daria * blogg hégómans
|
föstudagur, mars 14, 2003 Heilsukúrar. Oj bara. Hér verður sögð saga Karólínu vinkonu minnar sem er í megrun. Og stendur sig ekkert sérstaklega vel. Þetta er saga hennar; ofátssjúklings sem hugsar bara um mat.....: Að borða skyr í öll mál er erfiðisvinna. Maður byrjar á kúrnum kl 23:15 kvöldið áður og ætlar ekki að borða neitt nema baunaspírur og sojamjólk daginn eftir. Og maður er alveg heví enþúsíastik. 7:45. Morgunmatur. Klukkan er kortér í átta? Strætó fer eftir 5 mínútur og ég ekki klædd? Semsé, enginn. En ég hef aldrei komist á bragðið með að borða á morgnana þannig að það skiptir engu máli. Mikilvægasta máltíð dagsins? Neibb. 8:45. Þjóðhagfræði hjá Þórunni Klemens. Nú er maður orðinn heví svangur og fæ mér kókómjólk. Verð svengri fyrir vikið. 10:45. Mararþaraborg. Nei, nú blasta ég 2 þristum og einum stórum kaffibolla. Umm. Og 6 toffísleikjóum. Hádegisfrímó. Afþví mömmu er svo annt um okkur systurnar innan við beinið þá smyr hún samlokur fyrir okkur á kvöldin. Og hefur unun af. (ha haa ah) Ég legg ekki í að styrkja þá okurbúllu sem matsala MH er. Djöfuls pakk líka; beygluveiðandi stráklingar sem kunna ekki að gefa til baka. Og þið ættuð bara að drullast til að þrífa samlokugrillið!! 16:30 Kem heim. Borða ostaköku beint út úr ísskápnum og klára ábyggilega hálfa pítusósuflöskuna þegar ég geri samloku dauðans. Kvöldmatur. Sardína. Samviskubitið nagar mig. 22:45 Suðusúkkulaði og grænt hindberjate. Æj, ég borðaði lítið í kvöldmat. 23:30.Staðráðin í að hætta þessu rugli og ákveð að næsti dagur verði sko skyrdagur. Mér skal takast það............. Já, svona á nú Karólína bágt. En munið það, að beinþynningu ungra stúlkna má fyrirbyggja með hollu mataræði og nægri hreyfingu. Og skyri!..... :) |Dagga| 12:29 miðvikudagur, mars 12, 2003 Nú er ég búin að vera að laga til hér; letrið á tenglunum er mjög ljótt en ég get ekkert gert í þeim málum að svo stöddu. Ef einhver kann bót á málum; endilega hafi hann samband. Og það er komið á hreint, ég verð tölvulaus um ókomna tíð! Eða þannig, tölvan er að fara í viðgerð, LOKSINS! Síðan er bara að fá sér ADSL og við erum að dansa! En minni fólk á að ef það óskar tengils hjá mér er ekkert mál að hringja í þjónustusímann minn: 555-1234 eða skilja eftir komment. Daggfýr! |Dagga| 13:38 þriðjudagur, mars 11, 2003 Ég á grein á Pólitík.is í dag. Í mannlegri kantinum, aldrei þessu vant. Skoðið hana hér!! |Dagga| 13:25 mánudagur, mars 10, 2003 Lesið aftan á Extra-White tyggigúmmípakka: "Överdriven konsumption kan ha laxerande effekt!" Þá hendi ég kartoninu mínu. Svei. |Dagga| 22:52 sunnudagur, mars 09, 2003 Áður en lengra verður haldið með næstu færslu vil ég biðjast afsökunar á leti minni. Hún mun aldrei hverfa enda er ég alræmdur letingi þótt ég virðist oft á tíðum dugleg. Ég segist vera að þrífa, að læra undir landafræðipróf eða gera heimadæmi en í flestum tilfellum er ég bara að rista brauð eða prófa nýjar útfærslur á augnskuggum frá 1986. Í gær eyddi ég t.d. miklum tíma í endurröðun í fataskápnum (henti öllu út, braut saman og henti buxum sem vilja ekki passa á mig lengur >:O) . Líf mitt stefnir brátt í glötun. Æj. Röflum ekki meira um það og horfum til framtíðar! Ég komst að því á síðustu dögum að bloggið mitt er dálítið frægara en ég hélt. Grunsamlega margar heimsóknir koma frá Belgíu. Ég gruna Björgu í Brussel um sník-pík og er það vel. Ragnheiður Sturludóttir linkar á mig. Fyrir kurteisissakir linka ég á hana en kunni þó ekki við hlægileg ummæli hennar er hún kynnti tengil minn á sinni síðu. Þar var hún e-ð að segja "Dagga heldur að hún sé rokk og blaaa.." Já... lífið væri sannarlega betra ef ég væri eins mikið rokk og hún Ragnheiður (Sigh). Héhé. Síðan er Ugla Egilsdóttir busi einnig komin með tengil á mig. Sem er nú ekkert nema sjálfsagt þar sem ég kenndi henni að koma upp síðunni. Ágætis sprund. Loks er það hún Anna Tryggva. Hún er í 11. sæti fyrir VG í Kragakjördæmi og Alt í kórnum. Semsagt, andstæða mín. Nei ég segi svona :) Síðan eru viðgerðir á síðunni í óða önn við að klárast. Blogger er nú samt eitthvað að bregðast mér! Vill ekki taka þátt í uppbyggilegri starfsemi. Skamm! |Dagga| 02:05 |