daria * blogg hégómans
|
sunnudagur, mars 16, 2003 Ég var að fá bónorð. Shaman (21) Studying for busness from pakistan would like to marry you i like your site very much (!!!!!?). Mabe you will answer this letter with a photo and mabe visit... Hvað segiði krakkar? Hann er nú í viðskiptafræði.... |Dagga| 16:33 föstudagur, mars 14, 2003 Heilsukúrar. Oj bara. Hér verður sögð saga Karólínu vinkonu minnar sem er í megrun. Og stendur sig ekkert sérstaklega vel. Þetta er saga hennar; ofátssjúklings sem hugsar bara um mat.....: Að borða skyr í öll mál er erfiðisvinna. Maður byrjar á kúrnum kl 23:15 kvöldið áður og ætlar ekki að borða neitt nema baunaspírur og sojamjólk daginn eftir. Og maður er alveg heví enþúsíastik. 7:45. Morgunmatur. Klukkan er kortér í átta? Strætó fer eftir 5 mínútur og ég ekki klædd? Semsé, enginn. En ég hef aldrei komist á bragðið með að borða á morgnana þannig að það skiptir engu máli. Mikilvægasta máltíð dagsins? Neibb. 8:45. Þjóðhagfræði hjá Þórunni Klemens. Nú er maður orðinn heví svangur og fæ mér kókómjólk. Verð svengri fyrir vikið. 10:45. Mararþaraborg. Nei, nú blasta ég 2 þristum og einum stórum kaffibolla. Umm. Og 6 toffísleikjóum. Hádegisfrímó. Afþví mömmu er svo annt um okkur systurnar innan við beinið þá smyr hún samlokur fyrir okkur á kvöldin. Og hefur unun af. (ha haa ah) Ég legg ekki í að styrkja þá okurbúllu sem matsala MH er. Djöfuls pakk líka; beygluveiðandi stráklingar sem kunna ekki að gefa til baka. Og þið ættuð bara að drullast til að þrífa samlokugrillið!! 16:30 Kem heim. Borða ostaköku beint út úr ísskápnum og klára ábyggilega hálfa pítusósuflöskuna þegar ég geri samloku dauðans. Kvöldmatur. Sardína. Samviskubitið nagar mig. 22:45 Suðusúkkulaði og grænt hindberjate. Æj, ég borðaði lítið í kvöldmat. 23:30.Staðráðin í að hætta þessu rugli og ákveð að næsti dagur verði sko skyrdagur. Mér skal takast það............. Já, svona á nú Karólína bágt. En munið það, að beinþynningu ungra stúlkna má fyrirbyggja með hollu mataræði og nægri hreyfingu. Og skyri!..... :) |Dagga| 12:29 miðvikudagur, mars 12, 2003 Nú er ég búin að vera að laga til hér; letrið á tenglunum er mjög ljótt en ég get ekkert gert í þeim málum að svo stöddu. Ef einhver kann bót á málum; endilega hafi hann samband. Og það er komið á hreint, ég verð tölvulaus um ókomna tíð! Eða þannig, tölvan er að fara í viðgerð, LOKSINS! Síðan er bara að fá sér ADSL og við erum að dansa! En minni fólk á að ef það óskar tengils hjá mér er ekkert mál að hringja í þjónustusímann minn: 555-1234 eða skilja eftir komment. Daggfýr! |Dagga| 13:38 þriðjudagur, mars 11, 2003 Ég á grein á Pólitík.is í dag. Í mannlegri kantinum, aldrei þessu vant. Skoðið hana hér!! |Dagga| 13:25 mánudagur, mars 10, 2003 Lesið aftan á Extra-White tyggigúmmípakka: "Överdriven konsumption kan ha laxerande effekt!" Þá hendi ég kartoninu mínu. Svei. |Dagga| 22:52 |