbergi (á kostnað….:D ) Þótti í raun sérstaklega slæt að missa af því, svona upp á að segja frá því sko.. :D Sunnudagurinn 16. febrúar Ég, Yngvi og Anna Pála vöknuðum þunn/þreytt en górillufélagið hafði vit á sér og mætti á lokasessjón kl. 11. Ég kom rétt fyrir lokakosningu og kaus eftir minni sannfæringu þvert á vilja Yale háskólans. I rule. Rússland, go to hell! Síðan fórum við bara á einhverja lokaathöfn inni á sal og horfðum á Ivy-league skólana hrifsa til sín öll möguleg verðlaun. Gaman. Eftir mygl inni á herbergi ákváðum við að fara í Kínahverfið og duttum inn á þennan líka rosalega japanska veitingastað. Þar var okkur gert að fara úr skónum og yfirhöfnum eins og skot, auk þess sem að við fengum svona heit handklæði til að ylja kaldar hendur. Hvílík manngæska! Maturinn var líka rosalegur, fyrir okkur 6 pöntuðum við bát fullan af sushi, 2 humrum ásamt djúpsteiktum rækjum, ávöxtum og ég veit ekki hvað og hvað. Djúpsteiktur engiferís í eftirrét. Magnað! Síðan ætluðu Íslendingarnir á fyllerí. Það var ekki hægt vegna áfengislöggjafar Massacusetts-fylkis og almennra asnalegheita Bandaríkjanna. …. Vá er einhver að lesa þetta? Ég er komin með náladofa í puttana og ég hef ákveðið að halda skrifum áfram í kvöld eða á morgun. Bíðið spennt ! |Dagga| 17:18 Hvaða helvítis kjaftæði er þetta? Hvarf síðan bara? Jæja, sögunnar er að vænta innan skamms.. á eftir eða e-ð... |Dagga| 10:00 |