daria * blogg hégómans
|
föstudagur, apríl 18, 2003 Já, kórpartíið í gær var bara nokkuð gott. Frekar fámennt en góðmennt. Andri og Högni Egilssynir eru þess verðugir að kallast heiðursbassar. Atriðin Já, það verður að teljast til merkilegri tíðinda að sópranar og altar hafi grafið stríðsöxina í gær - í bili allavega. Við tókum okkur saman og gerðum svona Jesú-medley, þar sem slagarar sunnudagsskólanna voru kyrjaðir. Mjög fínt. Tenórar voru einnig magnaðir að vanda - Þeir tóku Eurovísuna á eftirminnilegan hátt. Glæsilegt! (Get ég ekki bloggað án þess að minnast á Botnleðju?) Hins vegar voru bassarnir ömurlegir. Oj oJ. Það var því ekki neinn sérstakur vinningshafi hvað atriðin varðaði, en vissulega einn lúser. Í morgun vaknaði ég einhversstaðar í Hafnarfirði og ég var í ruglinu. Alltaf þegar ég vakna á ókunnugum stöðum grípur mig skelfing að morgni til, því ég á það til að gleyma því hvernig ég komst á næturstaðinn. Ég áttaði mig því fljótt á aðstæðum, því Antoine hafði boðið okkur Sigga T og Ásu í eftirpartí. En það tók mig dágóða stund að ná áttum og á ákveðnum tímapunkti var ég var nett skelfd. En engu að síður - mjög góð kórsamkoma og frábær atriði að bassagimpunum undanskildum - Sveiattan! |Dagga| 17:33 fimmtudagur, apríl 17, 2003 Fór á kappræður í gær í Hafnarfirði. Þar voru Kolbrún og Katrín fyrir hönd SF ásamt fulltrúum hinna flokkanna. Á meðal andmælenda var Anna Tryggva og má vel segja að það hafi verið roknastuð á meðal blóðheitra klappliðsmanna. Fyndnast fannst mér þó að hlusta á mælanda frjálslynda flokksins. Hann sagði í miðri ræðu sinni: ,,Við í Framsóknarflokknum.. nei.. ég meina sko Frjálsynda.." ehehe. Spurningar úr sal urðu sífellt freðnari eftir því sem á leið á opnunartíma barsins og lá við að slagsmál brutust út á milli ónefnds sammara og frjálslyndu sjómannanna. Að kappræðum loknum sáust þeir í faðmlögum á barnum. Það sem var eiginlega merkilegast við þessar skrautlegu ,,kappræður" var það að ekki einn maður í salnum var óflokksbundinn. Þær voru því vita gagnslausar. En stórskemmtilegar engu að síður. Kórpartí í kvöld. Jíha. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði viðburðarríkt, páskarnir í loftinu og ég veit ekki hvað. Allir léttir á bárunni og ræræræ... E.S. - Þetta er magnað - svo illkvittið að það er bæði grátlegt og drepfyndið í senn. |Dagga| 16:19 miðvikudagur, apríl 16, 2003 Það er eitthvað í loftinu. Mig langar að gera allt annað en það sem ég ætti að vera að gera. Eins og að skrifa grein um menntamál, landafræðiritgerðin víðfræga ( 2 mánuðir - komin með HÁLFA BLAÐSÍÐU) og loks latínuyfirlestur. En nei. Í staðinn er ég í tjúllinu að lesa bók eða dreifa bæklingum í nóatúni. Sumum finnst ég blogga of lítið um pólitík. Sem mér finnst absúrd því hver vill lesa um pólitík á þessum tímum? Þú þarft ekki að gera annað en fara út að kaupa snúð og þá eru útsendarar hins illa mættir til að klófesta atkvæði þitt. Pólitík smólitík. Mér finnst hún heví skemmtileg en ég er líka flying-kerazy. Já svo fór ég í viðtal .. fuss. |Dagga| 15:21 þriðjudagur, apríl 15, 2003 Nú á stelpan grein á politik.is!! Endilega tékkið á henni. Minni alla á Lifandi.is - geysigóður afþreyingarvefur og djammyndir af mér. úha. |Dagga| 20:04 mánudagur, apríl 14, 2003 Vá! Ekki hefði ég nokkurn tímann búist við sjálfri DROTTNINGUNNI! Harley Cooper: Þú ert uppreisnarseggur og villingur! Skírð eftir Harley Davidson mótorhjóli, fylgir engum reglum og gerir það sem þu vilt. Þín veika hlið tengist karlamálum, þú hefur gifst nokkrum sinnum vegna ástar en það hefur aldrei gengið upp. Þú ert hins vegar mjög skotin i nuverandi kærasta thinum, hann er lögga alveg eins og þú. Vonandi bara að hann fái aftur tilfinningu í lappirnar eftir sprenginguna... Hvada Leidarljos karakter ertu? brought to you by Quizilla Magnað! En það er alveg komið á hreint; mér er það líffræðilega ómögulegt að djamma 3 kvöld í röð. Mig dreymdi nefnilega að ég væri að spila brids við Magnús Scheving og St.Bernarðshund. Sem er fáránlegt - allir vita að þarf fjóra í brids!! |Dagga| 16:27 |