daria * blogg hégómans
|
laugardagur, maí 03, 2003 Í djúpu lauginni í gær var stelpa sem vissi ekki hver gengdi embætti forsætisráðherra. Og þegar henni var sagt að sá maður væri Valgeir Guðjónsson, þá var hún bara ,,ÞÚST, HVER ER ÞAÐ, MÁ ÉG SPYRJA"? Því segi ég, aukum menntun á Íslandi.... |Dagga| 16:05 fimmtudagur, maí 01, 2003 Ég held....... ....að Hreiðar Hermannsson sé með thing fyrir pabba mínum.... :D Allavega er allt að brjálast og fólki finnst ég vera að tala skít. Sem er kúl, sem er kúl. Annars bætti ég við linkum ! Skördí og Andri og fleiri..... |Dagga| 17:31 þriðjudagur, apríl 29, 2003 Veðurblíðan er ljúf! Í fyrsta skipti í langan tíma skín sól inn í gluggann á bókasafni MH þar sem ég er stödd akkúrat núna. Hvílík dásemd! Tún Hamrahlíðarmýrinnar eru skærgræn á lit og þar sleikja nemendur sólina með hæskúlmúsík í bakgrunni.... ómægod þetta er yndislegt. Hins vegar datt gömul kona í sexunni áðan. Það var frekar pínlegt. Strætóbækurnar svokölluðu eru aftur á móti snjallræði. Þar rakst ég á bók sem ég ætla mér að lesa og kann ég Félagi íslenskra bókaútgefenda mínar bestu þakkir. Er það þó tilviljun að í 16, 17 og 140, þeim strætóum sem ég tek að staðaldri, bjóði aðeins upp á syrpur? Éldekki. Samsæri. Nú er komin sjónvarpsauglýsing í loftið með mér og Völu! Alveg magnað. Allir eru líka að tala um Botnleðjumyndbandið og er það vel. Þetta er alveg svakalegt. Þið getið náð í myndbandið HÉR! Eða, það sem er kannski enn sniðugra.. stillt á Popptívi við gott tækifæri og valið lagið! Númerið er 4325 og sendist á númerið 1919! Síðan er líka hægt að velja lagið í spilun á X-inu með því að senda skilaboðin: Xdominos "eg er frjals" !! Koma svo! Annars er allt gott að frétta af sumarvinnu handa stelpunni, aldrei þessu vant. Ég held áfram starfi mínu sem Bókavörður I á Bókasafni Kópavogs. Allir velkomnir í sumar! Svo finnst mér magnað að það sé komið Peruskyr.is!! Reyndar eru 108 kcal í 100 grömmum, eða tvöfalt fleiri en í vanilluskyrinu! Ætli það séu ekki bara saklausir perubitar? Hafiði heyrt Skater Boy í flutningi Írafárs.. svona önplöggd og tacky? Gvuð----minn---góður. Ég segi það aldrei of oft, en Birgitta, farðu bara að vinna á Bylgjunni eða eitthvað! Minni á magnaðar stjórnmálaumræður á nfmh.is.... Þar er heiftin mikil. En ég tek ekki þátt í slíku.. sjáiði mig rífast um slíkt? Aldrei. Eitt að lokum: I'm Ross Gellar from Friends! Take the Friends Quiz here. created by Þessu er ekki hægt að neita. Ég ætla að giftast Ross.. we share the same problems.. ;) |Dagga| 15:15 |