daria * blogg hégómans
|
laugardagur, apríl 12, 2003 Fór á Akranes í gær. Missti af Botnleðju, en lít samt svo á að ég hafi elt hljómsveitina um landið og mætt þrjú kvöld í röð á Botnleðjutónleika. Aftur á móti var rokna stuð á Akranesi. Þar tók ég dálítið sérkennilegri áskorun sem fólst í ... já. Ég var mjöööög vel í því... Þessi áskorun mín í gær var nú bara barnaleikur miðað við frægðarför ýmissa vinkvenna minna á næntísballinu. Anna T , Ragnheiður, Anna Pála og einhverjar fleiri dembdu sér í busastrákakyssukeppnina sem við höfum planað fyrir einhverju síðan. Ósköp er ég fegin að hafa ekki verið með. Stigagjöfin fólst í því að fyrir koss hjá 86 árgangi fékk maður 1 stig og 1/2 fyrir 85 og 1/4 fyrir 84 o.s.frv. 15 fengust fyrir að kyssa forsetann en 2 fyrir stúlkur. Anna Pála vann og fékk 80 og eitthvað stig. Kræst! (SKOÐIÐ MYNDIR HÉR! HAAH!) Ég er samt svo þreytt. Ég ætla að beila á stórfélagsferð og fara kannski í staðinn á árshátíð með FÍHingum og fleiri tónlistargimpum. Dagurinn var nefnilega ótrúlegur. Í 8 tíma hef ég verið klædd í hanabúning. Af hverju? Nú, ég var að leika í Botnleðjumyndbandinu með Bryndísi Nielsen og Brynju Keflvíkingi. Guðmundur Hörður, you owe us bigtime! Þetta var samt mergjaðslegt stuð. Við vorum semsagt klæddar í búningana sem þeir notuðu í Júróvisjónforkeppninni um daginn. Og ég var Halli. Bryndís var Belja (Heiðar) og Brynja Kærleiksbjörn (Ragnar). Við vorum The Cow, The Cock And The Couldn´t-Care-Less Bear. Ferlega gott lag samt. Æ, þið sjáið þetta myndband í næstu viku eða eitthvað. Við vorum samt frekar leiðinlegar við leikstjórann. Hann gat ekki reddað okkur smínku og við vorum eins og úfnir hænurassar í vindi. Hann hafði staðið að Rís auglýsingunni með Birgittu Haukdal (Því þú átt það alltaf skilið!!) og fyrst Ungfrú Júróvisjón gat fengið meiköpp eftir River-rafting og klettaklifur, þá ættum við líka rétt á því. En nei. Þeir fengu ærlega að heyra það í staðinn. En þeir sögðu okkur að það væri að koma risaútgáfa af DRAUM á markaðinn. Ummmmmmmmm... Hann heitir að sjálfsögðu Rosa-Draumur! |Dagga| 21:32 föstudagur, apríl 11, 2003 Ég fór ekki á næntísball í gær. Sem er kannski ekki frásögum færandi nema maður líti á þá staðreynd að ég er guðmóðir ballsins. Í staðinnn fór ég á Botnleðjutónleika. Sem er voru grúví en ekki eins grúví og í Keflavíkinni. Því þar fann ég fimmþúsundkall á gólfinu. Guð blessi Keflavík!! Eftir tónleikana skutlaði ég Botnleðjustrákunum heim og fór með með my UJ posse á Ölstofuna. Þar var rokk. En ekki jafn mikið rokk og .... (wink wink) Nú segi ég ekki meir. Oj hvað ég þoli ekki svona einkahúmorsblogg. |Dagga| 12:56 fimmtudagur, apríl 10, 2003 Ég fór á Botnleðjutónleika í gær. Þeir voru magnaðir og Halli trommari er mitt ídol. Þvílík hetja. Á Lifandi.is getið þið hlustað á nýja lagið þeirra, Ég er frjáls. Fyrirtaks slagari. Hins vegar er ég ekki lengur með hljóðhimnu, enda sat ég fremst í V.I.P. sætunum. Missti sennilega 1% af heyrn minni. Æj. Ég tók líka fyndið próf: Germany - Despite a controversial recent history, it has had a tough and powerful history. A modern-day technological and cultural beacon, it is still target to stereotypes and antiquited thoughts. Positives: Technologically Advanced. Culturally Admired. Global Power. Negatives: Target of Historical Fervor. Constant Struggle. Funny-Looking Ethnic Clothing. Which Country of the World are You? brought to you by Quizilla Reyndar svindlaði ég smá. Ég var nefnilega Sviss; sama hvað ég breytti prófinu mikið. Það er nefnilega ekkert land sem á verr við mig heldur en Sviss. Ábyggilega fyrirtaks land, ekki misskilja, en ég er ekki beint neutral. Þjóðverjar hafa þokkalega sannað sig á undanförnum vikum og eiga gúddvill hjá mér. Deutschland über alles! Enn bætist í tenglasafn mitt og bý ég Hauk UJ hjartanlega velkominn. Maður ætti að fara að skipuleggja þetta aðeins.... |Dagga| 14:23 miðvikudagur, apríl 09, 2003 fríða fríða fríða FRÍÐA. Er komin með blogg. Vei. Og ég hef ákveðið að bæta Uglu Egilsdóttur inn á tenglasafnið þrátt fyrir að vera með letingjablogg. Og Kári, bloggaðu eða þú verður hengdur. Hins vegar verð ég að tjá gleði mína yfir frábæru framtaki skemmtiráðs. Næntísball er á fimmtudaginn og hverjir föttuðu upp á því? Haa? ÉG OG EYÞÓR! Í heilt ár höfum við barist fyrir þessu framtaki og því ætla ég að eigna sjálfri mér þónokkurn heiður af þessu framtaki. Botnleðja í kvöld í Keflavík. Ég ætla aldrei að byrja á landafræðiritgerð. 2500 orð. Skiladagur: Föstudagur. Umfjöllunarefni: Lettland. Brabb! |Dagga| 13:54 þriðjudagur, apríl 08, 2003 En fyndið... mynd af mér í nýju buxunum! En þetta átti nú að vera leynifundur okkar kratagimpanna.... |Dagga| 16:13 Vei vei! Var að koma úr kórferðalagi. Akureyri. Vá ég hef aldrei verið svona rugluð. 5 tímar í rútu með þessum fáráðlingum tekur á. Sögurnar af Siggu litlu fötluðu verða ekki þó endurteknar hér. Hinsvegar var helvíti gaman. Við heimsóttum t.d. MA og spjölluðum við Gústu. Síðan lá leiðin í VMA (sem er sjálfskipaður vinaskóli MH) og þar fengum við góðan mat en ekki góða áheyrendur. Enda ekki við öðru að búast, skólinn lítur út eins og verksmiðja. Stupid White Men er besta bók sem ég hef lesið í langan tíma. Ég æpti af reiði í formálanum og æpi enn. Enda hafa allir kórfélagar fengið að finna fyrir formælingum mínum. Ég vil Michael Moore sem forseta BNA. Já! Svo unnum við bara kosningarnar á föstudaginn var. Þvílík gleði. Leníngrad lifir enn! |Dagga| 00:16 |