daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, mars 09, 2003 Áður en lengra verður haldið með næstu færslu vil ég biðjast afsökunar á leti minni. Hún mun aldrei hverfa enda er ég alræmdur letingi þótt ég virðist oft á tíðum dugleg. Ég segist vera að þrífa, að læra undir landafræðipróf eða gera heimadæmi en í flestum tilfellum er ég bara að rista brauð eða prófa nýjar útfærslur á augnskuggum frá 1986. Í gær eyddi ég t.d. miklum tíma í endurröðun í fataskápnum (henti öllu út, braut saman og henti buxum sem vilja ekki passa á mig lengur >:O) . Líf mitt stefnir brátt í glötun. Æj. Röflum ekki meira um það og horfum til framtíðar! Ég komst að því á síðustu dögum að bloggið mitt er dálítið frægara en ég hélt. Grunsamlega margar heimsóknir koma frá Belgíu. Ég gruna Björgu í Brussel um sník-pík og er það vel. Ragnheiður Sturludóttir linkar á mig. Fyrir kurteisissakir linka ég á hana en kunni þó ekki við hlægileg ummæli hennar er hún kynnti tengil minn á sinni síðu. Þar var hún e-ð að segja "Dagga heldur að hún sé rokk og blaaa.." Já... lífið væri sannarlega betra ef ég væri eins mikið rokk og hún Ragnheiður (Sigh). Héhé. Síðan er Ugla Egilsdóttir busi einnig komin með tengil á mig. Sem er nú ekkert nema sjálfsagt þar sem ég kenndi henni að koma upp síðunni. Ágætis sprund. Loks er það hún Anna Tryggva. Hún er í 11. sæti fyrir VG í Kragakjördæmi og Alt í kórnum. Semsagt, andstæða mín. Nei ég segi svona :) Síðan eru viðgerðir á síðunni í óða önn við að klárast. Blogger er nú samt eitthvað að bregðast mér! Vill ekki taka þátt í uppbyggilegri starfsemi. Skamm! |Dagga| 02:05 fimmtudagur, mars 06, 2003 Nú hefur könnunin staðið yfir í þónokkurn tíma og sumir gestir tóku þátt. Árangur var með ágætum; sérstaklega hjá Norðlendingum. Eins og ég hafði lofað voru vegleg verðlaun í boði handa þeim stigahæsta og er það því vel við hæfi að tilkynna efstu 3 sæti: 3. sæti - Sigríður Ásta Brasilíustúlka 80 stig. Hún var ekki alveg með það á hreinu hver Daria Morgendorffer er (iss.. og flaskaði á leiðinlegustu hljómsveitinni (ÁMS)). Báðar smávægilegar villur og klapp til Siggu á kollinn. 2. sæti - Sandra Ósk Sandra stóð sig með eindæmum vel og fékk 90 stig. Frábær árangur! Hélt reyndar að uppáhaldshljómsveitin mín væri Air; sem er eiginlega líka rétt þannig að hún fær alveg 100 stig, segjum það bara! 1. sæti - ÁGÚSTÍNA! Vá! 100 stig? Hm... nú eru maðkar í mysu! :) Neinei, þú færð eilífa ást í verðlaun ásamt stórum ís. Þetta áttu inni hjá mér er ég kem til Akureyrar í byrjun næsta mánuðar! Vertu viðbúin og hjartanlega til hamingju! (Frammistaða hennar afsannar kenningu Erlings um slakt gengi vegna fjarlægðar; ég held að ég hafi ekki séð Gústu síðan í fyrrasumar! ) Steinunn systir og Erlingur fengu 70 stig. Veit ekki hvað þau halda að þau séu. Og ANNA? 50 stig! Sem er líééééélegt. :) Skammist ykkar. Ragnheiður Sturludóttir fékk 60 og Steinar Yan Wang var ekki alveg að meika þetta.. Annars getið þið endilega haldið áfram með að taka prófið; bara by all means!! Opið ÖLLUM! (það er í færslunni fyrir neðan!) |Dagga| 15:54 miðvikudagur, mars 05, 2003 Já ástin mín... Takið svona próf og ég mun fá að sjá hverjir eru þess verðugir að tala við. Djöfull skuluð þið brenna gerpin ykkar!!! Það er til mikils að vinna. Sigurvegari hlýtur óvissuverðlaun (sem eru að sjálfsögðu ekki af verri endanum!) og eilífa ást. Getraun þessi er opin ÖLLUM og ég er harla forvitin. Koma svo. Taka PRÓF! |Dagga| 10:13 mánudagur, mars 03, 2003 Vei Vei! The incredible Dagster has returned from her slumber... Fór á Daredevil á föstudagskvöldið með Steinsen og henni Dagnýju úr Versló. Það er komið á hreint; Kevin Smith er mun huggulegri en Ben Affleck. Fer ekki ofan af þeirri skoðun. Laugardagskvöldið? Hmm... Kíkti á UJ djammið og hitti Bryndísi Nielsen og co. (Þar var verið að bjóða upp á léttar veitingar.. :P) Síðan var haldið á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þar átti sér stað MJÖG fyndinn atburður sem ekki er hægt að rekja hér á svona almenningsbloggi; ég segi ekki þessa sögu nema þú, lesandi góður, hafir skrifað undir þagnareið. Um er að ræða þjóðþekktan fréttamann. Ja, nú segi ég ekki meir! (tíhííí..aumingja þið! Anna Pála, Sandra og Vala; ég treysti ykkur :)) Sunnudagurinn fyrir bolludag er alltaf svolítið steiktur. Þar sem mamma var að vinna lét ég mér nægja að kíkja í bollukaffi til Hjalta Nönnusonar og Karólar. Þar fékk ég bollur sem bráðnuðu í munninum; með súkkulaðibúðingi..umm......Síðan þá hef ég borðað um svona 448531656516 bollur. Kjams. Saltkjöt á morgun. Jii... Hvernig ætlar þetta að enda? Atkins kúrinn er ógerlegur í þessari viku... |Dagga| 23:03 |